Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 62

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 62
Viðskiptasamningur EFTA við Spán Hinn 26. júní 1979 var undirritaður í Madrid fríverslunarsamningur sjö EFTA-landa og Spánar með fyrirvara um samþykki þjóðþinga viðkom- andi landa. Undirbúningur þessa samnings hafði staðið í nokkur ár og með honum er stefnt að afnámi tolla og annarra viðskiptahindrana í nær öllum viðskiptum aðildarríkja samningsins. Islenska ríkisstjórnin hefur þegarstaðfest þennan samning, svo og önnur EFTA ríki. Búist er við, að ríkisstjórn Spánar staðfesti hann fljótlega. Eins og fram kemur í athugasemdum við þá tillögu til þingsályktunar um heimild fyrir ríkis- stjórnina til að fullgilda viðskiptasamning milli EFTA-landanna og Spánar, sem lögð var fyrir Alþingi á sínum tíma og samþykkt, nær samningur þessi fyrst og fremst til fríverslunar með iðnaðar- vörur líkt og fríverslunarsamningur EFTA-land- anna. Að frumkvæði íslands fékkst þó tekinn upp viðauki við sjálfan samninginn (Annex VII), sem fjallar um fríverslun með fisk og fiskafurðir, og fylgir sérstakur vörulisti (Annex II, D), er telur upp þær vörur, sem falla undir fríverslunina. I viðaukanum (Annes VII) er tekið fram í máls- greina a, að stefnt skuli að frekari afnámi inn- flutningshafta á sjávarafurðum til Spánar með það að markmiði, að innflutningur á þeim verði algjörlega frjáls. í málsgrein b, fallast Spánverjar á að athuga að afnema hið svonefnda verðjöfnunar- gjald á innfluttum fiskafurðum. Ekki tókst að fá það afnumið að sinni, þar sem spánska ríkis- stjórnin telur það nauðsynlega verndarráðstöfun fyrir spánskan sjávarútveg enn um sinn, en hann á mjög í vök að verjast. í málsgrein c er kveðið á um, að innflutnings- leyti fyrir sjávarafurðum skuli veitt án tafar og að þau gildi í 3 mánuði hið minnsta. Er hér um þýð- ingarmikið atriði að ræða fyrir viðskiptahagsmuni íslendinga gagnvart Spáni. Að síðustu er í málsgrein d ákveðið, að viðskipti með sjávarafurðir skuli yfirfarin og athuguð í sam- eiginlegri nefnd EFTA-ríkja og Spánar, a.m.k. einu sinni á hverju ári. Er íslandi áskilinn réttur 1 greininni til þess að bera fram umkvörtun við sameiginlegu nefndina um þessi viðskipti hvenaer sem er. Vörulistinn (Annes II, D) sem samningurinn um sjávarafurðir nær til, er tvískiptur. í hluta I erU vörur, þar sem innflutningstollur er lækkaður um 60%. Þar undir fellur t.d. mjöl og lýsi. í hluta II eru vörur, þar sem innflutningstollur er laekk- aður um 25%. Þar undir fellur t.d. saltfiskur og lækkar tollur á honum úr 10% í 7,5%. Lækkun tolla í EFTA-löndunum á innflutn- ingi frá Spáni miðast við bestu tollakjör þriðja lands eins og þau voru í hverju EFTA-landanna I. jan. 1978. Spánn mun miða sínar tollalækkanir við þá tolla, sem í gildi eru, þegar fríverslunar- samningurinn hlýtur fullgildingu. Aðalregla samn- ingsins er sú að banna magntakmarkanir mn- flutnings. Undantekning er þó frá þeirri reglu mcð fáar vörutegundir. Samningurinn gerir ráð fyrir. að þær takmarkanir verði afnumdar stig af stigi og nýjar verði ekki teknar upp nema í undantekn- ingartilfellum og þá í samráði við samningsaðila- Fríverslunarsamningur EFTA-landanna og Spánar miðar að því að tryggja frjálsa samkeppni. Varð- andi hringamyndun og fyrirtæki með yfirburða- aðstöðu á markaði gilda sömu reglur og í ^rl" verslunarsamningi EFTA-landa við EBE. í samn ingnum er enn fremur að finna ákvæði, sem koma eiga í veg fyrir ríkisstyrki við útflutning einstakra landa, og eru heimildir til gagnráðstafana af hal 11 annarra samningsaðila í slíkum tilfellum. Sérstök nefnd aðildarríkjanna fylgist með fram kvæmd samningsins. Við framlagningu tillögu þessarar má vísa til töluliðs 3. greinar laga nr. 120 31. desembC 1976 um tollskrá o.fl., þar sem fjármálaráðuneytim1 er heimilað að láta koma til framkvæmda to frelsis- og tollalækkunarákvæði í fríverslunar- °8 milliríkjasamningum, og jafnframt eru hór glöggvunar gefnar upplýsingar um viðskipti Islan og Spánar árið 1978. 238 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.