Ægir - 01.07.1982, Blaðsíða 22
Málmþreyta (fatigue)
Hér er um að ræða sameiginleg áhrif átaks og
beygju á endingu vírsins. Þegar málmþreytan er
könnuð, er vírinn hífður í sífellu í gegnum blakkar-
hjól með mismiklu átaki. Átakið er oftast 1/4—1/12
af lágmarksslitþoli vírsins. Er þá talað um, að ör-
yggisstuðullinn sé 4:1 og 12:1 o.s.frv. Þvermál
blakkarhjólsins er 18—30 sinnum meira en þver-
mál vírsins. Endingin verður því skemmri sem
átakið er meira (öryggisstuðullinn lægri) og beygj-
an á vírnum krappari.
Ending þeirra vírategunda, sem sýndar voru á 2.
mynd kemur fram á 7. mynd.
í stuttu máli má segja, að venjulegir virar endist
betur en ,,multi strand“ vírar og þrihyrningslaga
vírar. Ennfremur endast jafnlagðir vírar betur en
krosslagðir vírar. Þá verður endingin því betri eftir
því sem einstakir þræðir vírsins eru fleiri. ,,Langs
lay“ vírar endast betur en venjulegir (Z-S eða S-Z)
vírar. Loks endast vírar með stálmerg betur en vír-
ar með tógmerg (sjá 8. mynd).
öryggis -
stucJull
7. mynd. Málmþreytuending mismunandi vírategunda■
Hlutfallsleg
ending
8. mynd. Áhrif mergs og ,,lay“ á endingu víra.
358 — ÆGIR