Ægir - 01.07.1982, Blaðsíða 52
NÝ FISKISKIP
Sjávarborg GK-60
Nýtt fiskiskip bættist við fiskiskipastól lands-
manna 30. janúar s.l. er Slippstöðin h/f á Akur-
eyri afhenti Sjávarborgu GK-60 nýjum eigendum.
Skipið, sem er smíðanúmer 61 hjá stöðinni, er
tveggja þilfara fiskiskip, sérstaklega byggt til nóta-
og flotvörpuveiða á brœðslufiski. Fyrir afhend-
ingu voru gerðar breytingar á skipinu þannig að
stunda mætti netaveiðar og botnvörpuveiðar með
létta vörpu.
Á síðustu tæpum sex árum hefur Slippstöðin h/f
afhent átta stór fiskiskip, þar af sex skuttogara,
tveir þeirra jafnframt búnir til nótaveiða (sjá 5.
tbl. ’82), og tvö nótaveiðiskip, Hilmi SU og Sjáv-
arborgu GK.
Smíði skipsins var með nokkuð sérstökum hætti
en skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi hjá
Gdynska Stocznia Romontowa í Gdynia. Skrokk
ásamt aðalvélarbúnaði keypti Slippstöðin h/f frá
Danmörku og kom hann til landsins í október
1977. Verksali lét síðan lengja skrokkinn um 6 m
og byggja yfir aðalþilfar og annaðist það verk Þor-
geir & Ellert h/f á Akranesi en í marz 1978 var
skrokkurinn dreginn til Akureyrar og síðan unn-
ið við skipið í ígripum vegna söluerfiðleika. í
maí 1981 var smíðinni lokið miðað við upphaflegu
veiðimöguleika og hlaut skipið þá nafnið Þórunn
Hyrna EA-42 og í eigu Slippstöðvarinnar h/f.
Seint á s.l. ári samdi fyrirtækið Sjávarborg h/f í
Sandgerði um kaup á skipinu og lét gera breytingar
á því hjá Slippstöðinni. Breytingar í stórum drátt-
um voru: Breytingar á afturþilfari vegna togveiða,
þ.e. vörpuvinda flutt framar, útbúin trollbraut á
þilfar og nótakassaþili breytt í boltað þil, sem fjar-
lægt er á togveiðum; settar síðulúgur fyrir drátt og
lagningu neta; komið fyrir fiskmóttöku og að-
gerðaraðstöðu í milliþilfarsrými; gerðar breytingar
í lest fyrir lestun og geymslu á botnfiski og bætt við
tveimur vindum vegna neta- og togveiða.
cK í
Eins og fram hefur komið er Sjávarborg u .
eigu samnefnds hlutafélags í Sandgerði. SkipyJ
á skipinu er Ölver Skúlason og 1. vélstjóri ™ ^
Geirsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er rioj
Þórsson.
Almenn lýsing: Qg
Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglun1 -
undir eftirliti Det Norske Veritas, í flokki í* 1 ’
Fishing Vessel, S, Ice C,Ö& MV. Skipið er tve^
þilfara fiskiskip, búið til alhliða veiða, með ga ^
laga skut og tveggja hæða yfirbyggingu aftan
efra þilfari.
Mesta lengd ....................... 46.65 m
Lengd milli lóðlína................ 41.10 1,1
Breidd ............................. 8.00 m
Dýpt að efra þilfari ............... 7.00 111
Dýpt að neðra þilfari............... 4.70 111
Mesta djúprista (v/styrkleika) ..... 4.70 111
Eiginþyngd .......................... 614 1
Særými (djúprista 4.70 m) .......... 1154 1
Burðargeta (djúprista 4.70 m) ....... 540 1
Lestarými (undirlestar) ............. 597 m
Lestarými (milliþilfarslest) ........ 194
Brennsluolíugeymar (svartolía) .... 65
Brennsluolíugeymar (dieselolía) .... 20 m3
Daggeymar ........................... 6.8 m^
Sjókjölfestugeymar.................... 50 m3
Ferskvatnsgeymar ..................... 30 m
Ganghraði (reynslusigling) ......... 13.2 nn
Rúmlestatala ........................ 452 br ■
Skipaskrárnúmer..................... 1586
'ii a pál&^'
Sjávarborg GK-60 í reynslusiglingu. Ljósm.: Poll
388 — ÆGIR