Ægir - 01.01.1980, Síða 45
seiðanna frá einum stað til annars (13. mynd) var
ekki eins breytileg og árið 1978, en þó athyglisverð.
Karfaseiðin voru miklu minni á svæðum þar sem
lítið var um þau, sérstaklega í miðju og austan-
verðu Grænlandshafi. Hinsvegar voru þau miklu
stærri meðfram A-Grænlandi. Þetta er vísbending
um, að þau fáu karfaseiði sem fundust í miðju
og austanverðu Grænlandshafi, séu frá seinna
goti, en megnið af seiðunum við A-Grænland séu
hinsvegar frá aðalgotinu.
í þessum leiðangri var í fyrsta sinn gerð tilraun
til að aðgreina karfaseiðin í Grænlandshafi og við
A-Grænland eftir tegundum. Notuð var grein-
ingaraðferð Vilhelmínu Vilhelmsdóttur (Magnús-
son 1979). Samkvæmt þessu voru um 38,7% seið-
anna karfi (S. marinus).
Aðrar tegundir
Að vanda fengust seiði fjölda annarra tegunda
en þeirra er hér hafa verið nefndar, einkum á land-
grunnssvæðum íslands og A-Grænlands.
Kolmunni
Kolmunnaseiði fengust nú á tveim stöðum við
A-Grænland í fyrsta sinn svo vitað sé. Stærð
seiðanna var frá 75-92 mm, og meðallengdin var
85,6 og 86,5 mm.
Spærlingur
Spærlingsseiði finnast yfirleitt á landgrunns-
svæðinu S og V af landinu. Hlutur þeirra í seiða-
aflanum er oftast heldur lítill nema á takmörkuðu
svæði í Breiðafirði, þar sem aflinn getur farið yfir
100.000 spærlingsseiði á togmílu. Árið 1979fundust
aðeins fáein seiði þarna og við S-land. Meðal-
lengdin var 36,5 mm.
Lýsa
Lítið fannst einnig af lýsaseiðum og helst S og V af
landinu. Mestur afli fékkst sunnanlands (56 lýsu-
seiði á togmílu).
CAPELIN 879
\\) • 1000
'////. iooo-ioooo
fíjjiílílj 10.000-100000
64*
62*
9. Fjöldi og útbreiðsla loðnuseiða
(fjöldi / togmílu).
ÆGIR — 33