Ægir - 01.01.1980, Side 35
ekki lengur leyft sér að kasta á hvað sem
er til að fylla báta sína með tugum kasta.
Krefjast Norðmenn þess nú að við höldum
okkur við 600.000 tonna mörkin, án tillits til
útkomu síðustu loðnurannsóknarleiðangra og
endurmats á stofnstærðinni. í þessu sambandi
er vert að minna á það, að sjálfir hafa þeir
veitt um 20% af þessum 600.000 tonnum, eða
125.000 tonn, og að það er aðeins á tveimur
síðustu sumrum sem þeir hafa stundað loðnu-
veiðar við Jan Mayen og veitt úr íslenska
loðnustofninum. Mætti ætla að lítill ágóði sé
að því fyrir Norðmenn að sækja loðnuna alla
þessa leið og hafi litla sem enga efnahagslega
þýðingu fyrir þá og fer því ekki hjá því að við
íslendingar höfum tilhneigingu til að líta á
þessi mál öll sem gleypugang og yfirgangs-
semi af þeirra hálfu, jafnvel sem óbeina árás á
íslenskt efnahagslíf. Samtök sjómanna og út-
vegsmanna í Noregi halda uppi linnulausum
þrýstingi á stjórnvöld til að lýsa yfir 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu við Jan Mayen. Þykir
þeim hægt ganga og hóta hörðu ef ekkert
afgerandi hefur komið fram á þeim vettvangi
fyrir lok janúar. Hótanir þessar, sem m.a. fela í sér
lokun hafna og að hefja veiðar við Jan Mayen nú
þegar, eru þó ekkert annað en fyrirsláttur, þar eð
vetrarloðnuveiðar þeirra í Barentshafi eiga að
hefjast á sama tíma, og ótrúlegt að loðna sé í veiðan-
legu ástandi við Jan Mayen, og jafnvel stórhættu-
legt að stunda þar veiðar á þessum árstíma. Þetta
vita þeir jafnvel og við. Alvarlegasta vandamálið
sem við stöndum frammi fyrir, eins og sakir standa,
er að norðurhluti íslandshafs skuli vera opinn
hverjum sem er til veiða.
Eins og áður hefur skýrt frá hér, hefur tví-
lembingatrollið þótt fiskisælt og átt vaxandi
vinsældum að fagna meðal fiskimanna í ná-
grannalöndum okkar. Helstu kostir tvílemb-
•ngatrollsins eru, að nýting smærri báta hefur
aukist og afkoma þeirra batnað, hlerar eru ekki
notaðir og minnkar mótstaðan í sjónum þar af
leiðandi stórlega og olía sparast, en opnum
vörunnar er tiltölulega mikil. Þar til fyrir
skömmu þótti nauðsynlegt að velja saman sem
áþekkasta báta að stærð og vélarafli, en með
tilkomu samhæfðra togvindna, þar sem hægt er
að stilla nákvæmlega sama átak á togvír hvors
báts, hefur þetta stærsta vandamál við tví-
lembingatrollið verið leyst.
Eftirfarandi uppdrættir sýna /Á
í aðalatriðum aðferðina við
að kasta tvílembingatrolli.
Staða I. Tengivírnum slak-
að út. Bátur 1 heldur stöð-
ugri stefnu og um 2ja sjó-
mílna hraða. Bátur 2 tekur
baujuna og lásar togvír
sínum í tengivírinn.
?A
UnJ
Staða II. Gengið frá
vírunum. Meðan bátur
1 heldur hraða og
stefnu stöðugri, eykur
bátur 2 hraða sinn þar
til hann er þvert af bát
1, og heldur sig síðan
samhliða honum í 30
til 40 faðma fjarlægð.
A
í
30-40 fm.
xU
Staða III. Togvírinn dreginn
yfir. Bátur 1 slakar út vörp-
unni og gröndurum. Sam-
tímis er tengivírinn dreginn
til baka ásamt togvír báts 2.
Staða IV. Grandarinn dreg-
inn til baka. Togvír báts 2
lásað í grandarann og hon-
um sleppt. Vírarnir jafnaðir.
Staða V. Köstun.
Stefnunni breytt um
tvö strik frá hvor öðr-
um og hraðinn aukinn
upp í u.þ.b. 6 sjó-
mílur.
Staða VI. Á
togi.
oo«-n—
/1\ n\
r
JT_
ÆGIR — 23