Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1980, Page 16

Ægir - 01.01.1980, Page 16
rafmagnsvita, en setur í staöinn gaslýsingu. Það er skref sem er langt afturábak, ef til vill verður Galtarviti næstur. Ef skoðað er kort af vitum landsins sést að sú keðja er víða slitin svo sem á Kögri. Ég minnist þess að fyrir mörgum árum var gerð samþykkt annað hvort á Fiskiþingi eða þingi F.F.S.Í. um að athuga með vitastæði þar, en að því er ég best veit hefur ekkert verið gert. Þau vitalög sem í gildi eru, eru frá árinu 1936, þar segir að sérstök Vitanefnd skuli vera starfandi, í þeirri nefnd á fiskimálastjóri að eiga sæti meðal annarra, ég get ekki betur séð en sú nefnd sé óvirk með öllu, heldur er hún höfð sem skrautíjöður sem ekki hefur verið kölluð saman síðustu 5 árin. Það eru geðþóttaákvarðanir vitamálastjóra og verkfræðings hjá vitamálastofnun sem stjórna þeirri stefnu sem ríkir í vitamálum og ekkert tillit tekið til samþykkta og ábendinga Fiskiþinga og þinga F.F.S.Í. Það verður að gera allt sem unnt er, til að ná fram breytingum til hins betra. Leiðsögubækur fyrir sjófarendur við íslands- strendur hafa verið ófáanlegar í mörg ár, og tel ég það brýnt að Sjómælingar íslands vinni bráðan bug að því að gefa bækurnar út að nýju. Hver hefur orðið framgangur samþykkta 37. Fiskiþings um öryggismál? Því miður held ég að hann sé mjög lítill: 8 af 12 atriðum sem þar eru nefnd er vísað beint eða óbeint til siglingamálastjóra, það væri fróðlegt fyrir þingfulltrúa að fá að vita hvaða framgang þessi mál hafa fengið. Eftir því sem ég best veit, er það einungis eitt mál, þ.e.a.s. 7. liður: Fiskiþing ítrekar tilmæli að hástokkar og stýrishús smábáta skuli málaðir orange rauðum lit. Þrátt fyrir að fátt hafi náð fram að ganga af samþykktum 37. Fiskiþings um öryggismál þýðir það ekki að við eigum að gefast upp. Það hefur verið eitt af meginmálum Fiskiþinga liðinna ára- tuga, að álykta um öryggismál sjómanna og benda ráðamönnum þjóðarinnar á hvar betur mætti fara og hvar nauðsyn væri breytinga. Ég tel að halda eigi áfram með öll þau mál sem ekki hafa fengið framgang frá síðast þingi. Og til viðbótar. 1. Að skora á hæstvirtan samgönguráðherra að beita sér nú þegar fyrir því að allir gúmíbjörg- unarbátar verði pakkaðir í fíberglashylki. 2. Að beina þeim óskum til stjórnvalda að þau sjái sér fært að veita á fjárlögum fé til aðkall- andi endurbóta og uppbyggingar strandstöðva svo að Póst- og símamálastofnun geti fullnægt þeim kröfum sem til hennar eru gerðar með lögum nr. 40 13. maí 1977. 3. Að beina þeim eindregnu tilmælum til Veður- stofu íslands að hún láti strandstöðvar og útvarp tilkynna stormviðvaranir tafarlaust þegar við á. 4. 38. Fiskiþing ályktar að sú ákvörðun sjávar- útvegsráðuneytis að svifta netabáta veiðileyfum ef fyrir kemur að þeir færi að landi lélegt hráefni geti verið hættulegt og stuðlað að sjósókn í vara- sömum veðrum. Því beinir þingið því til við- komandi stjórnvalda að slíkri refsingu verði ekki beitt að óathuguðu máli, því gætileg sjósókn á vetrarvertíð geti né megi í engum tilfellum vera refsiverð. 5. 38. Fiskiþing skorar á Ríkisútvarpið að taka á ný upp útsendingu nákvæmra tímamerkja a.m.k. einu sinni á sólarhring. Þessum tímamerkjum var hætt fyrir allmörgum ámm og 1 staðinn kom útsending á klukkuslætti sem sjómenn telja ekki nógu ná- kvæman. Hannes Hafstein: T ilky nningasky lda fiskiskipa Þingforseti, góðir þing- fulltrúar. Á öldum áður ogjafn- vel allt fram á okkar daga þótti það engum tíðindum sæta, þótt ekkert fréttist af ferðum skipa á höfum úti dögum, vikum ogjafn- vel mánuðum saman. Þann- ig hafði sjómennskan ver- ið allt frá því í árdaga og það þótti ofur eðlilegt hlutskipti þeirra, er sjóinn sóttu að vera án nokkurs sambands sín á milli eða við land. Og heima biðu ættingjar og ástvinir í helgreipum kvíða og ótta, sem reynt var að bægja á brott og sefa með þeirri einustu von sem til var, en ávallt tiltæk, frómum óskum og góðum fyrirbænum að allt mætti vel fara að lokum og sjómennirnir næðu heilir í höfn. 4 — ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.