Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 12
hverju sinni, t.d. dýpi, veðurfari, svifi í sjónum o.fl.
Enda þótt orsakir breyttra aflabragða eftir tímum
sólarhrings geti því verið margþættar, sýndi úrtak
rúmlega 1600 toga meðal humarbáta sumarið 1977,
að meðalafli á togtíma var að jafnaði bestur á tíma-
bilinu frá kl. 24-08, en lélegastur frá kl. 09-16 (sjá
2. mynd).
Oft er sagt, að veður eða sjór sé „humarlegur“,
viss veiðisvæði „nætur-“ eða „dagsvæði“ og er
stefnt að því að athuga frekar ýmsa þá þætti, sem
kunna að liggja að baki dægursveiflna í afla.
3. Sólarhringssveiflur í lengdardreifingu afl-
ans. Rannsóknir hér og erlendis gefa til kynna, að
smærri humrarnir haldi sig mun meir ofan í holun-
um heldur en þeir stærri. Kannast margir humarsjó-
menn eflaust við það, að þá er skyndileg aukning
verður í aflamagni — t.d. á vissum tíma sólarhrings-
ins — virðist aukningin að mestu vera í smærri dýr-
unum.
4. Sveiflur í hlutfalli kynja í aflanum. Við
hrygninguna límir hrygnan eggin við halafæturna
undir halanum og losna þau ekki undan fyrr en
humarlirfurnar klekjast út yfir klaktímann. Á með-
an eggjaburðartíminn varir, heldur hrygnan sig mun
meir í holunum en ella, sem veldur breytilegu hlut-
falli hrygna í aflanum eftir árstímum. Kannast
margir við þá aukningu, sem verður á svokölluðum
,,gúmmíkrabba“ frá því fyrst á vorin og fram a
sumar. Hér er um að ræða humarhrygnur með lina
skel, sem að loknu klaki eru að taka út vöxt, en hja
krabbadýrum fer vöxturinn fram í stökkum við
skel- eða hamskipti. Veldur þetta umtalsverðn