Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 66
yrða að sé ekki rétt. Flestir þessir bátar voru á sínum
tíma byggðir sem síldarskip og áttu flestir ef ekki
allir allan útbúnað, svo sem blakkir og jafnvel dæl-
ur, eða þá að verið er að nota blakkir og dælur
sem voru annars of litlar fyrir loðnuflotann. Um
næturnar er það að segja að ekki veit ég til þess að
nokkur ný síldarnót hafi verið sett upp, í stað þess
eru notaðar nætur sem settar voru í land þegar síld-
veiðum var hætt í norðurhöfum ogfjöldinn af þeim
reyndist í ágætu ástandi, þó búið sé nú að minnka
flestar þeirra og að mínu mati hlýtur það að teljast
þjóðhagslega hagkvæmt að nýta þá fjármuni sem
liggja í þessu öllu. Eins skulum við minnast þess
að nær öll þessi skip voru byggð sem síldarskip og
henta alls ekki verr við þessar veiðar en aðrar veiðar
sem þau nú stunda og mörg hver eru alls ekki
skemmtileg né heppileg við þær veiðar sem þau nú
stunda.
Um smásíld og smásíldardráp leyfi ég mér að lesa
kafla úr grein minni í Ægi í vetur, því enn er ég sömu
skoðunar og þar kemur fram.
„Ýmislegt má gera til að hamla gegn smásíld-
ardrápi og vil ég þá fyrst nefna að betur mætti
fylgjast með veiðunum en gert hefur verið og
bendi ég á fljótvirkari lokun og opnun svæða,
einnig tel ég að stórauka þurfi síldarleit og að
mínu mati væri nauðsynlegt að eitt leitarskip
a.m.k. væri á miðunum allan tímann, sem veið-
ar eru leyfðar.
Hvers vegna svo mikið var af smásíld í haust
telja margir að sé af því stóra síldin, sem vart
var við í öllum flóum og fjörðum NA og A
lands fram eftir hausti og stórsíldin, sem fréttir
bárust af frá togurum úti fyrir Austfjörðum
síðla hausts, hafi vegna hagstæðra skilyrða á
fyrrgreindum stöðum ekki blandast þeim
sterku árgöngum af smásíld sem voru á miðun-
um á veiðitímanum og þess vegna hafi hlutfall
smærri síldar verið óvenju mikið í aflanum.
Framan af hausti 1977 veiddist nær eingöngu
stórsíld í Lónsdýpi og á því svæði, og er líða tók
á haustið veiddist allgóð síld nær allsstaðar
austan Ingólfshöfða. Haustið 1978 var þetta
allt erfiðara, ef til vill af fyrrgreindum ástæðum
o.fl. og kannski hefði aukin síldarleit getað
bætt þarna nokkuð um.
í fjölmiðlum heyrðist það að 1 kast af hverj-
um 20 hafi verið hirt. Ég kannast ekki við svona
tölur og get t.d. sagt frá minni reynslu, að árið
1977 köstuðum við 12 sinnum og árið 1978
köstuðum við 10 sinnum (3-4 búmmköst bæði
árin) og þeir skipstjórar sem ég hafði mest
samband við, þ.e.a.s. skipstjórar frá Keflavík,
Njarðvík og nokkrir úr Grindavík, höfðu sömu
eða svipaða sögu að segja. Þarn kemur kannski
að því hve fáa skipstjóra ég þekki og því ekki
rétt að fella neinn dóm í þessu máli, en ég vona
að Hafrannsóknastofnuninni hafi gengið það
vel að fá upplýsingar úr dagbókum síldveiði-
skipanna að marktæk niðurstaða fáist í málinu.
í sambandi við samanburð á reknetum og
nót langar mig til að spyrja hvort sú stærð sé
þekkt, sem drepst þegar síldin treður sér í gegn
um reknetamöskva eða festist á kjálkabörðum
og dettur úr netinu þegar farið er að draga.
Nótabátar og reknetabátar voru oft á sömu
miðum og voru að veiða úr sömu torfunum og
var það ósjaldan að skipstjórar rekneta-
bátanna kvörtuðu yfir því að þeir fengju ekki
nærri því þá veiði í netin sem lóðningin hafði
gefið tilefni til og kenndu um smásíld í torfun-
um, sem smjúga mundi netin. Mér hefur verið
tjáð að lítið af síld undir 30 cm og ekkert undir
28 cm komi á land úr reknetum. Hvað verður
um síld 25-30 cm sem treður sér í gegn um rek-
netamöskva, missir hún ekkert hreistur, lifir
hún öll? Þessu er ekki varpað hér fram til að
koma af stað deilum eða óánægju milli rek-
neta- og nótaveiðimanna, þetta eru aðeins hug-
renningar sjómanns, sem hafa fullan rétt á að
sjá dagsins ljós“.
Við þetta vil ég bæta að enn hefur mér borist sú
vitneskja að enn fleiri skipstjórar hafa sömu sögu að
segja og fram kemur í greininni. Þá leyfi ég mér að
gagnrýna þá umsögn Hafrannsóknastofnunar, að
þeir skipstjórar sem svöruðu bréfi Jakobs, þar sem hann
bað um úrdrátt úr dagbókum skipanna, hafi nær
eingöngu verið skipstjórar sem fengu síldina í
fáum köstum og veit ég satt að segja ekki hvaðan
þeim kemur sú hvöt að draga þá ályktun.
Ýmislegt annað getum við skiptsjórar gert til að
minnka smásíldarveiðar og munu eflaust margar
hugmyndir sjá dagsins ljós hér á eftir, t.d. gætum
við oftar tekið sýni meðan við erum að draga, t.d.
þegar „gampalzar“ myndast, og sleppt niður hring-
um, svo síldin komist hindrunarlaust úr nótinni.
Þó viðurkenni ég að þessi aðgerð getur ekki talist
einhlít, því meðan á drætti stendur, sýnist síldin oft
stærri en þegar hún er komin á síðuna. Eins ef við
erum á svæði, sem okkur grunar að sé smásíld á,
54 — ÆGIR