Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 65

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 65
Fundur um síldveiðar með skipstjórum og útgerðarmönnum Hinn 28. sept. s.l. boðaði stjórn Fiskifélags fs- lands alla skipstjóra síldarnótaveiðiskipa til fundar í húsakynnum félagsins til umræðna um meðferð síldarafla, hentugar aðferðir til sýnatöku vegna smásíldar, mat á síld o.fl. Á fundinn mættu 20 skipstjórar og útgerðarmenn. Fiskimálastjóri setti fundinn og bauð menn vel- komna og gerði stuttlega grein fyrir ástæðum þeim er lágu til boðunar fundarins. Hann sagðist hafa ósk- að eftir því að Hafrannsóknastofnunin og Síldarút- vegsnefnd sendu fulltrúa á fundinn, en því miður hefði enginn getað mætt frá þeim, en hinsvegar væri forstjóri Framleiðslueftirlits sjávarafurða mættur og myndi hann svara fyrirspurnum fundarmanna. Síðan fór fiskimálastjóri þess á leit við Þorstein Gíslason varafiskimálastjóra að hann tæki að sér fundarstjórn sem hann gerði. Gaf síðan Herði Þór- hallssyni skipstjóra frá Húsavík orðið og birtist framsöguræða hans hér á eftir: Framsöguræða Harðar Þórhallssonar „Góðir fundarmenn, eflaust finnst ykkur skrítið að skipstjóri að norðan sem þekkir sárafáa skip- stjóra og er þar af leiðandi í mjög litlu sambandi við þá, utan þess tíma sem síldveiðarnar standa yfir, skuli eiga að freista þess að opna hér umræðurnar, sem væntanlega verða fjörugar og skemmtilegar, og ekki skal ég verða neitt viðkvæmur þó þið verðið mér ekki sammála. Því, eins og áður er vikið að, er ég talsvert einn á báti í ykkar hópi og tel því erindi mitt engan vegin stefnumarkandi álit skipstjóra síld- veiðiflotans. Þó ég hafi ástæðu til að álíta að skoð- anir mínar falli að ýmsu leyti að skoðunum ykkar ef marka má viðbrögð ýmissa skipstjóra er hafa haft samband við mig eftir að grein, sem ég skrifaði í Ægi í vetur, kom út. Þessi grein mun fyrst og fremst vera ástæðan fyrir því að forráðamenn Fiskifélags- ins stoppuðu mig af er ég var að koma frá útlöndum og báðu mig að vera hér á þessum fundi með erindi. Nú hef ég ekki verið á landinu síðustu vikur og því ekki fylgst með umræðum sem orðið hafa hér um verðákvörðun síldarinnar né aðra þætti veiðanna og verður því erindi þetta eflaust að mörgu leyti keimlíkt grein minni í Ægi í vetur. En látum nú þennan inngang nægja og snúum okkur að efninu. Um þá spurningu hvers vegna skipstjórar vilja fara á síldveiðar ætla ég ekki að ræða nú—svari hver fyrir sig. Þó vil ég ekki gera lítið úr þeirri þjálfun og reynslu sem skipstjóramir öðlast í notkun asdictækja og veiði annarra uppsjávarfiska en síldar. Og ekki er ég hlynntur því að stóru yfirbyggðu loðnuskipin taki að sér þessar veiðar, þó svo ég efist ekki um hæfni þeirra til þess. Þá ber þess að geta að loðnuflotinn hefur haft góða afkomu, en síldveiðin er nú þegar orðin einn öflugasti rekstrarþátturinn í útgerð fjölda báta af stærðinni frá 120 - 250 lestir, en af- koma þessara báta er mjög erfið um þessar mundir. Eins skulum við taka mið af því að nær öll skipin sem fara til síldveiða fara frá þorskveiðum og gefa því talsverða friðun. Loðnuskipin væru hinsvegar tekin frá loðnuveiðum á þeim tíma sem loðnan er í mestu verði og besta hráefnið. Eins efast ég um áhuga þeirra til að kaupa sér aðgöngumiða að síldveiðum á þeim tíma, sem síldveiðar eru leyfðar og vil ég lýsa furðu minni á þeim tillögum sem birtust í fjöl- miðlum í vor og voru kenndar við Jakob Jakobsson fiskifræðing, sem ég harma mjög að ekki getur verið hjá okkur í dag, því ég þykist vita að margir ykkar hefðu átt ýmislegt vantalað við hann. Sem sagt að mínu mati voru þessar tillögur fáránlegar og tel ég engin skip betur að þessum veiðum komin heldur en fyrrnefnda báta. Nú hefur oft heyrst að alltof dýrt hafi verið að koma þessum bátum á veiðarnar. Þetta vil ég full- ÆGIR — 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.