Ægir

Volume

Ægir - 01.06.1982, Page 23

Ægir - 01.06.1982, Page 23
V'Ja halda sig við beina aðild, en óbeina aðild eiga ^fnarfjörður og Garðabær. yparft er að taka fram að gifurlegur hörgull er á g^krunarþjónustu fyrir aldrað fólk. Stendur boð Jomannadagsráðs um slíka samvinnu fyrir þau eUarfélög sem fjær liggja ekki síður en þau sem í sta nágrenni eru og til félagasamtaka og aðila vinna að góðgerða- og menningarmálum. Jmögulegt er að sjá möguleika viðkomandi e'tarfélaga hvers um sig á slíkri byggingu en í vinnu eins og sjómannadagssamtökin bjóða á, virðist slíkt gerlegt. Jfnni flokkun starfsemi á heilbrigðis- og heilsu- ustofnun sem er byggð og rekin sem heimili jlr aldraða er erfitt að koma við. grofum dráttum má þó skipta fyrirhugaðri tek^ Se^'’ ettlr úfangi II, hjúkrunardeildin, er j ln til starfa, í eftirtalda fimm þætti: 2 Ss.theimili aldraðra með íbúðum fyrir 87. rijukrunarheimili aldraðra með rými fyrir 3 b- k’ 75 vistmenn- jónustumiðstöð aldraðra, þar með talin vmnu- og tómstundaaðstaða, bókasafn og kennsla. a) Dagvistun aldraðra. h) Skammtímadvöl aldraðra. e) Göngudeild aldraðra, þar með endurhæf- ing. h) Flutningur aldraðra að og frá heimilinu. e) Fæðissendingar. 1) Aðstoð við heimadvöl, í sérhönnuðum ibúðum aldraðra og öryrkja á lóð Hrafn- istu. ■firði (JJ8Jir^sson- alþingismaður, forstjóri Hrafnistu í Hafnar- 'n?nn. 0rmaður fulltrúráðs Sjómannadagsins, ræðir við vist- 4. Rannsóknarmiðstöð öldrunarsjúkdóma og félagslegra vandamála aldraðra, ásamt bóka- safni, segulböndum, vísindaritum og tímarit- um varðandi öldrunarmál. Um hið síðastnefnda, lið 4, má þegar segja að sú rannsóknarstarfsemi taki til starfa haustið 1980. Hefur augnlæknir fengið aðstöðu á heimilinu til lækningastarfsemi og rannsókna á ákveðnum augnsjúkdóm um. Samkvæmt lögum ber að byggja tvær heilsu- gæslustöðvar fyrir Hafnarfjörð, Garðabæ og Bessastaðahrepp. í byggingu þeirra greiðir ríkis- sjóður 85% kostnaðar og viðkomandi sveitarfélög 15%. Stjórn Hrafnistu hreyfði þeirri hugmynd að önnur þessara stöðva yrði staðsett á I. hæð hjúkr- unarheimilisins. Bæði vegna þeirrar miklu hjálpar sem slík staðsetning yrði við byggingu nauðsyn- legrar aðstöðu fyrir aldraða fólkið (vegna ríkis- framlagsins) og af hagkvæmnisástæðum. En á hjúkrunarheimilinu verður að vera til staðar mest af þeim búnaði sem til þarf á heilsugæslustöð. Þessi hugmynd á ekki fylgi að fagna hjá viðkom- andi sveitarfélögum og er hún því úr sögunni að sinni. Engin lög kveða á um skylduframlag til hjúkr- unarheimila fyrir aldraða. Þessi þjónusta fer fram um nær allt land á spítölunum, sem byggðir voru samkvæmt lögum sem þá giltu um 60% framlag ríkis á móti 40% framlagi sveitarfélaga. Þessi þjónusta er þokkaleg víðast hvar um landið, nema í nokkrum undantekningartilfellum og eru það þá Grund og Hrafnista fyrst og fremst sem hafa kom- ið til hjálpar. Forystumenn heilbrigðismála bæði embættis- menn og stjórnmálamenn hafa s.l. tvö ár, hver um annan þveran, lýst því yfir að neyðarástand ríkti í þessum málum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Já- kvæðar úrslausnir láta hinsvegar standa á sér. Úr því viljum við bæta og leitum þess vegna stuðnings þeirra sem hann vilja og geta látið í té. Um þriðja áfanga hefur enn ekki verið tekin ákvörðun. Hægt er að koma þar fyrir hjúkrunar- heimili af þyngri gerð og möguleiki væri á að koma þar upp heimili fyrir aldrað fólk með geðræn vandamál. En þeir sjúklingar virðast eiga í fá hús að leita hér á landi og er komið fyrir á hinum ólík- legustu stöðum, þeim til niðurlægingar en öðrum landsmönnum til vansæmdar. ÆGIR — 303

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.