Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1980, Side 69

Ægir - 01.01.1980, Side 69
að taka tillit til þessara ábendinga Harðar og breyta mælistikunum. Jóhann Guðmundsson framkv.stj. Framleiðslu- eftirlitsins ræddi nokkuð mat á síld og ítrekaði að sjálfsagt væri að taka til athugunar gagnrýni Harðar á mælistikunni. Gísli Sigmarsson skipstjóri mælti mjög með verðmætakvóta í stað magnkvóta. Sagðiennfremur það koma fyrir að skip köstuðu oft á sömu torfuna og dræpu þar með ótalið magn. Þessu þyrfti að breyta og leyfa að koma með stærri hluta af smá- síld, því hægt væri nú að nýta hana í „súrlappa . Ægir Ólafsson skipstjóri sagðist hafa heyrt að einn eftirlitsmannanna hefði slegið fram að óathug- uðu máli að 20. hverju kasti væri hent. Síðar hefði annar eftirlitsmaður hringt í land til Jakobs Jakobs- sonar og sagt honum þessi tíðindi. Þannig væri þessi gróusaga tilkomin. Óskar Þórhallsson skipstjóri ræddi skyndilokanir svæða vegna smásíldar. Sagði dæmi um að hann hefði kastað í vesturkant torfu og hefði þar verið kræða, en fært sig austar og fengið þar 85% stór- síld. Sagði að svo virtist sem smásíldin héldi sig að mestu aðskilinni frá þeirri stærri—þessvegna er ekki einhlítt að loka stórum svæðum þótt smásíld finn- ist á því. Jens Óskarsson, skipstjóri, ræddi um sýnatöku og sagði yfirleitt stórsíld í gatinu og því erfitt að meta stærð síldarinnar í kastinu. því smærri síldin virtist alltaf vera undir. Yfirleitt veiddist í myrkri. Ræddi um kvóta og sagðist eindregið meðmæltur aflaverð- mætiskvóta. Hörður Þórhallsson ræddi verðákvarðamr og sagði síldarsaltendur geta gert allt við síld yfir 30 cm, og ætti hún því að vera í einum verðflokki. Þorsteinn Gíslason, varafiskimálastjóri, ræddi verðmætiskvótann, kosti hans og galla. Sagði slíkt fyrirkomulag gæti komið bátum mjög til góða, m.a. styttra úthald. Þorsteinn ræddi tillögu Harðar um 50% upptökuregluna, gera ætti það að skyldu að komið yrði með alla síld að landi og verðmæti þess afla er upptækur yrði væri látinn ganga til framfara- mála, eða t.d. Slysavarnafélagsins. Að lokum bað Þorsteinn menn ræða þessa tillögu nánar. Óli Guðmundsson, útgerðarmaður, ræddi upp- töku síldarafla og mælti gegn því og vitnaði í þær reglur er giltu um upptöku afla um borð í togurum, og sagði að nú væri svo komið þrátt fyrir eftirlits- menn og reglur, að engir „smátittir" bærust í land, þrátt fyrir að þeir veiddust sem fyrr, þeir færu bara beina leið út um lensportin, þannig færi einnig með síldina. Ekki væri raunhæft að mæla með veiðum á allri þessari smásíld, því ekki yrði hægt að nýta og selja það magn er bærist á land. Ræddi nokkuð verðlagningu á síld og deildi á þær verðákvarðanir er gerðar hefðu verið og sagðist hafa m.a. upplýs- ingar um að Síldarútvegsnefnd hefði samið um 63% hækkun á flutningi á tómum tunnum til landsins og 93% hækkun á flutningi á tunnum út. Hann sagð- ist skilja það svo að menn væru almennt því fylgj- andi að óska eftir því að Framleiðslueftirlitið léti breyta mælistikum sínum til samræmis við mæli- stiku Hornfirðinga. Þorsteinn Gíslason ræddi 4. gr. leyfisbréfsins um kössun á síld og ísun síldar í stíur og bað menn segja álit sitt á þessari grein. Guðmundur Guðmundsson skipstjóri, sagðist ekki vera á móti kössun síldar, en sagði það for- kastanlegt að losa þessa kassa á stóra bíla, sem síðan æku fleiri tugi kílómetra fullir af síld, er síðar væri sturtað inn á gólf í söltunarstöð. Slík með- ferð síldar eftir að í land væri komið, væri ekki í samræmi við þær reglur er sildveiðisjómönnum væru settar um meðferð aflans. Ræddi um þá til- lögu að ísa alla síld í kassa. Sagði sum skipanna ekki fter um að gera slíkt. Oft væri líka svo stutt á miðin, að með því að háfa sfldina beint um borð í stað þess að ísa hana í kassa, gæti skipið verið komið að landi jafnvel áður en búið væri að salta fyrri afla þess. Jóhann Guðmundsson sagði að víða væri pottur brotinn í meðferð síldaraflans bæði um borð og í landi. Þessu þyrfti að breyta og sín skoðun væri að besta aðferðin til slíks væri að ísa alla síld í kassa. Vöruvöndun ætti að vera númer eitt, og sitt verk- efni væri að reyna að stuðla að því að svo væri gert. Hörður Þórhallsson skipstjóri spurði hvað þeir Framleiðslueftirlitsmenn ætluðu að gera í sambandi við 60 cm regluna í leyfisbréfinu, því stíur í flestum skipum væru 80 cm á hæð. Skipin væru varla sjófær ef þau lentu í slæmu veðri ef 60 cm reglunni yrði framfylgt. jón Helgason sagði það skítverk þeirra Fram- leiðslueftirlitsmanna að sjá til þess að settum reglum yrði fylgt. Ráðuneytið hefði sett þessar reglur og þeir yrðu að fara eftir þeim. En það væri hægt að breyta skipunum án mikils kostnaðar í samræmi við reglurnar. Almennar umræður urðu um 60 cm. regluna og voru menn andvigir því að þurfa að breyta öllum skipum til þess að fullnægja þessum skilyrðum. Sögðu skip varla sjófær ef reglunni yrði fylgt, mikil hætta væri að síldin slægi sig og jafnvel í mjög vondu ÆGIR — 57

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.