Ægir

Árgangur

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 12

Ægir - 15.12.1974, Blaðsíða 12
er, að það sé gert, því að höfundur Fitjaannáls hefur ekki haft spurnir af drukknun þeirra. í kaupmannaskýrslu frá því í október 1704 er vikið að slysförunum 8. marz 1700, en þar er sagt, að þann dag hafi farizt 33 skip og með þe;m 150 menn. Undir þessa skýrslu rita m. a. kaupmenn frá þeim kaupsvæðum hér- lendis, þar sem manntjón varð.4B Skipatalan er hin sama og ég hef hér áður talið hina sennilegustu, enn mannfjöldinn ekki, og þykir mér sanni næst, að misminni eða öllu heldur misritun valdi, skrifað hafi verið 150 fyrir 160. Ekki ber annálum saman um, hvað margir hafi farizt í sjó hér við land árið 1700. Valla- annáll telur þá hafa verið 153, Fitjaannáll 200 og Eyrarannáll 300. — Espólín hefur um þetta svofelld orð: „Svo segir Þorlákur Markússon að farizt muni hafa í sjó 400 manna þann vetur allan, en eigi veit ég annan sann á því“.4fi Það er fremur fátítt í Árbókum Espólíns, að þannig sé sleginn varnaglinn. Ég hef ekki get- að komið auga á, að í hinni miklu og grautar- legu annálasyrpu Þorláks Magnússonar,47 sem að hluta hefur verið prentuð undir heitinu Sjávarborgarannáll, standi tala sú, sem Espó- lín greinir. Svo mætti þó virðast, að fyrrgreind tíðindi hefðu þótt það umtalsverð, að Þorlákur hefði helzt getið þeirra í annálssyrpu sinni. En hvað sem því líður, hafa fræðimenn tekið fyrr- nefnda frásögn Espólíns góða og gilda, svo sem sjá má í ýmsum sagnfræðiritum.48 Eftir slysadaginn mikla 8. marz urðu enn 5 skiptapar sunnanlands í þeim sama mánuði, og þá drukknuðu 10 menn.40 Enn fremur fór- ust tveir bátar í Breiðafirði þetta ár og með þeim 10 manns.50 — Hvort skip hafi týnzt fyrir Vestfjörðum eða Norðurlandi árið 1700, er öldungis óvíst, en fremur er líkiegt, ef svo hefði verið, að þess væri getið í Eyrarannál og Vallaannál. Af þeirri könnun, sem ég hef gert, virðist helzt mega ætla, að drukknað hafi í sjó hér við land 185 menn árið 1700 og þar af 165 menn þann 8. marz. í bænarskrá til konungs, sem samin var og undirrituð á Alþingi 2. júlí þetta ár, er greint frá sérlega erfiðu árferði og bágum kjörum landsmanna. Síðan segir á þessa leið í íslenzkri þýðingu: „Fyrir utan áðurlýst ástand fórst síðastliðinn vetur fjöldi báta með svo mörgum mönnum, að frá því landið byggð- ist munu aldrei á einu ári hafa drukknað jafn- margir menn“.51 Ekki mun fjarri lagi að áætla mannfjölda á Islandi árið 1685 um 30% af því, sem hann er nú. í ljósi þess ætti manntjónið á góuþræl- inn 1685 að samsvara því, að við misstum nú í sjó á einum degi sem næst 460 menn. En ef miðað er við tölu drukknaðra allt árið 1685, ætti hún að jafnast á við það, að við misstum nú í sjó í kringum 610 menn á einu ári. Láta mun nærri, að mannfjöldi hér á landi nú sé ferfaldur á við það sem hann var um aldamót- in 1700. Þess vegna ætti manntjónið, sem varð 8. marz árið 1700, að vera áþekkt því, að nú drukknuðu í sjó 660 íslendingar á einum degi. En ef miðað er við heildartölu drukkn- aðra allt árið 1700, ætti hún að samsvara því, að nú færust hér í sjó 740 menn á einu ári. — Það er því ekki út í bláinn að kalla 1685 og 1700 sjóslysaárin miklu. HEIMILDIR 1 AnnálsgTeinar séra Sigurðar Jónssonar í Holti eru gagnslausar, að því er rannsóknarefninu viðkemur. 2 Annálar 1400—1800, gefnir út af Hinu ísl. bókmenntafélagi (Ann. Bmf.) I, 593. — Mæli- fellsannáll er ekki varðveittur nema í einni af- skrift, mjög gallaðri, eftir Gísla Konráðsson, meðan hann var ungur viðvaningur. Hannes Þorsteinsson (Ann. Bmf. I, 545—49) segir hann hafa breytt fi'umriti gerræðislega, en væntanlega oftar af mislestri, því Gísli kveðst hafa skrifað upp annálinn eftir fúnum óheil- um skræðum, sem síðan eru glataðar. Hið ranga í hinni tilvitnuðu annálsgrein getur því verið verk G. K., en ekki verk Ara, og gat orðalag frumrits verið þessu líkt: „ . . . ofsa- veður með veltubrimi, regni og miklu fjúki, og á sjávarsíðu í Hegranessýslu lömdust og brotnuðu yfir 30 skipa, stór og smá. Skemmd- ust og brotnuðu skip í Eyjafirði og víðar.“ Þá gerðist þetta á þurru. 3 Lbs. 50 fol. 4 Ann. Bmf. II, 470. — Við þessa heimildar- tilvísun er hér ætíð átt, þegar vitnað verður til Kjósarannáls um sjóslysin 1685. 5 Árb. Esp. VIII, 8. 6 Ann. Bmf. II, 268. — Við þann heimildarstað er ætíð átt, þegar vitnað verður til Fitja- annáls um sjóslysin 1685. 7 Ann. Bmf. II, 523. — Sé vitnað í Hestsannál um sjóslysin 1685, er ætíð um þennan heim- ildarstað að ræða. 386 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.