Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 17
Olafur Björnsson:
Upphaf humarveiða
°g -vinnslu
Tregða lil nýjunga
Þótt togarar hafi orðið
varir við humar, strax og
þeir hófu veiðar útaf Sel-
vogi og á Eldeyjarbanka,
dróst að reynt væri að
veiða hann sérstaklega og
koma honum á markað.
Framan af hefur fábreytt
vinnsla ráðið hér mestu
um, en eftir að frysting
hefst fyrir alvöru hlýtur
skýringin að vera tregða
0 kar til að taká upp nýjungar. Lengst af hefur það
J;er>ð svo að þótt einstaka bjartsýnismenn hafi viljað
rna öllu sínu, þá hefur stuðningur þess opinbera
er>ginn verið, þvert á móti var það þrándur í götu
•■’Umra brautryðjenda. Upphaf veiða og vinnslu á
Urtlri fór ekki varhluta af þessari áráttu.
S,l F- reið á vaðið
Fyrstu staðfestu heimildir sem ég hef fundið um
umarveiða er þær að Sölusamband íslenzkra
ls framleiðenda, S.Í.F. stóð fyrir tilraun til hum-
ar'e‘ða frá Vestmannaeyjum 1939. S.Í.F. hafði þá
nrr> skeið rekið niðursuðuverksmiðju í Reykjavík.
8lr og stórhuga niðursuðufræðingar stóðu fyrir
Ln
bess
ari starfsemi. Tryggvi Jónsson nú forstóri ORA
P? Þorvaldur Guðmundsson kenndur við Síld &
urð^ me^ ^e'ru’ Húsnæði var fengið hjá Einari Sig-
ssyni í Eyjum og tveir eða þrír bátar hófu veiðar
111111 sumar 1939. Veiðarnar virðast hafa gengið
hu°suglega og aflinn reyndist að mestu annar en
mar. Afraksturinn eftir sumarið samkvæmt út-
^'“■npskýRlii hefur orðið 2889 kg af niðursoðn-
■, umri. Þar með var gefist upp við humarinn en
Ursuðu á öðrum fiski héldu þeir Tryggvi og Þor-
a Ur áfram á vegum S.Í.F. næstu ár.
a • árangri, en tapaði öllu sínu
Hr- Af n* ^'uta ars 1950kaupirSveinbjörn Finnsson
hua rystihusið í Höfnum, með það í huga að hefja
fyr"arvinnslu- (Sveinbjörn mun einnig hafa verið
s Ur til þess að frysta rækju hér á landi). Snemma
sumars 1951 fær Sveinbjörn svo leyfi atvinnumála-
ráðuneytisins til þess að reyna humarveiðar beggja
vegna Reykjaness og tekur á leigu einn bát til veið-
anna.
Báturinn var Aðalbjörg RE eigandi og skipstóri
Einar Sigurðsson sem lengst af var kenndur við
þennan bát sinn, sem hann stýrði í áratugi við góðan
orðstír. Veiðarfæra mun Sveinbjörn hafa aflað frá
Danmörku. Einar fékk með sér Vilhjálm Magnús-
son úr Höfnum, þaulkunnugan á þeim slóðum sem
líklegast var talið að reyna á. Aðalbjörg var um
20 tonna bátur með 70-80 hestafla vél. Straumurinn
norðan við Röstina hefur verið þeim erfiður enda
héldu þeir sig ekki síður út af Selvognum. En sæmi-
legan afla fengu þeir og oft góðan, sem að mestu var
humar. Fjórir menn voru á ogyfirleitt farið út seinni
hluta dags og komið á morgnana. Humarinn var
skelflettur og frystur í frystihúsinu í Höfnum og
að mestu fluttur út til U.S.A. Framleiðslan líkaði
strax vel en magnið var lítið, svo lítið, að viðskipta-
vinum þótti tæpast taka því að standa í þessum við-
skiptum. Árið 1952 voru grunnlínur færðar út og
þar með þurfti bæði leyfi fyrir að nota troll með
þessum smáa möskva og vera fyrir innan „land-
helgi.“ Andstaða gegn togveiðum, að ekki sé talað
um dragnót, fór einnig mjög vaxandi. Leyfi til hum-
arveiða varð því torfengnara, enda fór svo að þótt
Sveinbjörn hyggðist auka veiðarnar fékk hann að-
eins leyfi fyrir einn bát. Aftur leigir Sveinbjörn m/b.
Aðalbjörgu RE sumarið 1952 og áfram veiddu Einar
og hans menn humarinn einir og gekk vel.
Sumarið 1953 fær Sveinbjörn leyfi fyrir þrjá báta
og leigir þá auk Aðalbjargar RE, íslending RE skip-
stjóri Jóhann Guðjónsson og Gulltopp úr Njarð-
víkum, skipstjóri Svavar Skúlason, sem báðir voru
af svipaðri stærð og Aðalbjörgin. Þeir á Aðalbjörgu
höfðu nú komizt á gott lag við veiðarnar og miðluðu
hinum af sinni reynslu og öllum bátunum gekk vel
miðað við getu ekki stærri báta. Nú var farið að
slíta humarinn um borð og Sveinbjörn vann aflann
í H öfnunum. Sömu báta voru við humarveiðar 1954
og auk þess eitthvað tveir bátar frá Vestmanna-
eyjum um tíma, en afli þeirra var unnin í Eyjum.
Þetta ár telur Sveinbjörn að reynt hafi verið allt frá
Snæfellsnesi austur að Lónsdýpi, en árangur hafi
verið lítill nema á sömu slóðum og áður. Eftir út-
haldið 1954 var Sveinbjörn kominn í algjör greiðslu-
þrot. Þótt veiðarnar gengju eins og framast var hægt
að vænta með ekki öflugri fleytum var reksturinn
erfiður, vinnslan hefur að sjálfsögðu verið kostnað-
arsöm þar sem þreifa varð sig áfram með allt. Lík-
ÆGIR — 193