Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.1981, Side 12

Ægir - 01.07.1981, Side 12
vind, eigi að miða við 110 hnúta eða jafnvel meir. Hins vegar megi sennilega færa markið niður í um 90 hnúta á skjólsælum stöðum. Páll Bergþórsson og Ólafur Einar Ólafsson skrifuðu grein í sama hefti Veðursins, þar sem þeir komast að mjög svip- aðri niðurstöðu. Raunar eru þessar tölur í sífelldri endurskoðun. (Núverandi vindhraðamet er frá því 16. febr. 1981, þegar vindhraði komst í 120 hnúta í hviðu á Þyrli í Hvalfirði). Svona tölur segja náttúrlega ekki mikið einar sér. Maður sem ekki hefur lent í svona vindi, getur engan veginn gert sér grein fyrir áhrifum hans. Hér er kannski ástæða til að hamra á því, að vind- hraðamælingar eru tvenns konar. í fyrsta lagi eru mældar vindhviður. Til að hviða komi fram á mælum, þarf hún að standa í 2-4 sekúndur. Allar hæstu vindhraðatölur eru úr slíkum hviðum. í öðru lagi er mældur eða áætlaður meðalvindur í 10 mínútur og út frá þvi er sagt að vindur hafi verið svo og svo mörg vindstig, eftir þessum meðalvindi. Þegar talað er um vindstig, er því átt við meðalvind í 10 mínútur. Eilífur ruglingur er hér á milli hjá fólki og er það ekkert skrýtið. Ég veit ekki hvernig best væri að leysa þetta mál, kannski með því að búa til hugtakið hviðustig. Annar ruglingur ná- skyldur þessum er að fyrir 12 til 15 árum var ákveðið að vindstigin væru ekki nema 12, það sem áður var talið 13, 14 o.s.frv. væri líka kallað 12. Ástæða þessarar breytingar var sú, að eftir að vindur nær 12 vindstigum er nær útilokað að meta hvort hann er 12 eða 15. Það er nefnilega hreint ótrúlega hvasst í 12 vindstigum. Það er engan veg- inn stætt á bersvæði, skyggni er mjög takmarkað vegna særoks, sandbyls eða skafrennings og hættulegt er að vera á ferli. Meira að segja er ótrú- lega hvasst í 8 vindstigum. Átta vindstig hafa t.d. talsverð áhrif á göngu. Ef þið eruð á göngu úti í 8 vindstigum, þurfið þið að berjast á móti vindinum ef hann er jafn og ef hann er byljóttur hættið þið að hafa fullt vald á stefnunni. Nóg um þetta. Ofviðraskrá — Um tíðni ofviðra eftir árstímum. Að öðru leyti en því sem hér áður var talið hafa íslensk ofviðri fremur lítið verið rannsökuð. Nokkrar greinar hafa þó endrum og eins birst i Veðrinu, tímariti veðurfræðinga, um einstök veður. Hér á árum áður meðan bretar og þjóðverj- ar stunduðu veiðar á íslandsmiðum lentu togarar þeirra sem kunnugt er oft í hrakningum og fjöldi Seglskipið Egmonl í fellibylnum mikla 1780. Teiknað daginn eftir óveðrið af yfirmanni á skipinu. (Úr bók W. Reids). þeirra fórst. Þetta varð þessum þjóðum hvatning til rannsókna bæði á þeim veðrum sem sköðunum ollu og sömuleiðis á íslenskum ofviðrum almennt. Þessar erlendu rannsóknir ná þó í langflestum til- vikum til svo fárra ára að varasamt er að draga af þeim almennar og víðtækar ályktanir. Fyrir tveimur árum eða svo urðu nokkrar um- ræður um loðnuveiðibann í desember. Inn í þær umræður spannst að nokkru hver mundi vera tíðni ofviðra eftir árstímum hérlendis. Einnig var mikið um þetta rætt eftir Alþingiskosningarnar s.l- vetur. í ljós kom að enginn vissi neitt nákvæmt svar við þessu. Allir voru þó sammála um að há- veturinn, desember til febrúar væri versti tíminn, en það meira af tilfinningu en að einhverjar tölur væru til þar um. Þetta er þó engin algild regla i heiminum að veður séu verst að vetrum. Víða í N- Evrópu er haustið talið verst og til eru þeir staðir þar sem vor eða jafnvel sumar eru verst. Ég gerði vegna þessa allnokkra úttekt á þessu. í byrjun leit ég aðeins á ofviðri yfir landið í heild og gerði enga tilraun til að lita sérstaklega á ofviðratíðni eftir landshlutum, þannig að ýmis mjög staðbundin of- viðri féllu úr, jafnvel þótt þau hafi verið mjög hörð. Alls ekki er auðvelt að skilgreina ofviðri. Margir þættir koma þar við sögu. Ég einblíndi í þessari at- hugun minni á einn þessara þátta, þ.e.a.s. vindinn- Ástæðan er að líklegt má telja að líkur á tjóni fari vaxandi með vindhraða og útbreiðslu ofviðris. Að visu getur vegna annarra þátta orðið meira tjón 1 364 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.