Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 28

Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 28
kannske okkar daglega áhugasvið. Ég ætla að ræða svolítið um nokkrar litlar eyjar úti fyrir vestur- strönd Afríku, Cabo Verde eyjar. Þetta er gert með samþykki Más Elíssonar, sem hefur mikinn áhuga á þessu máli. Einnig er Birgir Hermannsson skip- stjóri, starfsmaður Fiskifél. sem þessu máli er tengd- ur eins og fram kemur hér á eftir, ákafur í að þetta mál verði kynnt hér. Þar að auki hefur utanríkis- ráðuneytið lýst þeim vilja sínum að málefni og sam- skipti íslendinga og Cabo Verde manna verði kynnt þar sem því verður við komið. Eins og þið sjálfsagt allir vitið, eru Cabo Verde eyjar litlar eyjar úti fyrir vesturströnd Afríku, ca. 4000 km2 að stærð samanlagt, 10 eyjar. Þarna var í eina tíð landbúnaður aðalatvinnuvegur, kaffi var aðalútflutningurinn, síðan hefur það gerst að orðið hafa miklir þurrkar á undanförnum árum, það rigndi þar síðast 1967 og sem rökrétt og ófrá- víkjanleg afleiðing af því er að landið er í auðn. Þar er varla nokkur landbúnaður lengur, nema lítils- háttar með áveituvatni, sem dælt er upp úr jörðinni. Það vatn minnkar nú sjálfsagt óðfluga eftir 12 ára þurrk, enda eru menn óttaslegnir að ganga mjög nærri grunnvatninu, þar sem þeir óttast það að þeir fái fyrr eða síðar, og jafnvel frekar fyrr, salt- vatn upp úr borholunum. Þarna eru tiltölulega litlar fiskveiðar, þarna eru um 3000 fiskimenn, sem veiða um 10.000 tonn. í heild er talið að um 20.000 manns hafi lifibrauð af fiskveiðunum, en þarna er örugglega hægt að veiða mjög verulegt magn af fiski, ef tæki og kunn- átta væru fyrir hendi. Portúgalar fundu Cabo Verde eyjar í kring- um 1460 og settust þar að og voru þær taldar portúgalskt land. Það fór lítið af portúgölsku kven- fólki til eyjanna, aftur á móti fluttu þeir inn fólk frá Afríku, svart, en Portúgalar sem fyrir voru upplituðu svarta kynstofninn nokkuð fljótt, þannig að þetta er blandaður kynstofn og þetta er dug- legur kynstofn. Það fólk sem hefur farið burt til annarra landa hefur reynst ákaflega dugandi, en núna eins og er munu sennilega vera um 2/ eyja- skeggja annarsstaðar en heima hjá sér. Atvinna er nánast engin, ibúar eru einhversstaðar á milli 350 og 400 þús., 86% af þeim teljast stunda land- búnað, en það er því sem næst enginn landbúnaður. Mikill fjöldi þeirra 14% sem ekki teljast stunda landbúnað er atvinnulaus, þarna eru 3000 sjó- menn og nokkrir aðrir sem hafa einhverja at- vinnu af fiskvinnslu eða samtals um 20.000 manns einhverja atvinnu eða eitthvert lífsframfæri af sjáv- arútvegi. 90% af þeim matvælum, sem þeir neyta er þeim sent af alþjóðastofnunum, ókeypis, og þetta er sannarlega ekki allt matur, sem þeim hentar. Það er alveg greinilegt að það er nokkuð mikið gert að því undir svona kringumstæðum að senda fólki matvörur, sem standast ekki kröfur á aðra markaði. Landið fékk sjálfstæði árið 1975 og landsbúar hafa geysilega mikinn hug á því að reyna að bjarga sér sjálfir, rétta úr kútnum. Þá tekur það sárt að þurfa að lifa á öðrum og þeir hafa mikinn hug á þvi að bjarga sér sjálfir og þeir hafa, eina þjóðin i veröldinni, óskað sérstaklega eftir aðstoð íslend- inga. Þeir hafa óskað eftir aðstoð íslendinga við að koma upp fiskveiðum og fiskiðnaði. Það er nú nokkurnveginn ljóst að það er mikill fiskur þarna í kring. Það halda því margir fram að við suðvestur- horn Afríku séu jafnvel einhver auðugustu fiski- mið í heimi. Það eru fyrst og fremst hrossamakríll og hugsanlega aðrir göngufiskar, uppsjávarfiskar, en landgrunn þarna er tiltölulega lítið, það er eitt- hvað kannske kringum 10.000 km2, og landgrunnið er líka auðugt að botnfiski, mjög góðum matfiski. En eins og er þá eru veiðiaðferðir þeirra mjög frum- stæðar og þeir ná tiltölulega litlum árangri í sinum veiðum. Fiskvinnsla er nánast ekki til. Árið 1976, rúmu ári eftir að þeir fengu sjálfstæði, þá snéru þeir sér til íslendinga með beiðni um aðstoð, aðstoð við að koma upp fullkomnum fiskveiðum og fisk- verkun. 1977 fór Baldvin Gíslason skipstjóri þarna suðureftir til að skoða ástandið og möguleika. Hann komst að þeirri niðurstöðu að við gætum gert verulegt gagn með tiltölulega litlum tilkostnaði. Síðan hefur það mál legið í salti, þangað til nú á þessu ári að þeir Cabo Verde menn óska eftir því í annað sinn að athugaðir séu möguleikar á áfram- haldi á þessu og núna í haust fóru þarna suðureftir til að athuga málin frekar, þeir Einar Benediktsson sendiherra í París, Birgir Hermannsson skipstjóri, starfsmaður Fiskifél. ísl. og ég. Már Elisson, fiski- málastjóri, hugðist fara líka, en á síðustu stundu forfallaðist hann, þannig að hann komst ekki með. Ofangreindir menn gerðu tillögu um að senda suðureftir eitt skip með fjölbreyttum veiðarfærum, ca. 200 lestir að stærð, og reiknað var með að sent yrði nokkuð gamalt skip, en þó í sæmilegu ástandi, sem yrði eftir þarna suðurfrá að tilraunum loknum. Með þessu skipi yrði sendur skipstjóri, vélstjóri og útgerðarstjóri og þeir skyldu starfa að því að kenna heimamönnum veiðar, bæði hringnótaveiðar og botnvörpuveiðar og reyndar humarveiðar i 16 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.