Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 67

Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 67
ættum við oftar að bíða eftir að einn bátur sjái hvaða sort er um að ræða, í stað þess að kasta allir á sömu mínútunni. Þá vil ég aðeins víkja að því þeg- ar við förum út í síðasta túrinn, kannski til að veiða lítinn afla t.d. 20-301. og fáum stórt kast, hvað á að gera við það sem eftir er í nótinni? Mérfinnst jaðra við glæp að henda síldinni. Allir köllum við í næsta bát og bjóðum þeim að hirða úr nótinni, séu aðstæð- ur til, en oft hamlar veður því að þetta sé hægt. Eins gæti maður líka verið einskipa og ýmsar fleiri orsak- 'r gætu valdið því að þetta sé ekki hægt. Samkvæmt síldveiðileyfi segir að umframafli skuli gerður upp- tækur og eðlilega eru sjómenn ekki að standa í erfiði við að hlaða skipin og landa úr þeim án þess að fá nokkuð í aðra hönd. Þá finnst mér að bátarnir mættu framselja aflann til annars báts sem ekki hefur lokið veiðum, þó svo að maður efist um að það sé að skapi sjómanna. Mín tillaga er sú að umframafli yrði gerður upp- tækur að hluta, þannig að mannskapur og útgerð fengju t.d. 50% aflaverðmætisins, hitt yrði gert upptækt. Þá fengju allir nokkra umbun og öll síld sem í nótina kemur kæmi tif skila og úr henni gert verðmæti í stað þess að henda henni. Þessari prósentutölu er kastað hér fram af handahófi og gæti hún eflaust orðið önnur, en hugmyndin er sú sama, þ.e. að allir fái nokkra umbun erfiðis síns og að öll síldin komi á land í stað þess að liggja dauð á botninum. Allir átta sig á að þetta er síðasta veiði- ferð skipsins og prósentan má ekki verða það há að mönnum þyki sérstaklega borga sig að kasta og eyða tima, fé og fyrirhöfn til að fylla skipin. Heyrt hef ég að Þorsteinn Gíslason skipstjóri þekki ein- hverjar aðferðir frá Dönum um upptöku umfram- afla og fróðlegt væri að fá að heyra álit hans á þessu máli. Um verðlagningu sildarinnar sagði ég í grein minni í Ægi: síld yfir 30 cm. Ekki má taka orð mín svo að ég mæli eindregið með því að síld sé verðlögð í þessa stærðarflokka, og gæti ýmislegt fleira komið til“. Enn er ég sömu skoðunar og þama kemur fram um að breyta eigi stærðarflokkunum, þá sérstaklega að sameina í einn verðflokk síld yflr 30 cm. Ekki efast ég um það að margir, sérstaklega kaupendur, segja að þetta sé ekki hægt. Þetta er hægt, að vísu hefur nú verið birt nýtt síldarverð sem grundvallað er á 4 stærðarflokkum væntanlega fyrir þetta haust, en á næsta ári þegar fyrir liggur 3ja ára reynsla af stærðardreifingu síldarinnar, ætti mönnum að vera þetta í lófa lagið. í sambandi við lengdarmælingu síldarinnar verð ég að lýsa því yfir að ég hef oft á tíðum ekki verið ánægður með hana og tel það ekki rökleysu eina. Ekki dettur mér það í hug að ætla nokkrum mats- manni einhverja hvöt hjá sjálfum sér til að breyta niðurstöðum mælinga sinna, heldur hef ég fulla ástæðu til að ætla að tæki þau er þeir nota við mæl- inguna séu ekki nægilega hentug. Þannig er mál með vexti að ég hef fylgst mjög náið með mælingu aflans úr mínum bát nú s.l. tvö haust og finnst mér að setja þurfi ákveðnar reglur um hvernig þessi lengdarmæling skuli framkvæmd svo þetta verði gert eins allsstaðar, en ekki á sinn hvern hátt eftir því hvar maður leggur síldina á land. 1. f fyrsta lagi vil ég að sýnataka til lengdarmæl- inga verði allsstaðar framkvæmt með sama móti. 2. í öðru lagi vil ég að nægilega gott ljós sé þar sem mæling fer fram. En oftar en einu sinni hef ég séð það að prufurnar eru bornar í kössum eða körfum eitthvað afsíðis, svo ekki verði trufl- un af, þar sem t.d. söltun fer fram, og í þessum hornum og skúmaskotum er því miður ekki nærri alltaf nægileg birta. í þriðja lagi leyfi ég mér að gagnrýna þá mæli- stiku sem Framleiðslueftirlitsjávarafurða lætur starfsmönnum sínum í té. Allir hafið þið séð þetta áhald. Þetta er nokkurskonar reglustika úr þunnri álplötu og brett upp á annan endann, síðan er greipt í þessa plötu lengdarkvarði í cm. Nú, hvað er svo við kvarða þennan að athuga? Ég vil sérstaklega nefna tvö atriði. f fyrsta lagi er hann svo léttur að nær ómögulegt er að stöðva hann á kassabrúnum eða öðru slíku. í öðru lagi sjást tölurnar mjög illa eftir að nokkr- „Verðlagning síldarinnar haustið 1978 var mjög til þess fallin að auka enn meira á þann vanda sem samfara er smásíldarveiðum og mér 3. bíður í grun að með verðlagningu sem miðuð hefði verið við þrjá flokka, þ.e.a.s. síld undir 27 cm sem smæsta flokk, 27-30 cm sem mið- flokk og 30 cm og yfir sem stærsta og dýrasta flokk, hefði útkoman orðið allt önnur gagn- vart síld sem sleppt var. Staðreyndin er sú að eins og verkun nótasíldar var háttað í haust sem leið voru verkendur ekkert hrifnir af því að fá allan farminn yfir 33 cm, því þá var hún orðin svo dýr, nær hefði verið að finna út eitt verð á ÆGIR — 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.