Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 37

Ægir - 01.11.1984, Blaðsíða 37
2.7. Gæðamat Hvert flak var gæðaflokkað af bremur matsmönnum sem mátu óháð hver öðrum. Starfsmenn Framleiðslueftirlits sjávarafurða, önnuðust ferskfiskmatið, en auk beirra höfðu matsmenn S.Í.F. saltfiskmatið með höndum, en eftirlitsmenn sjávarafurðadeildar S.Í.S. ogS.H. höfðufreðfiskmatið með höndum. Ferskfiskmatið var framkvæmt skv. reglugerð um mat á ferskum hski (1970), en saltfiskmatið eftir reglugerð um saltfiskmat (1973). Samkvæmt þessum reglum er fiskurinn flokkaður í fjóra flokka, 1- fl. er gallalaus vara en 4. fl. úrkast, óhæfurtil manneldis. Lit- blær á saltfiski og kúttsári var metinn á eftirfarandi hátt: Eink- unn 1: litur Ijós og eðlilegur, einkunn 3: greinilega dökkur litur, en einkunn 2: millilitur. Freðfiskmatið var gert á upp- þíddum flökum, eftir að búið var að skera þunnildin frá, en flökin og þunnildin voru metin sín í hvoru lagi. Notað var matskerfi sölusamtaka hraðfrystiiðnaðarins (Valdimarsson, 1981), en skv. því fá gallalaus flök einkunnina 5 en óhæfflökeinkunnina 1. Þunn- iidin voru metin eftir sama kerfi. 2.2. Gagnaúrvinnsla Úr matsniðurstöðum var unnið á tvo vegu. í fyrsta lagi var meðal- einkunn hvers hóps reiknuð og í öðru lagi var reiknað út hlutfall flaka (eða þunnilda) sem dæmd- ust í „háan gæðaflokk". Til að flök eða þunnildi dæmdust í ákveðinn flokk þurftu a.m.k. tveir matsmanna að vera sammála um niðurstöðuna. Fersk og söltuð flök sem dæmdust í 1. flokk töldust vera í háum gæðaflokki. Fyrir fryst flök og þunnildi gilti hins vegar eink- unn 4 eða 5. Við tölfræðiútreikn- ingana voru einungis meðaleink- unnir notaðar. Tilraunirnar tvær voru gerðar upp tölfræðilega, bæði sín í hvoru lagi og saman. Fervika- greining vargerðtil aðfinnaáhrif hverrar meðferðar á matsniður- stöður. Þannig var unnt að reikna út svonefnd P gildi, sem er mæli- kvarði á það hvort munur á milli aðgerðahópanna er marktækur. Nánari grein er gerð fyrir töl- fræðiútreikningunum og niður- stöðum þeirra í enskri útgáfu þessarar greinar (Valdimarsson o.fl., 1984). 3. NIÐURSTÖÐUR Mjög fáir fiskar sýndu einkenni um aðra galla en þá sem stöfuðu af mismunandi aðferðum við blóðgun og slægingu, enda voru slíkir gallar, t.d. los og aðgerðar- gallar, ekki teknir með í lokaupp- gjörinu. Nokkur munur var á niður- Mynd 7. Tilhögun tilrauna með blóðgun og slægingu á þorski. ÆGIR-549
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.