Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1982, Blaðsíða 52

Ægir - 01.07.1982, Blaðsíða 52
NÝ FISKISKIP Sjávarborg GK-60 Nýtt fiskiskip bættist við fiskiskipastól lands- manna 30. janúar s.l. er Slippstöðin h/f á Akur- eyri afhenti Sjávarborgu GK-60 nýjum eigendum. Skipið, sem er smíðanúmer 61 hjá stöðinni, er tveggja þilfara fiskiskip, sérstaklega byggt til nóta- og flotvörpuveiða á brœðslufiski. Fyrir afhend- ingu voru gerðar breytingar á skipinu þannig að stunda mætti netaveiðar og botnvörpuveiðar með létta vörpu. Á síðustu tæpum sex árum hefur Slippstöðin h/f afhent átta stór fiskiskip, þar af sex skuttogara, tveir þeirra jafnframt búnir til nótaveiða (sjá 5. tbl. ’82), og tvö nótaveiðiskip, Hilmi SU og Sjáv- arborgu GK. Smíði skipsins var með nokkuð sérstökum hætti en skrokkur skipsins var smíðaður í Póllandi hjá Gdynska Stocznia Romontowa í Gdynia. Skrokk ásamt aðalvélarbúnaði keypti Slippstöðin h/f frá Danmörku og kom hann til landsins í október 1977. Verksali lét síðan lengja skrokkinn um 6 m og byggja yfir aðalþilfar og annaðist það verk Þor- geir & Ellert h/f á Akranesi en í marz 1978 var skrokkurinn dreginn til Akureyrar og síðan unn- ið við skipið í ígripum vegna söluerfiðleika. í maí 1981 var smíðinni lokið miðað við upphaflegu veiðimöguleika og hlaut skipið þá nafnið Þórunn Hyrna EA-42 og í eigu Slippstöðvarinnar h/f. Seint á s.l. ári samdi fyrirtækið Sjávarborg h/f í Sandgerði um kaup á skipinu og lét gera breytingar á því hjá Slippstöðinni. Breytingar í stórum drátt- um voru: Breytingar á afturþilfari vegna togveiða, þ.e. vörpuvinda flutt framar, útbúin trollbraut á þilfar og nótakassaþili breytt í boltað þil, sem fjar- lægt er á togveiðum; settar síðulúgur fyrir drátt og lagningu neta; komið fyrir fiskmóttöku og að- gerðaraðstöðu í milliþilfarsrými; gerðar breytingar í lest fyrir lestun og geymslu á botnfiski og bætt við tveimur vindum vegna neta- og togveiða. cK í Eins og fram hefur komið er Sjávarborg u . eigu samnefnds hlutafélags í Sandgerði. SkipyJ á skipinu er Ölver Skúlason og 1. vélstjóri ™ ^ Geirsson. Framkvœmdastjóri útgerðar er rioj Þórsson. Almenn lýsing: Qg Skipið er smíðað úr stáli samkvæmt reglun1 - undir eftirliti Det Norske Veritas, í flokki í* 1 ’ Fishing Vessel, S, Ice C,Ö& MV. Skipið er tve^ þilfara fiskiskip, búið til alhliða veiða, með ga ^ laga skut og tveggja hæða yfirbyggingu aftan efra þilfari. Mesta lengd ....................... 46.65 m Lengd milli lóðlína................ 41.10 1,1 Breidd ............................. 8.00 m Dýpt að efra þilfari ............... 7.00 111 Dýpt að neðra þilfari............... 4.70 111 Mesta djúprista (v/styrkleika) ..... 4.70 111 Eiginþyngd .......................... 614 1 Særými (djúprista 4.70 m) .......... 1154 1 Burðargeta (djúprista 4.70 m) ....... 540 1 Lestarými (undirlestar) ............. 597 m Lestarými (milliþilfarslest) ........ 194 Brennsluolíugeymar (svartolía) .... 65 Brennsluolíugeymar (dieselolía) .... 20 m3 Daggeymar ........................... 6.8 m^ Sjókjölfestugeymar.................... 50 m3 Ferskvatnsgeymar ..................... 30 m Ganghraði (reynslusigling) ......... 13.2 nn Rúmlestatala ........................ 452 br ■ Skipaskrárnúmer..................... 1586 'ii a pál&^' Sjávarborg GK-60 í reynslusiglingu. Ljósm.: Poll 388 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.