Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1984, Qupperneq 17

Ægir - 01.11.1984, Qupperneq 17
vegna annarra veiða fremur en að útiloka millifærslu milli skipa. Að fenginni þessari reynslu tel ég að reglur um stjórn fiskveiða á næsta ári verði að taka nokkrum breytingum. Viðmiðun fyrir afla- mark fiskiskipa á árinu 1985 tel ég þó, að verði að vera það sama og það var í ár í megindráttum, þó verði núverandi meðalkvótar endurskoðaðir eftir föngum m.a. með ti 11 iti ti I afI a meðal kvótaski p- anna í ár. Jafnframt verði öllum útgerðum fiskiskipa boðið upp á sóknarmark sem annan valkost. Helsti ávinningur þess er að þá er ekki lengur þörf fyrir meðalkvóta °g þeir sem telja sig afskipta í aflamarki eiga möguleika á að bæta sinn hag. Þetta sóknarmark verður þó að vera bundið ákveðnum hámarksafla helstu tegunda svo sem þorsks og karfa. bá kemur til álita að ekki verði heimilt að breyta um val, skipta á kyótum eða sóknardögum milli skipa í sitt hvoru fyrirkomulag- inu. Að öðru leyti má notast við oúverandi reglur í stórum dráttum þannig að þær myndi einskonar beinagrind fyrir regl- urnar á næsta ári. Frávikin verða a5allega fólgin í útfærslu ýmissa ákvæða reglnanna og í því að þær gildi jafnframt um allar sérveiðar í meginatriðum, s.s. humarveið- ab síldveiðar, rækjuveiðar, loðnuveiðar og skelveiðar, þótt síðar verði fjallað nánar um þær í samræmi við aðstæður á hverjum tíma. Þá er Ijóst að ýmsar greinar oúverandi reglna verða felldar oiður eða breytt verulega og skal þar sérstaklega nefna ákvæði um skerðingu vegna veiða sérafla, frátafir, eigenda- og skipstjóra- skipti o.fl. Mörg atriði tel ég þó að geti verið óbreytt og ber sérstaklega a& nefna ákvæði um veiðileyfi, hokkun skipa í útgerðarflokka og stærðarflokka, skiptingu aflans milli flokka og skipa, framkvæmd, eftirlit, viðurlög og fleira. Ég tel sérstaklega mikilvægt að endurskoðunin á núverandi reglum taki sérstaklega til gildis- tíma reglnanna og leyfisveitinga. Þá þarf að huga vel að þvíað regl- urnar geri sem auðveldast að flytja skip á milli landshluta og hægt sé að taka upp breytta útgerðarhætti án mikilla vand- kvæða. Þá verður sérstaklega að útfæra sóknarmarkmið betur og endurskoða það með tilliti til veiðarfæra, útgerðarhátta og stærðar skipa. Fiskveiðistefnan verður að gera kleift að auka gæði fiskafla og bæta afkomu útgerðar og sjómanna. Fiskveiðistefnan verður einnig að tryggja sem best heiidarhagsmuni landsmanna. Flana verður að hefja upp yfir stundarhagsmuni og togstreitu einstakra aðila. Þetta er erfitt verkefni en frá því verður ekki hlaupist. Við verðum allir sem einn að standa saman og leysa verkefnið. Annað er flótti og uppgjöf, semeykurvandaokkar. Það er höfuðskylda stjórnvalda á hverjum tíma, svo og allra sjómanna og útgerðarmanna, að standa vörð um fiskstofnana sem eru og verða um ókomna tíð stærsta lífsbjörg þjóðarinnar og grundvöllur mannlífs í landinu. Löng barátta fyrir yfirráðum landsins og miðanna var ekki háð til að fá sjálfsvald til að eyða auð- lindunum. Hún var háð til að við gætum sjálfir gætt fjöreggsins af nærgætni og virðingu. Hún var háð fyrir komandi kynslóðir. Ef við gleymum því erum við að gera fórnir forfeðranna að engu og í reynd að bregðastöllu sem er og á að vera okkur kærast. Nauðsynlegt er að menn gangi til samstarfs meðopnum huga um lausn þessa erfiða verkefnis sem bíður okkar. Án samstarfs og gagnkvæms skilnings verður verkefnið ekki leyst. Ég hef hér lýst þeirri skoðun minni að við eigum að halda áfram á þeirri braut sem við nú erum á í stjórn fiskveiða. Jafn- framt að margt þurfi að færa til betri vegar. Ég hef tæpt á nokkr- um þeirra atriða sem skoða þarf í Ijósi fenginnar reynslu og varpað fram hugmyndum til úrbóta. Núverandi reglur um stjórn veið- anna voru settar til reynslu í eitt ár. Þær má útfæra, laga og þróa svo flestir sem við þær þurfa að búa geti við unað. Góðir þingfulltrúar! Fiskifélag íslands hefur á þessu ári unnið mikilvægt starf í þágu íslensk sjávarútvegs. Að undan- förnu hefur Fiskiþing verið undir- búið með fundum um allt land. í ályktunum fiskideilda og fjórð- ungssambanda koma fram mis- munandi sjónarmið sem þarf að samræma. Það hvílir á ykkur mikil ábyrgð aðsamræmasjónar- miðin þannig að það þjóni sem best heildarhagsmunum sjávarút- vegsins. Ég hef mikið traust á störfum ykkar og veit að niður- stöður Fiskiþings verða þýðing- armikill grundvöllur fyrir þær ákvarðanir sem nú þarf að taka á næstunni um stjórnun fiskveiða. Ég þakka gott samstarf á liðnu ári og þakka stuðning sem stjórnun veiðanna hefur notið á ykkar vettvangi. Ég óska þinginu heilla og velfarnaðar í störfum. ÆGIR-529
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.