Ægir - 01.04.1980, Blaðsíða 56
í skipinu eru tvær hjálparvélasamstæður, önnur
í vélarúmi en hin í hjálparvélarými framarlega
á neðra þilfari.
Hjálparvél í vélarúmi: Caterpillar, gerð 3408 TA,
átta strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftir-
kæli, 337 hö við 1500 sn/mín. Vélin knýr bein-
tengdan Newage Stamford MC 534B riðstraums-
rafal, 180 KW (225 KVA), 3x380 V, 50 Hz, og
tvær Vickers 4525 V vökvaþrýstidælur, um Marco
DC 26-2-P-211 deiligír, sem eru varadælur fyrir
vökvaknúinn vindubúnað.
Hjálparvél í hjálparvélarými: Caterpillar 3408 TA,
átta strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftir-
kæli, 337 hö við 1500 sn/mín. Vélin knýr bein-
tengdan Newage Stamford MC 534B riðstraums-
rafal, 180 KW (225 KVA), 3x380 V, 50 Hz, og er
auk þess fyrir drift á fremri hliðarskrúfu um vinkil-
gír frá Norgear af gerð KVIV-CB, niðurgírun
1.22:1
Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá Frydenbo
af gerð HS 60, hámarks snúningsvægi 12000 kpm.
Stýrisvéln tengist Becker-stýri af gerð S-A
2000/270 F2.
Skipið er búið tveimur Brunvoll hliðarskrúfum;
að framan véldrifin skiptiskrúfa en að aftan vökva-
drifin föst skrúfa.
Tœknilegar upplýsingar:
Fremri, gerð SPT VP 350
Afl 350 hö
Hliðarkraftur 4200 kp
Blaðafjöldi/þvermál ... 4/1300 mm
Niðurgírun 4.125:1
Snúningshraði 357 sn/mín
Dieselvél Caterpillar 3408 TA
Afköst vélar 404 hö við 1800 sn/mín
Aftari, gerð SPZ AP 500
Afl 500 hö
Hliðarkraftur 5600 kp
Blaðafjöldi/þvermál ... 4/1450 mm
Niðurgírun 3.09:1
Snúningshraði 369 sn/mín
Vökvaþrýstimótor Brueninghaus 900 CX- 8WP3
Afköst mótors 500 hö við 1140 sn/mín
í skipinu eru þrjár skilvindur frá Alfa Laval,
tvær af gerðinni MAB 103 B-24, sem eru til
hreinsunar á smurolíu og dieselolíu, en sú þriðja
er sjálfhreinsandi af gerðinni MAPX 204 TGT-24
og er fyrir svartolíu. Ræsiloftþjöppur eru tvær fra
Espholin af gerð H-3S, afköst 17.1 m3/klst við
30 kp/cm2 þrýsting hvor þjappa. Fyrir vélarúm
og loftnotkun véla eru tveir rafdrifnir blásarar
frá Semco, afköst 12000 m3/klst hvor blásari.
og fyrir hjálparvélarými er einn 3000 m3/klst
blásari frá Semco.
Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir
rafmótora og stærri notendur, en 220 V riðstraumur
til ljósa og almennra nota í íbúðum. Fyrir 220
V kerfið eru tveir 40 KVA spennar 380/220 V.
Rafalar tengjast samkeyrslubúnaði. í skipinu er
125 A, 3x380 V landtenging.
í skipinu er austurskilja frá HDW af gerð TE 1-
Tankmælikerfi er frá Peilo Teknikk A/S af gerð
Soundfast, aflestur í vélgæzluklefa. Ferskvatns-
framleiðslutæki er frá Atlas af gerðinni AFGf
0.5, afköst 1.5 tonn á sólarhring. Halon 1301
slökkvikerfi er bæði fyrir vélarúm og hjálpar-
vélarými framskips.
íbúðir eru hitaðar upp með vatnsmiðstöð, sem
fær varma frá kælivatni aðalvélar og til vara eru
tvö 9 KW rafelement. Fyrir heitt vatn er 400 1
hitakútur með tveimur 4.5 KW rafelementum-
íbúðir eru loftræstar með rafdrifnum blásurum
frá Semco, fyrir innblástur er einn 3000 m3/klst
blásari með 30 KW vatnshitaelementi í loftrás, og
fyrir útsog frá eldhúsi og snyrtingum eru tveir
blásarar, 1000 og 970 m3/klst. Tvö vatnsþrýsti-
kerfi frá Bryne Mek. Verksted af gerð 1840 eru
fyrir hreinlætiskerfi, annað fyrir sjó en hitt fyrir
ferskvatn, stærð þrýstigeyma 150 1.
Fyrir hliðarskrúfu að aftan og vindubúnað
eitt sameiginlegt vökvaþrýstikerfi með 2700 1 geym1
og áðurnefndum véldrifnum dælum; þ.e. sex dælur
drifnar af aðalvél um deiligír og tvær varadælu1"
fyrir vindubúnað drifnar af hjálparvél um gír. Fyrir
átaksjöfnunarbúnað togvindna er rafknúin Vickers
vökvaþrýstidæla. Fyrir sérhvern losunarkrana er
sjálfstætt rafknúið vökvaþrýstikerfi, eitt með 46
KW rafmótor og tvö með 19 KW rafmótorum-
Fyrir netsjárvindu er sjálfstætt rafknúið vökva-
þrýstikerfi svo og sér raf-/vökvaþrýstikerfi fyrir
slöngutromlur annars vegar og vökvaknúnar renni-
lúgur í kæligeymum hins vegar. Tvær rafdrifnar
vökvaþrýstidælur eru fyrir stýrisvél.
Fyrir lestar eru tvö kælikerfi; annars vegar fyrir
232 — ÆGIR