Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1984, Page 29

Ægir - 01.11.1984, Page 29
beinlínis til þess að umfjöllun um þessa afurðaflokka geti orðið nægjanlega heilsteypt. Sýnir betta, svo og þær góðu móttökur sem bókin hefurfengið, hvetíma- bært það var að hleypa þessu verki af stokkunum. Fóðurgerð fyrir fisk- og loðdýrarækt Möguleikar íslendinga í fisk- °g loðdýrarækt hafa jafnan verið tengdir ódýrri öflun fiskúrgangs til fóðurgerðar. Þó er Ijóst að ^nikið starf er óunnið við rann- sóknir á næringargildi hinna ýmsu tegunda fiskúrgangs sem til fellur hér á landi, því það getur verið mjög breytilegt eftir teg- undum og árstíðum. Nú er unnið a& rannsóknum á hráefnum til fóðurgerðar fyrir loðdýr, en það er gert í samvinnu við Rannsókna- stofnun landbúnaðarins og Bún- aðarfélag íslands. Einnig eru athuganir hafnar á hráefnisöflun til fóðurframleiðslu fyrir fiskeldi. Meltur eru vissulega einn af þeim kostum sem til greina koma sem ^oðdýra- og fiskeldisfóður. Þótt tiIraunir með framleiðslu melta úr fiskslógi og ruslfiski sé nú lokið, bá er tilraunum með úrvinnslu ^eltu haldið áfram. í ágætri sam- vinnu við fiskmjölsverksmiðju Einars Guðfinnssonar hefur góður árangur náðst með að Þykkja meltur í soðeimingartækj- um. Þannigfæst nú meltuþykkni með 60 til 80% þurrefnisinni- haldi og hefur því verið blandað uaeð ágætum árangri í grasköggla að Gunnarsholti. Reynslan í Bol- ungarvík sýnir að sé lýsi unnið úr uaeltunni og afgangurinn í fisk- utjöl þá eykst aflaverðmæti tog- ara um 3—4% þegar búið er að taka tillittil kostnaðar. Þótt þetta sé e.t.v. ekki ýkja mikið, þá er Ijóst að þessar tölur má hækka verulega sé meltuþykknið notað beint til loðdýraræktar, eða fiskeldis. Meltuvinnsla er þegar hafin um borð í tveimur íslensk- um togurum og hafa fleiri ráðgert að koma upp slíkum búnaði í sínum skipum. Matsmáiin Ekki get ég sagt skilið við þennan pistil án þess að minnast á matsmálin. Mönnum eræ betur að verða Ijóst að langt er í það að fundin verði ein einföld rann- sóknarstofuaðferð til að mæla gæði áfiski. Skynmaterennþáog verðurvafalaustum langaframtíð sú aðferð sem gefur besta raun, þótt mikilvægur árangur hafi náðst með efna- og eðlisfræði- legum aðferðum. Skynmat þarf hins vegar að staðla og samræma og matsmenn þurfa að vera í stöðugri þjálfun. Með svokölluð- um samræmingarnámskeiðum fyrir matsmenn hefur verið þróuð aðferðafræði sem gerir það m.a. kleit't, að búa til gæðamatskerfi, sem tengja á skynmatið betur en áður við efna- og gerlafræðilegt gæðamat. Námskeið sem byggja á þessari aðferðafræði ættu að verða fastur liður í þjálfun mats- manna í framtíðinni. í sambandi við endurskoðun á ferskfiskreglu- gerðinni var gerð fræðileg úttekt á ferskfiskmati eins og það er framkvæmt í dag og sundurlið- uðu mati, eða punktamati, eins og það hefur verið nefnt. Miðaði þessi rannsókn að því að kanna hvaða vægi mismunandi gallar hefðu, eins og t.d. blóðgallar, los og lykt. Niðurstaðan varð á þá lund að vægi þessara atriða er innbyrðis jafnt og ætti því að vera auðvelt að setja saman punkta- matskerfi, sem yrði sambærilegt við hefðbundna matskerfið, eða kerfi sem byggði á nýjum upplýs- ingum frá fiskvinnslunni um fjár- hagslega þýðingu mismunandi galla. Kostir punktamats eru ótvíræð- ir, bæði með tilliti til samræmis og sem tæki til gæðastýringar í vinnslustöðvunum. Hins vegar eru ýmsir möguleikar á útfærslu þess konar matskerfis. Því er mikilvægt að halda þessari vinnu áfram, því vel skipuiegt gæða- matskerfi ætti bæði að vera hags- munamál útgerðar og fisk- vinnslu. ÆGiR - 541

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.