Ægir - 01.02.1983, Síða 19
^aldimar Unnar Valdimarsson:
Sölusamband íslenskra
fiskframleiðenda 50 ára
a aum getur dulist að saltfiskframleiðsla er einn
m|kilvægustu hornsteinum íslenska þjóðarbús-
ms- Arið 1981 námu tekjur af saltfiskútflutningi til
®mis tæpum 17% af heildarverðmæti íslenskra
Utnutningsafurða.
* ^rra v°ru liðin 50 ár frá þvi íslenskir saltfisk-
^amleiðendur stofnuðu Sölusamband íslenskra
ls ffamleiðenda til að annast sölu á afurðum sín-
^m- I hálfa öld hafa saltfiskframleiðendur talið sér
a8 í að sameina kraftana í þessum félagsskap. Á
essum tímamótum er vissulega vert að rifja upp
b° ^Ur atriði úr sögu S.Í.F. en áður en við gerum
a skulum við skyggnast dálítið aftur í aldirnar.
^orsagan
'Atanlega hafa íslendingar allt frá fyrstu tíð nýtt
er það sem hafið hefur haft upp á að bjóða. Enda
s°tt hér hafi um aldir ríkt einhæft landbúnaðar-
v ,.m ^a8 gafst alltaf einhver tími til að ýta kænu úr
1 °r °S saekja gull i greipar Ægis. Það sem mör-
n 'nn torgaði ekki sjálfur var flutt út og á 14. öld
höfðu skreið og lýsi leyst vaðmálið af hólmi sem
uppistaðan í útflutningsafurðum landsmanna.
Um aldir var íslenskur fiskur nær eingöngu
verkaður í skreið. Saltfiskur varð í raun ekki ís-
lensk vara fyrr en á 18. öld. Um miðja 18. öld var
saltfiskverkun farin að ryðja sér æ meira til rúms
með fiskveiðiþjóðum Evrópu, eftir því sem þil-
skipaútgerð þeirra jókst og aflinn var sóttur lengra
frá ströndum heimalandanna. Fregnir af þessari
verkunaraðferð bárust til íslands og helstu fram-
faramenn þjóðarinnar tóku að beita sér fyrir því
að landsmönnum yrði kennt að strá salti á fiskinn
sinn og framleiða þannig úr honum betri vöru til
útflutnings.
Það kom í hlut Almenna verslunarfélagsins, sem
sá um íslandsverslunina á árunum 1764—
1774, að hrinda saltfiskverkun alvarlega af stað
hér á landi og afla markaða fyrir íslenskan saltfisk
við Miðjarðarhaf. Þó var það ekki fyrr en líða tók
á 19. öldina sem saltfiskur fór fram úr skreið sem
aðalútflutningsvara landsmanna. Meginmarkað-
irnir fyrir saltfiskinn voru, eins og jafnan síðan, í
kaþólsku löndunum við Miðjarðarhaf. Til dæmis
var fiskurinn oft fluttur beint til Spánar og fékkst
þannig betra verð fyrir hann.
Um síðustu aldamót tóku að koma verulegir
brestir í hið aldagamla og einhæfa, íslenska land-
búnaðarsamfélag. Útgerð þilskipa og síðar togara
ýtti undir þéttbýlismyndun. Fjöldi fólks tók þann
kostinn að kveðja fjósið og féð í sveitinni, hleypti
heimdraganum og flykktist á mölina. Þar var helst
að fá vinnu við saltfiskverkun. Þannig má með
sanni segja að það hafi verið saltfiskurinn sem stóð
undir þeim viðtæku þjóðfélagsbreytingum sem
einkenndu síðustu áratugi 19. aldar og fyrstu ára-
tugi þeirrar tuttugustu. Sem dæmi má nefna að á
ÆGIR — 67