Ægir - 01.01.1980, Side 40
2-4. Athyglisvert er innstreymi af hlýjum sjó víða
á A-grænlenska landgrunninu.
Á íslenska hafsvæðinu var sjávarhitinn í 50
metrum fyrir neðan meðalhita (Stefánsson 1962).
Var hitastig um 1°C fyrir neðan meðaltal S og V
af fslandi og 2-3° C fyrir neðan meðalhita N og A af
landinu (Hjálmar Vilhjálmsson og Eyjólfur Frið-
geirsson 1976). Það sama gilti fyrir hitann í 100
metrum, en í 20 metrum var þessi munur minni
vegna yfirborðsupphitunar. Þess skal getið að hin
sterku pólsævaráhrif á hafsvæðinu N af íslandi í
maí-júní 1979 (An.C.M. 1979/H:59) voru ennþá
fyrir hendi í ágúst, a.m.k. fyrir austan Kolbeins-
eyjarhrygg. Slíkt ástand er mjög óhagstætt fyrir
næringarefni, frumframleiðslu og fæðuskilyrði á
þessu hafsvæði.
Því má segja að í ágúst-september 1979 hafi
yfirborðshitinn í Grænlandshafi verið nálægt
meðallagi. Á íslenska landgrunnssvæðinu var hann
nú fyrir neðan meðallag, einkum úti af N og A-
ströndinni. Á hafssvæðinu N af íslandi höfðuísskil-
yrði síðvetrar og um vorið 1979 verið þau óhag-
stæðustu síðan á ísárunum 1965-1971. Þrátt fyrir
það var þetta hafsvæði svo til íslaust í ágúst-
september 1979 og hið sama gilti um A-græn-
lenska svæðið. Stórir stakir borgarísjakar voru í
rauninni eini ísinn sem vert er að geta.
Dreiílng og íjöldi fiskseiða
Fiskseiðalóðningar eru sýndar á 5. mynd. Að
svo miklu leyti sem unnt er voru lóðningar af
öðrum lífverum, t.d. kolmunna, sandsíli, loðnu,
marglyttum, ljósátu og öðru dýrasvifi reiknaðar
frá fiskseiðalóðningum á íslenska svæðinu. Einnig
var talsvert um ýmsar aðra smáfisktegundir og
ungstig þeirra í Grænlandshafi, við A-Grænland og
við vestanvert S-land í ágúst-september 1979 og
hefur lóðningum sem af þeim stafa, einnig verið
sleppt.
Almennt voru lóðningar á íslenska hafsvæðinu
talsverðar og miklu meiri en 1978. Þar sem hlutur
ýmsra mikilvægra tegunda eins og t.d. þorsk- og
28 — ÆGIR