Ægir - 01.11.1984, Side 31
• Strandstöðvakerfi, sem sér um
sjálfvirk samskipti milli skips
og landsogsendirtilkynningar
áfram til eftirlitsstöðvar.
• Fjarski ptakerfi milli strand-
stöðva og eftirlitsstöðvar.
• Tölvumiðstöð í eftirlitsstöð,
sem tekur við og vinnur úr
öllum gögnum og stjórnar
kerfinu.
Loran-C kerfið er almennt
notað af íslenskum fiskiskipum
°g gefur nákvæma staðsetningu
yíðast hvar umhverfis landið.
Ortölva tekur við Loran-C mæl-
'ngunum og setur þær ásamt
skipaskrárnúmeri skipsins í
skeyti, sem sent er um talstöð til
strandstöðvar, þegar uppkall
berst. Gert er ráð fyrir, að skips-
búnaðurinn verði sambyggður í
eitt tæki. Strandstöðvarnar kalla
skipin upp hvert af öðru sam-
kvæmt skipun frá tölvumiðstöð
og senda svarskeytin tafarlaust
áfram til eftirlitsstöðvarinnar.
Aðaltölvan þar vinnur síðan úr
skeytinu, finnur heiti skipsins,
ákveður staðsetningu og setur
niðurstöðurnar fram á skjái eins
og sýnt er á mynd 2. Þannig má
nota myndræna framsetningu líkt
og á ratsjárskjá, auk þess að geta
kallað fram nánari upplýsingar
um einstök skip á töfluformi.
Tilraunakerfi Verkfræðistofn-
unar hefur flesta þá þætti, sem
þyrftu að vera fyrri hendi í full-
búnu ti Ikynni ngakerfi og hér
hefur verið lýst. Nauðsynlegum
skipsbúnaði, þ.e. Loran-C tæki,
örtölvu og talstöð, hefur verið
komið fyrir í Akraborginni, sem
er einstaklega hentugt skip fyrir
byrjunartilraunir með þetta kerfi
vegna reglubundinna ferða milli
Akraness og Reykjavíkur og
góðrar aðstöðu um borð. Bún-
aður verður væntanlega settur í
fleiri skip á næsta ári.
Fjarskipti í tilraunakerfinu fara
fram á rás 69 á metrabylgjunni
(VHF), sem Verkfræðistofnun
hefur fengið til afnota í þessu
skyni. Stutt skeyti með skipa-
skrárnúmeri skipsins og Loran-C
ÆGIR - 543