Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 28

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 28
átt að vera eins og sýnt er á 2. töflu eða 22.484 þús. kr. á skip. Hér munar því ekki miklu. Það er því rétt hjá Herði að skv. síldveiðileyfinu hefðu flest skipin átt að ná verðmætakvótanum með 250 tonna afla. í raun varð meðalaflinn þó 297 tonn á skip og verðmæti hans um 26.7 milljónir að meðaltali enda var kvótinn í raun ekki miðaður við 250 tonn heldur verðmæti 300 tonna. Afleiðingin var sú að hringnótaaflinn fór langt fram úr því sem gert hafði verið ráð fyrir og sjávarútvegsráðherra hafði samþykkt. Hið sama má raunar einnig segja um reknetaaflann. 20. hvert kast hirt Um veiði smásíldar haustið 1978 kom þetta fram i frásögninni: „Ægir Ólafsson skipstjóri sagðist hafa heyrt að einn eftirlistamannanna hefði slegið fram að óat- huguðu máli að 20. hverju kasti væri hent. Síðar hefði annar eftirlitsmaður hringt í land til Jakobs Jakobssonar og sagt honum þessi tíðindi. Þannig væri þessi gróusaga tilkomin.“ ( Ég geri ráð fyrir að prentvillu púkinn eigi hér nokkra sök og Ægir eigi við 20 hvert kast hafi verið hirt.) í þessu sambandi birti ég hér viðeigandi kafla úr dagbók Gunnars Hjálmarssonar veiðieftirlitsmanns: „Eftirlit með síldveiðum á M.B. EYJAVER VE 307. og STÍGANDA RE. 307. 15.10. (1978). Verið á svæðinu frá 5 sjóm. V frá Ingólfshöfða og vestur að Skarðsíjöru. Hér hafa bátar verið að kasta á smáa síld, 7 bátar köstuðu í nótt allir 2svar einn fékk hirðandi síld Gjafar sem fékk ca. 60 tonn. 22-10. 3 bátar á svæðinu, alls 9 köst, ekkert hirðandi. 24-10. Verið 5 til 20 sjóm. vesturfrá Ingólfshöfða 20 bátar hafa verið að kasta 2-3svar hver en einn bátur fengið hirðandi síld, Gjafar VE, fékk ca. 70 tn. Það er um eitt kast af 50 sem hirt er. Haft var sam- band við Hafrannsókn og var svæðinu lokað frá 6° 40’ og vestureftir 63° 30’ og norðureftir.” Nú vildi svo til að ég var kominn út á sjó þegar svæðinu í Meðallandsbug var lokað og gat því sjálfur fylgst með því sem gerðist á miðunum. Sem dæmi skal hér birt það sem ég ritaði um þetta mál í dagbók mína um borð í Árna Friðrikssyni hinn 27 okt. 1978. „Um kl. 16-18 lóðar á mikilli síld við botn á a.m.k. 7 sjm. svæði frá því að vera 13-20 sjm. VSV af Hvalnesi til sjm. frá Stokksnesi. Hingað komfjöldinnallur (40-50 skip)af hringnótabátum sem köstuðu fram á morgun en aðeins fáein skip hirtu síldina.” Enda þótt hér sé ekki farið mörgum orðum um þann ófögnuð sem ég komst ekki hjá að verða vitni að meðan ég var þarna á miðunum ætti þetta að nægja til að gera Ægi Ólafssyni og öðrum síldveiði- skipstjórum það ljóst, að ég þurfti ekki á neinum gróusögum að halda til að gera mér grein fyrir ástandinu á miðunum haustið 1978. í stað þess að dylgja um aulahátt okkar fiskifræðinga hefði verið ólíkt karlmannlegra að viðurkenna hreinskilnis- lega að síldveiðarnar haustið 1978 voru til skammar og vonandi að slík vitleysa verði ekki endurtekin. Sfldin jafnvel tekin af dekki Þá eru það ummæli Harðar Þórhallssonar um síldarmerkingarnar fyrir norðan: „í gamla daga fyrir Norðurlandi var sild tekin úr nótinni eða jafnvel af dekki, merkt og kastað í sjóinn aftur. Þessar síldar hljóta að hafa misst hreistur en þær lifðu og veiddust síðar.” Nú vill svo til að undirritaður vann við síldar- merkingar í mörg sumur og merkti víst fleiri sildit en aðrir. Hræddur er ég þó um að fáar hefðu endur- heimturnar orðið ef ég hefði tínt síldina af dekki. Það vita þeir sem kynnst hafa meðferð lifandi fiska t.d. í sædýrasöfnum, að síld er mjög viðkvæmur fiskur og þolir hreisturmissi t.d. mjög illa. ítrustu varfærni var því gætt við merkingarnar. Síld var t.d. aldrei merkt úr nót eftir að byrjað var að háfa og alls ekki ef hún hafði misst meira en 'A hreisturs. Þegar síld var fengin til merkingar úr herpinótum kom í ljós geysilegur munur á ásigkomulagi síldar- innar eftir því hvernig nótin var dregin inn. Ef vel tókst til vantaði varla hreistur á nokkra síld þegar henni var hleypt yfir í merkingarnótina en ef illa gekk að draga nótina og miklir pokar og fellingar mynduðust var síldin oft svo illa farin, að lítið sem ekkert var hægt að merkja. Hringnótamenn hafa miklar áhyggjur af því hve mikið drepist þegar síld smýgur reknetamöskva- Hér vantar tilraunir svo unnt sé að svara þessu a hlutlægan hátt. Þó má e.t.v. benda á, að ekki er kunnugt um neinn síldarstofn sem hrunið hefur vegna ofveiði í reknet, en þeir eru ófáir síldarstofm arnir, sem eytt hefur verið með öðrum veiðarfærum- Ekki verða hér gerðar fleiri athugasemdir að sinni, en þakka vil ég Þorvaldi Árnasyni skipstjóra fyrir málefnalegt og mjög þarft framlag til umræðna um síldveiðarnar. 204 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.