Ægir - 01.01.1980, Blaðsíða 41
ýsuseiða var tiltölulega smár, má líta svo á að
þessar lóðningar endurspegli fyrst og fremst dreifíngu
og þá sérstaklega fjölda loðnuseiða. í Grænlandshafi og
við A-Grænland gáfu lóðningarnar til kynna dreif-
ingu og hve lítið var af karfaseiðum, en jafn-
framt rek loðnuseiða vestur yfir Dohrnbanka-
svæðið til A-Grænlands.
Þorskur
Útbreiðsla og fjöldi þorskseiða er sýnd á 6. mynd
og heildarfjöldi þeirra í 1. töflu.
1. tafla. Fjöldi þorskseiða (x 10 ~6).
A-Grænl./ fsland
Dohrnbanki SA SV V N A Samt.
1.9 + 0.9 21.8 344.8 0.2 369.6
Heildarfjöldi þorskseiða (3 69,6 x 106) er nokkru
lægri en meðaltal áranna 1970-1978. Að venju var
mest um þau á hafsvæðinu fyrir norðan land, og í
ár var raunar lítið af þorskseiðum annarsstaðar.
Hluta seiðanna hefir rekið yfir Dohrnbankasvæðið
til A-Grænlands.
Lengdardreifing þorskseiðanna er sýnd á 7.
mynd. Almennt voru þau mjög smá og að jafnaði
10-15 mm smærri en undanfarin ár. Aðeins vestast
á útbreiðslusvæðinu (vestur af Horni) fundust
þorskseiði af eðlilegri stærð miðað við þennan
árstíma.
Borið saman við undanfarin ár, var ástand
seiðanna svo lélegt, að óttast er að það kunni að
hafa óeðlilega háa dánartölu í för með sér. Aðeins
einu sinni áður, þ.e. 1975, hefur meðallengd
þorskseiða verið minni en 40 mm. Þó sýna afla-
skýrslur, að nýliðun úr 1975-árganginum er í
meðallagi. Með tilliti til þessa er hugsanlegt að
1979 árgangurinn komi betur út en seiðarann-
sóknirnar árið 1979 benda til.
Ýsa
Lítið fannst af ýsuseiðum sunnan íslands. Mest
var um þau við Vestfirði og vestanvert N-land.
ÆGIR — 29