Ægir

Volume

Ægir - 01.07.1981, Page 57

Ægir - 01.07.1981, Page 57
loftnotkun vélar eru tveir rafdrifnir blásarar frá Semco, af gerð MXIRN-60 II, afköst 13000 ni3/klst hvor blásari. Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir raf- mótora og stærri notendur, en 220 V riðstraumur ljósa og almennra nota í íbúðum. Fyrir 220 V kerfið eru þrír 45 KVA spennar 380/220 V. Rafalar á aðalvél eru með samfösunarbúnaði og unnt er að samfasa hjálparvélarrafal hinum í stutt- an tíma. í skipinu er 63 A, 380 V landtenging. Tog- vindur eru knúnar jafnstraumsmótorum sem fá afl frá riðstraumskerfi skipsins i gegnum thyristora til afriðunar. í skipinu er austurskilja frá HDW af gerð TE 1-0, afköst 1 mVklst. Tankmælikerfi er frá Kam- strup Metro A/S, með aflestri i vélarúmi. Fyrir vélarúm er Halon 1301 slökkvikerfi. Ibúðir eru hitaðar upp með heitu lofti, en í loft- rás innblásturs til ibúða er komið fyrir vatnshita- elementi, sem fær varma frá kælivatni aðalvélar og rafhitaelementum til vara og í höfn, en auk þess eru rafmagnsofnar á nokkrum stöðum. Fyrir eftir- hitun á lofti eru hitastýrð rafhitaelement i einstök- um klefum. Fyrir upphitun á neyzluvatni er 140 1 hitakútur með kælivatnshitun og rafhitun til vara. Fyrir verkstæði, hjálparvélarými og ýmiss önnur rými fyrir véla- og tækjabúnað eru rafhitablásarar. Loftræsting fyrir íbúðir er með einum rafdrifnum Llásara frá Semco af gerð GKH-02, afköst 2400 m3/klst. Fyrir eldhús annars vegar og snyrtiklefa hins vegar eru sogblásarar frá Semco, afköst 610 °8 680 m3/klst. Fyrir vinnuþilfar er einn rafdrifinn blásari frá Semco, afköst 2000 m3/klst. Fyrir kreinlætiskerfi eru tvö vatnsþrýstikerfi frá SDR ^0jrup Maskinfabrik/Iron, annað fyrir sjó en hitt ^yrir ferskvatn, stærð þrýstigeyma 300 1. Fyrir vökvaknúinn vindubúnað frá Brusselle eru mjú vökvaþrýstikerfi: eitt i dælurými, fyrir hjálp- urvindur framskips, með 1200 1 vökvageymi og Pfemur rafdrifnum vökvaþrýstidælum, dælur frá “russelle af gerð P 54 R 310, knúnar af 77 KW rafmótorum; eitt í hjálparvélarými, fyrir jálparvindur afturskips með 500 1 vökvageymi og e>uni rafdrifinni vökvaþrýstidælu af gerð P 54 R 10 frá Brusselle, knúin af 77 KW BEN rafmótor; eitt sjálfstætt kerfi fyrir akkerisvindu með 19 Eýý rafdrifinni dælu. Fyrir blóðgunarker, ^ribönd, skutrennuloku, fiskilúgu, bakstroffu- Vludur o.fl. er sjálfstætt vökvaþrýstikerfi með tveimur dælum frá Danfoss, knúnar af 7.5 KW rafmótorum. Fyrir löndunarkrana er sambyggt rafknúið vökvaþrýstikerfi. Fyrir stýrisvél eru tvær rafdrifnar vökvaþrýstidælur. Fyrir lestarkælingu er ein sjókæld kæliþjappa frá Bitzer af gerð K 260 H/VI W, knúin af 7.5 KW rafmótor, afköst 15700 kcal/klst við + 10°C/- / + 30°C og er kælimiðill Freon 22. Fyrir matvæla- kæli er ein loftkæld kæliþjappa frá Bitzer af gerð II La, afköst 1315 kcal/klst við + 10°C/-/ + 30°C, og er kælimiðill Freon 22. íbúðir: Undir neðra þilfari, í framskipi, eru fjórir 2ja manna klefar. Á neðra þilfari er fremst snyrting með tveimur salernisklefum, einum sturtuklefa og sauna-klefa. S.b.-megin þar fyrir aftan er eins manns klefi fyrir matsvein, þá einn 2ja manna klefi, eins manns klefi fyrir 2. vélstjóra og aftast íbúð 1. vélstjóra, sem skiptist í setustofu, svefn- aðstöðu og snyrtingu. B.b.-megin aftan við snyrt- ingu eru tveir eins manns klefar fyrir stýrmenn og aftast íbúð skipstjóra, sem skiptist í setustofu, svefnaðstöðu og snyrtingu. Aftast fyrir miðju er stakkageymsla með þvottaaðstöðu og salernis- klefa. í þilfarshúsi á efra þilfari er fremst borðsalur, b.b.-megin þar fyrir aftan eldhús og kæld mat- vélageymsla með tveimur 400 1 frystikistum, en s.b.-megin stigagangur og matvælageymsla. S.b.- megin við stigagang upp í brú er snyrting. Utveggir og loft í íbúðum eru einangraðir með 100 mm glerull og klætt innan á með plasthúðuð- um spónaplötum. Vinnuþilfar: Vinnuþilfari aftan við netageymslu og dælurými er skipt í tvö rúm, vinnslurými I og II, og er aftara rýmið aðalaðgerðarrýmið. Vökvaknúin fiskilúga er framan við skutrennu og veitir aðgang að þrískiptri fiskmóttöku, um 30 m3 að stærð, aftast í aðgerðarrými. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka, sem er felld lóðrétt niður. Fiskmóttöku er lokað að framan með áluppstillingu og framan við hana er blóðgunaraðstaða. Framan við fiskmóttöku eru fjögur blóðgunarker með vökvaknúnum lyftibúnaði til að hleypa fiskin- um í rennur framan við kerin. Þar framan við eru fjögur aðgerðarborð með aðstöðu fyrir 8 menn, og undir þeim slógstokkur, þversum yfir skip, fyrir ÆGIR — 409

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.