Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1980, Síða 48

Ægir - 01.01.1980, Síða 48
fiska, sérstaklega á Walloebanka, þar sem engin grálúðuseiði veiddust í seiðavörpuna. Stærð seið- anna var frá 38 til 82 mm og meðallengdin var 67 mm. Þrjú lúðuseiði fengust á einum stað við V-land. Skrápflúra var allsstaðar kringum landið og með- fram A-Grænlandi. Fjöldi þeirra var stundum all- mikill. Langlúra fannst í seiðaaflanum við SA-, S-, og V-ísland, en fjöldi þeirra var aðeins í meðallagi. Árið 1978 var mikið um þau. Áttstrendingur og marhnútur Áttstrendingaseiði fundust í meira magni en venja er til og útbreiðslusvæðið við A- og N-ísland var miklu stærra en á undanförnum árum. Töluverður fjöldi marhnútaseiða fannst nú í fyrsta skipti síðan seiðarannsóknir þessar hófust. Útbreiðslu- svæðið var það sama og fyrir áttstrendingsseiðin. Beggja tegundanna varð líka vart á A-grænlenska svæðinu og var fjöldi þeirra þar einnig meiri en á fyrri árum. Heimildir: 1. Anon., 1979: Report on the 0-group fish sur- vey in Icelandic and East-Greenland waters, August-September 1979. ICES S.M. 1979/H:31. 2. Anon., 1979: Report on joint Soviet-lcelandic investigations on hydrobiological conditions in the Norwegian Sea and Icelandic waters in May-June 1979. ICES, C.M. 1979/H:59. 3. Hjálmar Vilhjálmsson, Vilhelmína Vilhelms- dóttir og Eyjólfur Friðgeirsson: Fjöldi og út- breiðsla fiskseiða í ágúst 1978. Ægir, 3. tbl. 1979. 4. Magnússon, J.V., 1979: Identification of Sebast- es marinus, Sebastes mentella and Sebastes vivi- parus in O-group redfish (Preliminary report) ICES/ELH Symp./SD:8. 5. Stefánsson, U., 1962: North Icelandic Waters. Rit Fiskideildar 3. 6. Vilhjálmsson, H. and Friðgeirsson, E. 1976: A review of O-group surveys in the Icelandic- East Greenland area in the years 1970-75. Coop. Res. Rep. 54, ICES. FRÁ LESENDUM Um rafmagnsvegmæla Hr. ritstjóri. í 10. tbl. Ægis 1979 er grein um rafeindatæki á fiskiskipum, er sagt að rafurmagnsvegmælar hafi fyrst komið með nýsköpunartogurum. í síðustu heimstyrjöld sigldi ég sem stýrimaður og skipstjóri á þeim góða togara Arinbirni Hersi sem Kveldúlfur átti, sá stóri togari var byggður í Selby, Englandi, 1919 og var kolakynntur. Skip- stjóri var sá góðir drengur Karl Jónsson. Gekk honum mjög vel að fiska, hafði úrvalsmannskap og félagsandi eins og hann getur verið bestur. Eitt sinn er við vorum að paufast áfram ljóslausir i Norðursjónum, kemursáerlas ávegamæli ogsegir stóra stöng vera á bátapallinum og á enda hennar sé vegmælismaskína. Allt var þetta satt og rétt, tréstöng eða bóma ca 2-3 m. löng lá á bátapallinum. Hvernig stöngin hefur komist um borð veit enginn, en til að komast milli skipa hefur þurft að vera stutt bil á milli, en ekki sá á neinu hjá okkur, svo þarna hefur hurð skollið nærri hælum. Þegar komið var til Hull var nýi vegmælirinn settur upp og frá honum lögð rafurmagnsleiðsla fram í brú, og losnuðu menn þar með við að fara aftur á bátapall til að sjá á vegamæli, nú gátum við séð á hann upp í brú. Ekki var þessi mælir full- kominn, það þurfti bæði línu og flundru eins og á gömlu vegmælunum, en það var léttir að þessu. Þótt þetta sé ekki stórmál, máske ekkert mál, þá er þetta rétt og satt. Kær kveðja, Guðmundur Guðmundsson, Unnarbraut 14. Seltjarnarnesi. 36 — ÆGIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.