Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 29

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 29
Þá felur Fiskiþing stjórn Fiskifélags íslands að beita sér fyrir: 1. Að ráðinn verði námsstjóri í sjóvinnu- og sjávarútvegsfræðslu og verði hann með aðsetur sitt hjá Fiskifélaginu til að komast í sem besta snertingu við þarfir líðandi stundar hverju sinni. 2. Að kennsla í sjóvinnu verði tekin upp sem skyldunám í sambandi við verklega kennslu í unglingaskólum sjávarþorpa og valgrein í gagnfræða- og fjölbrauta- skólum stærri staða. 3. Að haldið verði áfram kennaranám- skeiðum fyrir sjóvinnukennara og að þeir, sem taka þátt í slíkum námskeiðum njóti sömu fjárhagslegrar fyrirgreiðslu og kennaralærðir menn. 4. Að tekin verði upp fræðsla um meðferð og verkun sjávarafla fyrir alla nemend- ur unglinga- og gagnfræðaskóla (bæði pilta og stúlkur). 5. Athuga hvort ekki sé hægt að koma upp fyrsta hluta fiskiðnaðarnáms í tengslum við útibú rannsóknastofnana sjávar- útvegsins í hverjum landsfjórðungi. 6. Að Kennaraháskólinn undirbúi kenn- araefni sín til að veita fræðslu í helstu þáttum sjávarútvegs og verklegri sjó- vinnu. 7. Að athuga hvort Háskóli íslands geti ekki tekið upp kennslu í vissum þáttum sjávarútvegs. 8. Að komið verði af stað við Stýrimanna- skólana öldungadeildum fyrir þá sem hafa 1. stig stýrimannaprófs (þ. e. 120 rúml. próf) og starfsreynslu, svo að þeir hljóti 2. stigs próf, þ. e. hið meira fiski- mannapróf. 9. Að komið verði á fót úti á landi nám- skeiðum í sambandi við gagnfræða- og iðnskóla fyrir þá, sem hafa smáskipa- próf (þ. e. 30 rúml. próf) og vissa starfs- reynslu, svo að þeir geti tekið að því loknu 1. stigs próf. 10. Að komið verði á við sem flesta gagn- fræða- og fjölbrautaskóla vélfræði- kennslu fyrir nemendur. Einnig nám- skeiðum fyrir þá eldri við sömu skóla, svo að þeir geti tekið þar próf í fyrsta stigi vélstjóranámsins. 11. Að koma af stað fræðslu í öllum fram- haldsskólum um slysa- og öryggismál sjófarenda með fyrirlestrum og fræðslu- myndum og taka þetta atriði rækilega fyrir á endurhæfingarnámskeiðum Sjó- mannaskólanna. 12. Að opinberir f jölmiðlar komi sannri og óbrjálaðri mynd til landsmanna frá lífi og starfi fólks við sjávarsíðuna. 13. Fræðslu um fiskirækt verði beint inn í framhaldsskólana í sambandi við sjáv- arútvegsfræðsluna. 14. Fiskiþing lýsir ánægju sinni yfir störf- um Tæknideildar Fiskifélagsins. Hvetur þingið stjórnina að vinna ötullega að frekari uppbyggingu og framgangi þess- arar þörfu deildar. 15. Athugaðir verði möguleikar á að koma af stað færanlegri sjávarútvegsstarfs- fræðslu, sem um leið yrði tæknikynning og námskeið fyrir hina ýmsu notendur og þjónustumenn siglinga- og fiskileitar- tækja. 16. Að tekinn verði saman leiðbeiningabækl- ingur fyrir sjómenn í siglingu við strend- ur íslands. Þar komi fram það sem enn- þá er í gildi í Leiðsögubók sjómanna við strendur íslands, ásamt upplýsingum og viðvörunum reyndra sjómanna í siglingu með ströndinni. 17. Að beita sér fyrir því að nýjungar á sviði véltækni í sjávarútvegi verði kann- aðar af Tæknideild Fiskifélagsins og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Allar þær nýjungar er þessar stofnanir gefa viðurkenningu verði kynntar í blaði fé- lagsins og fjölmiðlum fyrir þeim er að sjávarútvegi starfa. Ennfremur bendir þingið á nauðsyn aukinnar véltækni í fiskiðnaði og skorar á opinbera aðila að hinir ýmsu lánasjóðir veiti aukin lán til vélvæðingar í sjávarútvegi. 18. Athugað verði við stjórn Hafrannsókna- stofnunar og sjávarútvegsráðherra að þegar nýtt hafrannsóknaskip verður byggt, verði það þannig útbúið að hægt sé að hafa nokkurn hóp ungra manna við nám um borð. Hafnarmál. 1. 33. Fiskiþing ályktar að brýna nauðsyn beri til að endurskoða starfsemi Hafnar- málastofnunarinnar. í því sambandi vill þingið benda á að nauðsynlegt sé, að Æ GI R — 403

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.