Ægir - 01.01.1980, Side 31
er okkar líka. Islendingar sigldu fyrstir þjóða um
allt þetta svæði og þarf ekki annað en vitna í
Hauksbók og athuga siglingafjarlægðir þar, sem til-
greindar eru milli landa. Þær eru svo furðulega
nærri lagi eftir mælingum nútíma mælitækja, að
ekki leikur nokkur vafi á því að þær eru gefnar
upp af mönnum, sem sigldu þessar leiðir. Þar að
auki má svo minna á samning þann, sem íslend-
ingar gjörðu við Ólaf Haraldsson Noregskonung,
þar segir m.a. um undanþágu frá landauragjald-
inu: „Ekki skulu þeir landaura gjalda, sem sæhafa
verða í Noreg, sem veður sleit frá landi, er þeir
vildu færa skip sín milli hafna, né þeir sem verið
höfðu í landaleitan“. Það er því auðsætt, að þeir
stunduðu að ráði landkönnun og landaleitan,
annars hefði það ekki verið sett inn í þennan
milliríkjasamning. íslendingar voru fyrstir þjóða
sem sigldu um hinn svokallaða Tröllabotn, þ.e.
hafsvæðið milli Austur-Grænlands annarsvegar og
Norður-Noregs og Svalbarða hinsvegar. Nansen
heldur því fram í bók sinni „Tokeheimen" að
trúin á land þar norður af hafi staðið á góðum
líkum og hreindýr hafi verið þar þegar íslendingar
komu þangað 1194. í sjö ísl. annálum er getið
um fund Svalbarða. Að áeggjan Gorms konungs
sigldi íslendingur að nafni Þorkell aðalfari á þessar
norðlægu slóðir og kannaði Gandvíkursvæðið.
Björn á Skarðsá segir frá ferðum íslendinga norður
í höf og eyjum, sem þeir fundu þar í þeirri för.
Guðbrandur biskup staðfestir þessa sögu eftir
gömlum máldagabókum. í sögu Magnúsar laga-
baetis er því haldið fram að íslendingar hafi farið
norður í Tröllabotn á stjórnarárum hans. Ekki
komust þeir nógu langt norður vegna ísa, eftir
harðan vetur. Guðbrandur biskup segir það verið
hafa 1279, eftir þeim gögnum, sem hann hafði
handbær.
Eyja sú sem síðar var kölluð Jan Mayen fannst
frá íslandi 1289, eftir ísl. annálum. Þegar fram
hða stundir og hvalveiðar Evrópuþjóða færast
norður í haf, allt norður að Svalbarða eftir ísa-
lögum, barst svo leikur sá vestur með ísröndinni,
varð þá þessi eyja á vegi þeirra, eins og lesa má
1 bók Lubbocks „Arctic Whalers“. Aðgangsmestir
v°ru Englendingar og Hollendingar. Á milli þeirra
stóð hálfgildings styrjöld í nokkur ár. Þeir síðar-
nyfndu urðu það athafnasamir, að þeir gjörðu
ser bækistöð þar í landi. Á þeim árum komst það
nafn sem enn er á þessari eyju á hana og ber nafn
e'ns forustumanns Hollendinga. Englendingar
halda því fram að þeir hafi verið á undan að
helga sér eyna og kölluðu hana Trinity Island.
Þeir sendu líka rannsóknarleiðangra norður í höf,
1606, 1608 og 1610. Fyrir þessum ferðum var hinn
frægi maður Henry Hudson. í fyrstu eða annarri
ferð sinni kom hann við á íslandi og fékk sér
þar leiðsögumann. Það segir sína sögu, ekki hefir
sá mikli maður vantreyst íslendingi til stórræðanna.
Það er fullvíst að-íslendingar fóru á fyrri öldum
norður til Grænlands og norður í ísinn til veiða.
Enda er fjarlægðin ekki ýkja mikil. „Dægur-
sigling (24 tímar) eru úr Kolbeinsey norður til
Grænlandsóbyggja“ segir í hinni fornu siglinga-
lýsingu. Með öðrum orðum innan við 180 sjó-
mílur mælt í nútíma mælieiningum. Hvers vegna
skyldu menn hafa vitað þetta nema af því að þeir
sigldu þessa leið og það margar ferðir, því að
mælieining var ekki ákveðin eftir einni ferð, heldur
af meðaltali margra ferða þegar vegalengdir voru
mældar með dægursiglingum. Þeir gátu hafa fengið
kynni af þessari eyju í veiðiferðum eða landa-
leitan sinni norður í Tröllabotn. En hvað um það,
1289 segja annálar að hún hafi fundist frá íslandi.
Bæði Flateyjarannáll og Höyersannáll.
Á þeim tíma sem hér um ræðir, voru Norð-
menn ekki enn farnir að veiða í ísnum, hvorki
hval né sel, þótt þeir yrðu liðtækir við slíkar
veiðar síðar. En áðurnefnda eyju notuðu þeir ekki til
þeirra veiða.
íslendingar hafa sótt rekavið til Jan Mayen
og nýtt hana að því leyti og á síðari árum
hafa þeir veitt loðnu í nálægð hennar. Að sjálf-
sögðu mætti nýta fiskimið hennar til veiða á botn-
ftski og síld líka. Grunnin kringum eyna eru skörð-
ótt og ójöfn, með djúpum álum. Norðan að henni
er yfir 1000 faðma dýpi alveg upp að landi, en þar
er strandberg. Sunnan við hana er aðgrunnt og um
30 sjómílur út á 100 faðma dýpi. Þaðan dýpkar
svo niður á 500 faðma á um það bil 100 sjóm. svæði í
áttina á Langanes. í átt til Grænlands eru svo
grunn ofan við 500 faðma. Austur af eyjunni
er svo meira dýpi og dýpkar fljótt niður fyrir
500 og síðan í 1500 faðma niður í Noregsálinn,
sem helst langleiðina að landgrunni Noregs.
Það sem Fiskifélag íslands þarf að gjöra við
fyrstu möguleika, er að fá því framgengt að gjört
verði sjókort af Jan Mayen svæðinu, sem ftskimenn
geta reitt sig á, því þangað hlýtur sóknin að liggja
á næstu árum, til fleiri fanga en eftir loðnunni.
Þar að auki þarf að fylgja eftir því sem Jón
Þorláksson og Tryggvi Þórhallsson höfðu byrjað á
í Jan Mayen málinu.
ÆGIR — 19