Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1980, Síða 12

Ægir - 01.04.1980, Síða 12
hverju sinni, t.d. dýpi, veðurfari, svifi í sjónum o.fl. Enda þótt orsakir breyttra aflabragða eftir tímum sólarhrings geti því verið margþættar, sýndi úrtak rúmlega 1600 toga meðal humarbáta sumarið 1977, að meðalafli á togtíma var að jafnaði bestur á tíma- bilinu frá kl. 24-08, en lélegastur frá kl. 09-16 (sjá 2. mynd). Oft er sagt, að veður eða sjór sé „humarlegur“, viss veiðisvæði „nætur-“ eða „dagsvæði“ og er stefnt að því að athuga frekar ýmsa þá þætti, sem kunna að liggja að baki dægursveiflna í afla. 3. Sólarhringssveiflur í lengdardreifingu afl- ans. Rannsóknir hér og erlendis gefa til kynna, að smærri humrarnir haldi sig mun meir ofan í holun- um heldur en þeir stærri. Kannast margir humarsjó- menn eflaust við það, að þá er skyndileg aukning verður í aflamagni — t.d. á vissum tíma sólarhrings- ins — virðist aukningin að mestu vera í smærri dýr- unum. 4. Sveiflur í hlutfalli kynja í aflanum. Við hrygninguna límir hrygnan eggin við halafæturna undir halanum og losna þau ekki undan fyrr en humarlirfurnar klekjast út yfir klaktímann. Á með- an eggjaburðartíminn varir, heldur hrygnan sig mun meir í holunum en ella, sem veldur breytilegu hlut- falli hrygna í aflanum eftir árstímum. Kannast margir við þá aukningu, sem verður á svokölluðum ,,gúmmíkrabba“ frá því fyrst á vorin og fram a sumar. Hér er um að ræða humarhrygnur með lina skel, sem að loknu klaki eru að taka út vöxt, en hja krabbadýrum fer vöxturinn fram í stökkum við skel- eða hamskipti. Veldur þetta umtalsverðn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.