Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 22

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 22
blettir og ekki áberandi gogg- stungur eða aðrir meðferðar- gallar. Sjáanlegir ormar mega ekki vera fleiri en 10 í hverjum fiski. 3. flokkur. Fiskur, sem ekki er hæfur í 2. flokk vegna meiri- háttar galla, en sem vinna má úr lægstu gæöaflokka fiskaf- urða til manneldis. Fiskurinn skal vera efnislega óskemmd- ur, blóðgaður, laus við grein- anlega súr-, ýldu- eða slag- vatnslykt, ókraminn, órifinn og ekki með samfelldum blóðæðum eða blóðflekkjum. Úrgangsfiskur. Allur fiskur, sem ekki er hæfur í framantalda flokka. Verðlagsráð sjávarútvegsins, sem skipað er fulltrúum kaup- enda og seljenda og oddamanni frá Þjóðhagsstofnun ákveðurverð á hverjum gæðaflokki. Verðhlut- föll milli gæðaflokka eru breyti- leg og stjórnast að hluta til af markaðsmálum erlendis. Vorið 1983 setti ráðuneytið á stofn nefnd til að endurskoða þáver- andi reglugerð um mat á ferskum fiski, sem verið hafði í gildi frá 1970. í nefnd þessari áttu sæti fulltrúar helstu hagsmunaaðila í sjávarútvegi, þ.e. sölusamtaka, fiskverkenda, útvegsmanna og sjómanna auk fulltrúa frá Rann- sóknastofnun fiskiðnaðarins, Háskóla íslands, Fiskvinnsluskól- anum og Framleiðslueftirliti sjáv- arafurða. Nefnd þessi hafði að leiðarljósi, að reglugerðin ætti að hvetja til bættra gæða þess afla, sem á land berst. Til þess að betra hráefni berist þarf gæðamat og verðlagning afla að vera þannig, að það launi sig að koma með góðan afla að landi. Grundvöllur þess að slík hvetjandi verðlagn- ing nái tilgangi sínum eraðgæða- matið endurspegli gæði hráefnis í vinnslu og sé nákvæmt og vel samræmt. Meta þarf ferskleika, áferð, meðferðargalla og öll önnur atriði, sem hafa áhrif á vinnslu og gæði þeirra afurða sem fást. Nefndin ákvað að gera athugun á gæðamati á ferskfiski. Hugmyndin var sú að koma á nýju matskerfi. Við núverandi flokkun þarf að vega saman mörg atriði í einu til að flokka fiskinn. Gera má ráð fyrir að gæðamat, sem byggt væri á mati á hverjum gæðaþætti fyrir sig, yrði mun nákvæmara og auðveldara yrði að gefa skýrar viðmiðunarreglur og samræma störf matsmanna. Að loknu mati á einstökum gæða- þáttum má finna heildarmat fyrir sýni og nota til verðákvörðunar. Verðlagningaraðilar geta þá flokkað fiskinn í ákveðna verð- flokka eða haft línulegt verðlagn- ingarkerfi eftir óskum hlutaðeig- andi hagsmunaaðila. Tilgangur athugananna, sem hér verður lýst var eftirfarandi: 1. Að skrá alla þætti, sem hafa áhrif á gæði hráefnis til hvaða verkunar sem er. 2. Að finna samband þessara þátta við núverandi gæða- flokkun. 3. Að gera tillögur um nýtt mats- kerfi byggt á mati á einstökum gæðaþáttum. 2. FRAMKVÆMD Helstu gæðaþættir í íslensku hráefni voru taldirvera: lykt, los, blóðæðar í þunnild- um, litur í holdi, blóðblettir, goggstungur, fjöldi orma, inn- yflaskemmdir. Allir þessir þættir koma inn í núgildandi flokkamat. Gerðar voru lýsingar á hverjum gæða- þætti og var að mestu leyti stuðst við nýlegt skynmatskerfi sölu- samtakanna, sem þau nota við eftirlit sitt. Þrír fiskiðnaðarmenn sáu um framkvæmd athugananna í sam- vinnu við starfandi ferskfiskmats- menn, sem mátu samkvæmt nú- gildandi flokkamati. Við hverja skoðun var greirit frá veiðidegi, fisktegund, veiði- skipi, veiðarfæri og löndunar- stað. Greint var frá hvort fiskur væri lifandi blóðgaður eða dauð- blóðgaður ef um netafisk var að ræða. Greint var frá meðferð eins og röðun í kassa, þvotti, ísun o.fk ef um togarafisk var að ræða. Sja mynd 1. Fiskurinn varflatturfyrir matog gefin einkunn fyrir lykt, los, blóð- æðar í þunnildum og lit í holdh og fjöldi blóðbletta, innyfla- skemmda, goggstungnaogsjáan- legra orma talinn og skráður- Starfandi ferskfiskmatsmenn mátu síðan hvern fisk samkvæmt núgildandi flokkakerfi. Við úrvinnslu niðurstaðna var gert yfirlit yfir gögnin. Gerð var aðhvarfsgreining á sambandi miH1 núgildandi flokkamats og met- inna atriða. Kannað var hvort sambandið milli núgildandi mats og metinna atriða væri línulegtog einnig að metin atriði kæmu inn i flokkamatið sem þættir. Sömu- leiðis voru könnuð áhrif mats- stöðva, veiðarfæra og fisktegund- ar. 3. NIÐURSTÖÐUR Hér verður nær eingöngu fjallað um mat á þorski. Alls voru skoðaðir 2067 fiskar, 1049 veiddir í botnvörpu og 998 fiskar í net. Af netafiski voru lifandi blóðgaðir alls 400 fiskar og dauð- blóðgaðir 422 fiskar en óflokk- aðir alls 176 fiskar. Fiskinum var landað á fjórum stöðum (mats- stöðvum). 70-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.