Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 50

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 50
Sumar- og haustloðnu- veiðarnar 1979 Samkvæmt reglugerð nr. 315/1979 voru loðnu- veiðar heimilaðar frá og með 20. ágúst. Þann dag voru mörg skip komin á miðin út af Vestfjörðum. Strax fyrsta daginn, 20. ágúst, fékkst mjög góður afli á svæði 674-675, um 45-50 sml. N V af Straum- nesi. Þar fengu 26 skip afla samtals um 17 þús. tonn. Daginn eftir kom í ljós að nokkur skip höfðu „þjóf- startað" og voru kærð fyrir að hefja veiðar fyrr en leyfilegt var samkvæmt reglugerðinni. Þrátt fyrir hina góðu veiði fyrsta daginn var svo sem loðnan hefði dreift sér og heldur var tregt það sem eftir var ágústmánaðar. Vegna tregveiði leitaði fjöldi skipa á Jan Mayen mið í ágústlok en aðeins 6 skip fengu þar afla eða samtals 2828 lestir. Afla þennan fengu skipin um 70 sml. NV af eynni. Rétt er einnig að geta þess að Sigurður RE 4 fékk 209 tonn austur af Scoresby- sundi (svæði 967). í lok ágústmánaðar var heildar- aflinn orðinn samtals um 34.800 tonn. Fyrri hluta september var heldur tregur afli og heldur þokaðist loðnugangan NA á bóginn og um miðjan september var aðalveiðisvæðið norðan 68° N.brd. (á svæði 871). Hinn 21. sept. fékkst loks góð veiði á svæði 819-818, sem var um 120-140 sml. N af Siglufirði, en þann dag fengu 26 skip samtals um 18.700 tonn. Allt til septemberloka var góð veiði alla daga enda ágætis veiðiveður flesta dagana. Löndunarstopp voru víða norðanlands og vestan og skip leituðu suður og austur fyrir land til löndunar. Loðnu var landað á öllum höfnum landsins þar sem hægt var að taka í mót. Heldur þokaðist loðnan hægt nær landi og í lok mánaðarins var hún um 100- 120 sml. N af Siglufirði. í lok mánaðarins var heild- araflinn orðinn samtals um 184 þús. tonn. í oktobermanuði var afram góð veiði á svipuðum slóðum og fyrr, og veiði flesta daga mánaðarins enda veðurfar ágætt allan mánuðinn. „Það er bara að fara á svæðið og sækja hana,“ sagði einn skip- stjórinn er hann var að lýsa því mikla loðnumagni er sagt var að væri þarna. Hinn 1. okt. landaði Eld- borg HF 13 stærsta loðnufarmi er íslenzkt skip hef- ur landað úr einni veiðiferð eða samtals 1626tonn- um. Skipstjóri á Eldborginni var Bjarni Gunnars- son. Löndunarbið var víðast og sigldu skipin til allra hafna er tóku í mót. í lok mánaðarins var heild- araflinn orðinn samtals 385 þús. tonn. Hinn 1. nóvember gaf sjávarútvegsráðherra ut reglugerð (nr. 430) þar sem loðnuveiðar voru bann- aðar frá og með kl. 12.00 á hádegi hinn 10. nóv. Nokkur gagnrýni kom fram hjá loðnuveiðimönn- um þar sem mikið loðnumagn var sagt á miðunum og góð veiði allt til lokadags. Þegar veiðum var hætt veiddist loðna á öllu svæðinu allt frá Kolbeinsey að austan að Horni eða á svæðum 769 til 773. Vitað var um 51 skip er stunduðu veiðarnar um lengri eða skemmri tíma og varð heildaraflinn sam- tals 441.940 tonn. Aflahæsta skipið á sumar- og haustvertíðinm varð Sigurður RE 4 með samtals um 17.579 tonn, skipstjórar Haraldur Ágústsson og Kristbjörn Árnason, en annar var Óli Óskars RE 175 með 17.054 tonn, skipstjóri Eggert Þorfinnsson. Hér á eftir birtist skrá yfir afla skipanna svo og skrá yfir löndunarhafnir. Löndunarhafnir: 1. SR Siglufjörður ........ 2. SR Raufarhöfn .......... 3. S.R. Seyðisfjörður ..... 4. Neskaupsstaður ......... 5. Reykjavík .............. 6. Krossanes .............. 7. Eskifjörður ............ 8. Akranes ................ 9. Bolungavík ............. 10. F.I.V.E. Vestmannaeyjar . 11. Hafsíld Seyðisfirði ... 12. S.R. Reyðarfjörður .... 13. Hafnarfjörður ......... 14. Grindavík ............. 15. F.E.S. Vestmannaeyjum . 16. Þorlákshöfn............ 17. Sandgerði ............. 18. Vopnafjörður .......... 19. Fáskrúðsfjörður ....... 20. Patreksfjörður......... 21. Þorlákshöfn (fóður-melta) 22. Djúpivogur ............ 23. Annað (beita + fóður) ... Samtals ................... Tonn 86.695 40.186 38.208 30.475 27.012 25.901 22.878 22.741 20.936 17.482 17.267 16.870 13.232 11.284 11.254 10.1 io 8.636 7.957 5.800 4.075 2.195 667 79 44E94Ó 226 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.