Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 22

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 22
Frá 33. Fiskiþingi ÍJr skýrslu f iskimálast j óra í skýrslu sinni til Fiskiþings fjallaði fiski- málastjóri um verkefni félagsins á liðnu ári, og þá sérstöku málaflokka, sem samþykktir voru á síðasta Fiskiþingi. Starfsemin. Starfsemi félagsins var á s. 1. ári með svip- uðu sniði og árið á undan. Þó má segja, að nýr þáttur hafi verið tekinn upp, sem er nám- skeið í sjóvinnu, sem haldin hafa verið víðs- vegar um landið á starfsárinu. Deildarskipting sú, sem ákveðin var með breytingum á lögum félagsins frá 1973, er nú vel komin á lagg- irnar. Þó mun að sjálfsögðu verða haldið áfram að hagræða og breyta til eftir því sem reynsla sýnir þörf á. Af störfum hinnar almennu deildar félags- ins, má nefna námskeið þau í sjóvinnu, sem að framan getur og sem hófust á s. 1. hausti. Þrátt fyrir ýmsa byrjunarörðugleika, má segja að góður skriður sé nú kominn á þenn- an bráðnauðsynlega þátt fræðslumála. Eins og fram kemur í skýrslu þeirra tveggja manna, sem leiðbeint hafa á þessum námskeiðum á vegum Fiskifélagsins og liggur hér frammi, hafa þau yfirleitt tekizt vel. Er það ekki ein- ungis að þakka ágætu starfi og áhuga leið- beinendanna sjálfra, heldur einnig óeigin- gjörnu starfi erindreka félagsins og trúnaðar- manna um land allt og margra annarra Fiski- félagsmanna. Vafalítið hefði, ef allt er talið, reynzt erfiðara og kostnaðarsamara að vinna þessu máli framgang, ef ekki hefði verið fyrir hendi félagskerfi Fiskifélagsins víðsveg- ar um landið tog áhugi útvegsmanna almennt. Bæði fyrrverandi og núverandi ráðherra sjáv- arútvegsmála hafa sýnt máli þessu skilning og velvilja, svo og menntamálaráðuneytið. Ég tel, að stefna beri að því að fræðsla í hagnýtri sjóvinnslu verði eins skjótt og kostur er á gerð að föstum lið í verknámi unglinga- og gagnfræðastigs hins almenna skólakerfis í samvinnu og samráði við Fiskifélagið og sér- skóla sjómanna. Vafalítið tekur nokkurn tíma að samræma námskrár skólakerfisins með þetta markmið í huga, svo og að bæta við nýjum kennslu- greinum. Þangað til tel ég, að svipað fyrir- komulag verði að hafa á þessum málum og hingað til, sem reynzt hefur vel. Samkvæmt samþykkt 32. Fiskiþings beitti Fiskifélagið sér fyrir námskeiði fyrir kennara í sjóvinnu. Námskeið þetta, sem haldið var í góðri samvinnu við menntamálaráðuneytið, er hið fyrsta af sínu tagi, sem haldið hefur verið hér á landi. Tvær bækur eða bæklingar eru um þessar mundir að koma út hjá Fiskifélaginu. Annar um sjómannaskólana, nám sjómanna og rétt- indi. Er hann unnin í samráði við skólastjóra viðkomandi skóla. Hinn er nokkur undirstöðu- atriði næringarefnafræði. Er hann ætlaður til fræðslu fyrir unglinga jafnt sem eldri, er hyggjast kynna sér fiskvinnu og meðferð á fiski. Á sviði fræðslu- og upplýsingastarfa Fiski- félagsins vil ég að síðustu nefna vikulegan útvarpsþátt. Mun þar einkum leitast við að svara fyrirspurnum, sem snerta ýmis hags- munamál sjávarútvegsins í heild og einstak- ra greina hans. Önnur störf hinnar almennu deildar eru óbreytt frá fyrra starfsári. Sem fyrr er skýrslusöfnun og úrvinnsla i 396 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.