Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 34

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 34
Nokkrir Nýfundanlandsmenn hafa stofnað með sér félagsskap sem þeir kalla „Þorskfriðunga“ og hafa „Grænfriðunga" sér til fyrirmyndar (Cod- peace - Greenpeace). Eina málið sem „Þorsk- friðungar“ hafa á stefnuskráð sinni er verndun þorsksins gegn hinu hryllilega fjöldamorði sem sel- urinn fremur á þessari göfugu dýrategund. Til athugunar er að gera þennan félagsskap að alþjóðasamtökum og Sameinuðu þjóðirnar hafðar til hliðsjónar og fyrirmyndar. Yrðu þá skeleggir áróðurs- og fjölmiðlamenn ráðnir að stofnuninni til að skýra heiminum í smáatriðum frá hvernig þessi voðaverk fara fram. Munum vér íslendingar vafalítið verða manna fyrstir til að fagna slíkum samtökum og gerast meðlimir. Að öðru leyti er vísað til ályktunar síðasta Fiskiþings um selveiðar sem birtist hér í blaðinu. * Einkunnarorö þorskfriðunga. Með tilkomu 200 sjómílna fiskveiðilandhelgi flestra strandríkja heims spáðu margir fiskveiði- sérfræðingar því, að fiskveiðar myndu stórlega dragast saman. Þessir spádómar hafa sem betur fer ekki farið eftir, en hið gagnstæða er að koma fram. Að vísu drógust fiskveiðar aðeins saman á árinu 1977, en þá féll alheimsveiðin úr 74,7 milljónum tonna árið áður, í 73,5 milljónir. Á árinu 1978 hafa fiskveiðar heims mjög líklega farið yfir 75 milljón tonn og er það nýtt heimsmet. Gert er ráð fyrir að á nýliðnu ári hafi aflinn verið mjög svipaður og 1978, þó ívið meiri, svo vænta má að heimsmetið hafi enn á ný verið slegið. Á þessum árum hafa hinar hefðbundnu fiskveiðiþjóðir leitast við, með misjöfnum árangri, að finna full verkefni fyrir veiðiflota sína. Bestan árangur hefur sú stefna gefið, að leita eftir samningum við þær þjóðir sem ráða yfir fengsælum fiskimiðum, en skemmra eru á veg komnar á þessu sviði, um samvinnu í sjávar- útvegi og þjálfun innfæddra, gegn leyfi til að fiska innan fiskveiðilögsögu viðkomandi ríkis. Norðmenn hafa gerst aðsópsmiklir í Jan Mayen málinu á þessu nýbyrjaða ári og hafa auknar loðnuveiðar á því hafsvæði í huga. Hóta þeir öllu illu, ef af okkar hálfu verður ekki staðið við þau veiðitakmörk sem álitið var að íslenski loðnustofninn myndi þola á yfir- standandi veiðiári, en eins og menn muna þá voru áætlanir þær um veiðiþol loðnunnar sem hér um ræðir gerðar í upphafi sumars og voru þá alls ekki fyrir hendi fullnægjandi upplýs- ingar um hvað síðar myndi verða, en veiðiþol fiskstofna hlýtur að vera í stöðugri endur- skoðun. Ein mestu mistök okkar í samskiptum við Norðmenn, fyrir utan að semja ekki við þá strax í fyrravor um skiptingu afla á þessu svæði, var að leyfa þeim að komast upp með að láta líta svo út sem þeir hafi hætt veiðum við Jan Mayen á síðastliðnu sumri vegna friðunarað- gerða og umhyggju fyrir loðnustofninum. Staðreyndin er, að Norðmenn veiddu alla þá loðnu sem þeir mögulega gátu drepið með góðu móti þarna norðurfrá og hættu ekki veiðum, eða sýndu tilburði í þá átt, fyrr en loðnan hafði dreift sér og var ekki lengur í veiðanlegu ástandi. íslensku loðnuveiðiskipin fóru þarna norðureftir þegar kippti undan eftir góða veiði í upphafi vertíðar hér við land. Fundu þau lítið sem ekkert, utan dreifð og peðrur, og þó eitt eða tvö skip hafi náð þarna túr með því að lemja á þessu, þá er eins víst að Norð- menn hefðu ekki kastað á þann peðring. Loðnu- nætur eru orðnar það dýrar að menn geta 22 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.