Ægir - 01.07.1981, Page 25
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur:
Sjórinn og miðin
Greinaflokkur
III. Sjógerðir í hafinu milli íslands og Færeyja
— ,,Overflow“ í ágúst-sept. 1973 —
Ingangur
í þessari þriðju grein um sjóinn og miðin við Is-
land (1,2) verður sagt frá sjógerðwn og dreifingu
þeirra í hafinu milli íslands og Færeyja. Efniviður-
>nn eru umfangsmiklar sjórannsóknir, sem voru
gerðar á vegum Alþjóðahafrannsóknaráðsins
(ICES) í ágúst-september 1973 við neðansjávar-
hryggina frá Grænlandi til Skotlands (1. mynd).
Meginmarkmið rannsóknanna var að kanna svo-
nefnt ,,overflow“ eða botnstrauma yfir þessa
■ >nynd. Overflow'73. Ágúst-september 1973. Atltugunarstaðir
a hafinu milli /slands og Skotlands. Skip sem koma við sögu í
Sreininni eru Boris Davidov frá Sovétríkjunum, Meteor og
alter Herwig frá Sambandslýðveldinu Þýskalandi og Bjarni
œmundsson frá Islandi.
hryggi úr Norðurhafi í Norður-Atlantshaf. Var
það gert í framhaldi af sambærilegum athugunum
á vegum ráðsins á Íslands-Færeyjarhrygg sumarið
1960 (Overflow’60 (3)), en að þessu sinni með
áherslu á bætta tækni og þá sérstaklega síritandi
beinar straummælingar frá duflum.
Margar greinar og skýrslur hafa birst um rann-
sóknirnar 1973, eða a.m.k. 50 í árslok 1980 (4).
Þar á meðal er ítarleg úttekt á sjóðgerðum sam-
kvæmt mælingum allra þátttakenda, en hún er
2. mynd. B.D. Alhugunarslaðirsinn hvorum megin við íslands-
Fœreyjahrygg.
ÆGIR — 377