Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 18
lega hafa sölumálin þó vegið þyngst, ásamt lítilli eða engri fyrirgreiðslu, að ekki sé talað um styrki, þótt um frumraun væri að ræða. Svo fór eftir úthaldið sumarið 1954, að Svein- björn gafst endanlega upp. Sjálfur segir Sveinbjörn svo frá: „Til þess að skapa þennan iðnað eyddi ég aleigu minni, sem með núgildandi verðmæti pen- inga myndi nema milljónum króna. Einstaklingar, sveita- og bæjarfélög, ásamt ríkinu, hafa hagnast á þessari framtakssemi. En ég og fjölskylda mín erum eini aðilinn sem liðið hefur fyrir hana.“ Þáttur Eyrarbekkinga Ekki hafa þessar veiðar í Selvogsdýpinu farið fram hjá Eyrbekkingum, auk þess sem þeim voru kunnar sagnir togaramanna um þetta „krabbadýr11 eins og þeirgjarnan nefndu humarinn. Vigfús Jóns- son sem lengi var forustumaður þeirra Eyrbekk- inga í flestum málum, kynnti sér eftir föngum möguleika á að veiða humar og vinna. Sumarat- vinna hafði minnkað mikið þegar dragnótin var bönnuð, en Eyrbekkingar áttu báta sem hana höfðu stundað og voru af svipaðri stærð og þeir sem Sveinbjörn leigði til humarveiðanna. Margargagn- legar upplýsingar hefur Vigfús fengið hjá Svein- birni. Vigfús tekur þá stefnu varðandi sölu á fram- leiðslunni, að hann leitar til Elíasar Þorsteins- sonar þáverandi stjórnarformanns S.H. sem tók honum vel og fól Gísla Hermannssyni sem þá starfaði hjá SH., að kanna málið og veita Vigfúsi þá aðstoð sem hægt væri. Troll voru pöntuð frá Danmörku gegnum Daníel Ólafsson & Co., spil frá Þingeyri, pollar, gálgar og ýmis annar búnaður smíðaður eða skrapað saman hér og þar. Bátarnir voru: Ægir, skipstjóri Jón V. Ólafsson, Jóhann Þorkelsson skipstjóri Bjarni Jóhannsson, Faxi skip- stjóri Ólafur Vilbergsson, allir um 20 tonn að stærð. Ákveðið var að reyna að borga kr. 3.00 fyrir kg, þótt allt væri í óvissu um hver vinnslukostnaður yrði og einnig söluverð. Fyrstu árin slitu börn humarinn í landi, en konur skelflettu halana, Nýting á skelflettum humri var um 18%, en þegar farið var að frysta í skeljum um 30%. Úrgangurinn var allur unninn í fiskimjölsverksmiðju, úr honum fékkst mjöl með um 50%prótein og um 30% kalki. Nokkuð var notað hér heima sem hænsnafóður og líkaði mjög vel. Eitthvað var flutt út á verði sem gaf helminginn af venjulegu fiskimjöli. Eyr- bekkingar stunduðu humarveiðarnar í Selvogs- dýpinu aðallega á 70-90 föðmum, fjórir menn voru á hverjum báti og afli þokkalegur. Sem fyrr sagði var humarinn skelflettur fyrstu árin, skelin klippt og fiskinum þannig náð úr honum. Nokkrum árum eftir að veiðar hófust frá Eyrarbakka fór Vigfús í ferð til Danmerkur ásamt fleiri mönnum. M.a. komu þeir í frystihús í Esbjerg þar sem verið var að vinna humar, trúlega afbrigði sem kallað er „Krefta" og hefur nokkuð styttri hala en „leturhumarinn“ sem hér veiðist. Þarna sá Vigfús að halinn var frystur í skelinni. Þá aðferð tók hann upp strax og hann kom heim og hefur hún verið notuð síðan með allan betri humarinn. Þegar kom að því að fá afurðalán út á fram- leiðsluna taldist hún ekki lánshæf. Ekki vildu S.H.-menn hafa nein bein afskipti af bankanum- Þeir útbjuggu þó gögn fyrir Vigfús sem báru með sér að framleiðslan myndi álitleg, hvað sölu og verð snerti. Þau hrifu þó lítið á bankastjórann sem Vig- fús þurfti að kljást við. Vigfús vitnaði einnig til að humarveiðar leystu atvinnumál fyrir konur og unglinga yfir sumarið, sem mikil þörf væri á. Svarið við þeim rökum geymir Vigfús enn: „Þær geta látið karlana vinna fyrir sér,“ kvað bankastjórinn og þvl síður hafði hann samúð með þeim karllausu, þótt Vigfús vitnaði til þeirra. Ósk um að leggja málið fyrir bankastjórn var þver- neitað með þeim rökum að bankinn hefði öðruru mikilvægari málum að sinna heldur en „krabba- kvikindi“ þessu sem enginn vildi líta við. Við það sat og ekkert fékkst út á afurðirnar þrátt fyr,r gögn og rök sem fyrir lágu. Vart hefur Sveinbjöru fengið betri afgreiðslu í þeim málum en Vigfus- En í dag er humarvinnsla uppistaðan í sumar- atvinnu Eyrbekkinga og sl. sumar mun frysti- hús þeirra hafa verið með mesta humarvinnsD allra húsa sem við hana fengust. Kynni mín af upphafi humarveiða Hér í Keflavík dró mjög úr sumarvinnu eins og víðar þegar lokað var fyrir dragnótina. Yfirleú* voru frystihúsin lokuð frá vetrarvertíð fram að þ" að farið var að fiska síld í reknet í ágúst- Sumarið 1957 keypti ég ásamt tveimur félaga minua 26 tonna bát sem upphaflega hét Leifur EiríkssoU frá Dalvík, við keyptum bátinn frá Djúpavogi og Þa hét hann Arney. Báturinn var skírður Baldur. honum var 110 hestafla Alpa díselvél. Við voruui ákveðnir í að reyna humarveiðar, en fyrsta sumari og reyndar fram á haust fór í að lagfæra bátinu- Strax var sett í hann trollspil frá Þingeyri °S söfnuðum við að okkur trollbúnaði. Mín fyrstu kynni af humri voru á togaranuu1 194 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.