Ægir - 01.01.1980, Qupperneq 68
ar síldar hafa verið lagðar á kvarðann og sífellt
þarf að vera að þurrka af honum og sumsstaðar
hef ég séð að matsmenn hafa verið að reyna að
merkja þá upp með tússpenna eða öðru slíku
sér til glöggvunar.
En hvernig á þá góð mælistika að vera? Jú, því er
auðsvarað, austur á Hornafirði hafa matsmenn-
irnir komið sér upp fyrirmyndar aðstöðu við lengd-
armælingu síldar og varð ég sérstaklega hrifinn af
mælistiku þeirri er þar var notuð. Hún var þannig
að álplata með vinkilbotni i annan endann var fest
á borð, þvert yfir þessa álplötu var komið fyrir
öðrum litlum álplötum, ca. 2 mm þykkum, þannig
að síldin var lögð slétt að vinklinum við enda stik-
unnar (þ.e.a.s. haus síldarinnar) síðan var fyrstu
plötunni komið þannig fyrir að ef síldin náði ekki
að fyrstu plötunni fór hún í undirmál, síðan var
platan það breið að hún spannaði yfir neðsta flokk,
því næst var bilið á milli næstu plötu og þar
næstu fyrir annan lengdaflokk og svo koll af kolli. Þetta
orsakar að matsmenn geta haft báðar hendur á síld-
inni og mæla aldrei bogna síld, og vegna þess að
platan er vel föst ráða þeir mjög vel við að stilla
síldina af á stikunni og stinga ekki linum kjaftbein-
um síldarinnar af afli að enda hennar.
Ég lagði upp stóran túr þarna í fyrra og fékk á
hann nokkuð verra lengdarmat en ég hafði átt von
á, en ég fór sannfærður um borð aftur um það að
þarna var 100% farið rétt að hlutunum og tel ég það
mikils virði fyrir alla aðila.
Að síðustu langar mig til að minnast lítillega á
þá grein í leyfinu, sem fjallar um það að ef við fáum
of mikið af smásild megum við veiða allt að 300
tonnum. Mín skoðun er sú að þarna sé um tóma
blekkingu að ræða. Og hef ég lítillega athugað þetta
nú síðustu daga.
Ráðuneytið fór eitthvað á stúfana til að athuga
hvort ekki væri hægt að gera eitthvað til þess að
hamla því að smásíld væri ekki hirt. L.Í.Ú. mun
hafa svarað því til að sjálfsagt væri að hirða alla
síld, fengju skipin aukinn kvóta lentu þau í óhag-
stæðri aflasamsetningu. Þetta fékk góðan hljóm-
grunn hjá embættismönnum og síðan var leitað til
Hafrannsóknastofnunarinnar og þá kemur fram
sú tillaga sem skráð er í leyfið og hljóðar svo:
„Leyfilegur hámarksafli samkvæmt veiði-
leyfi þessu eru 250 tonn. Þó þannig að leyfi-
legt er að veiða umfram 250 tonn allt að 300
tonnum ef aflaverðmæti er lægra en sem svarar
til 250 tonna afla miðað við stærðarsamsetn-
inguna 25% af stærðinni 33 cm og lengri, 25%
af stærðinni 30 að 33 cm, 40% af stærðinni 27
að 30 cm og 10% af stærðinni undir 27 cm. Afli
skal þó aldrei verða meiri en 300 tonn“.
Nú hef ég aflað mér upplýsinga um stærðardreif-
ingu nótasíldar haustið 1978 og þá voru víst allir
nótabátar að veiða smáa og lélega síld eftir því sem
mér skylst.
En hvernig lítur þetta nú út?
stór yfir 33 cm 44%
millisíld 30-33 cm 19%
smá 27-30 cm 24%
undir 27 cm 13%
úrgangur 0
í leyfinu segir til þess að öðlast viðbótarskammt þurfi:
25% í stórt var í fyrra 44%
25% í 30-33 “ 19%
40% í 27-30 “ 24%
10% undir 27 44 13%
Svona fer oft um góðar tillögur. Ég spurði uppi
í ráðuneyti um hlutfallstölur frá því í fyrra, en þær
höfðu þeir ekki. Dettur svo nokkrum ykkar í hug
að aflasamsetningin verði það miklu óhagstæðari
en í fyrra. Nei, þessi grein leyfisins er að mínu mati
alveg út í hött og að engin bátur komi til með að
veiða meira en 250 tonn út á hana.
Að svo mæltu skora ég á alla sem hér eru að taka
höndum saman um það að hér myndist fjörugar
umræður“.
Umræður
Fundarstjóri þakkaði Herði Þórhallssyni ágæta
framsögu og sagðist vilja svara fyrirspurn er beint
hefði verið til sín um greiðslu á umframafla í Dan-
mörku. Umframafli er gerður upptækur í Dan-
mörku, en mannskap er borguð góð laun fyrir lönd-
un, eftirstöðvar eru lagðar í sameiginlegan sjóð út-
gerðarmanna. Hlutverk þessa sjóðs er svipað og
Fiskimálasjóðs hér á landi.
Jón Helgason fulltrúi Framleiðslueftirlitsins
ræddi þá gagnrýni er fram kom hjá Herði á mæli-
stikum við lengdarmælingu síldar. Sagði sjálfsagt
56 — ÆGIR