Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 30

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 30
færaslóð, þótt hún reyndist fót- reipistrolli þeirra staksteinótt. Það var aldeilis ekki nóg að renna niður hér og þar handlóðinu með smjörlíkisskálinni neðan í og sjá, að það hafði komið niður á sandbotn, það gat reynst margur steinninn íbotninum skeinuhætt- ur þrítvinningsvörpunni og fót- reipinu, sem sat fast á minnstu steinnibbu. Ekki var heldur mikil stoð í sjókortunum til togveiða. Dýpis- tölur voru mjög strjálar og kortin sýndu ekkert um botngerðina. Það má segja, að aðalaðferðin við aðfinna úthvernigtogaskyldi á ókunnri slóð væri sú að festa trollið og þá rífa og láta út bauju á festuna. Þetta var auðvitað bæði seinleg aðferð til að kynnast slóðinni og kostnaðarsöm og frámunalega erfið mannskapnum ogolli löngumfrátöfumáveiðun- um, skipin lágu heilu og hálfu sólarhringana í bætingu. Um þessar mundir voru Eng- lendingar að byrja að nota á vondum botni trébobbinga á miðju fótreipinu (bússuminu). Þessir trébobbingar sem flestir gamlir togaramenn muna vel, voru trérúllur, 10-12 tommu þykkar og allt að tveimur fetum í þvermál, og rúllurnar voru heilar nema mjótt gat í miðjunni fyrir fótreipið sem bobbingarnir voru dregnir upp á. Hringurinn var klæddur með járni þegar almenn notkun var komin á þessa bobbinga, því að óvarðir vildu þeir urgast strax upp á grýttum botni. Þessar rúllur voru kallaðar bobbins á enskunni en bobbingar á íslenzkunni. Til varð orðið botnvöltrur, haglega smíðað nýyrði, en ekki nógu þén- anlegt og náði ekki að festast í máli manna. Þeir reyndu að nota trébobb- inga á Forsetanum, en Bergur sagði að rifrildið hefði heldur versnað við það en hitt, af því að skipið réð ekki nógu vel við bobbingana. „Hann tróð trollið", sagði Bergur, „svo að við tókum þá af". Þórður staðfesti þetta og sagði Forsetann ekki hafa verið gott togskip, hann hefði til dæmis misst fljótt ferð, ef einhver bræla var á móti. Eitthvað trúi ég tog- krafturinn væri aukinn síðar með betri nýtingu á dampi (yfirhitun) og fleiru. Forsetinn var með stórt troll á þessum tíma, 75 feta höfuðlínu, en algengast var 60—70 fet. Þótt trébobbingarnir yltu betur yfir smáójöfnur en bert fótreipið, þá voru þeir þyngri í drætti og það getur verið, að þeir á Forsetanum hafi verið með of stóra bobbinga. Menn voru enn að þreifa sig áfram með þennan búnað á fót- reipinu og finna hvað hentaði skipum þeirra. Stærstu bobbing- arnir, 22 tommu bobbingar geta hafa verið þessum skipum ofviða. Ekki var um að ræða að toga á dýpra vatni en 80—90 föðmum og almennt héldu þessi skip sig á 60—70 föðmum og það takmark- aði náttúrlega veiðislóðina. Þegar loks var fundin viðun- andi togslóð vartekið miðaffjöll- um og stefnur krotaðar inn í kort og svo togað út frá baujum. Það er ekki sanngjarnt að kenna það reynsluleysi fyrstu íslenzku togaraskipstjóranna, hversu erfiðlega þeim gekk að halda heilli vörpu fyrstu árin. Meginorsökin var sú, sem rakin hefur verið, að þeir gátu tak- markað nýtt sér togslóðir Eng- lendinganna vegna þess að þeir lögðu alla áherzluna á þorsk- veiðar en hinir á ýsu og kola, og íslendingarnir hlutu því að leita fyrir sér á ókunnum togslóðum, með veika vörpu ogfótreipistroll. Þá er og að nefna það, að vængendunum var lásað í hler- ana. En eftir að grandaratrollin komu, og hlerarnir urðu eina 50 faðma á undan vörpunni í drætú gátu menn sem nákvæmir voru og fylgdust með vírunum, oft fundið, þegar hlerarnir fóru að skella í grjót og bjargað vörpunn' með því að stoppa strax og hífa upp. Þetta var ekki hægt þegat vængendunum var lásað í hler- ana, þá var varpan komin í grjót um leið og hlerarnir. Dán, troll Nú skulum við ekki gefa okkur að það hafi verið neinir jólasvein- ar, sem komu á dekk til að kasta á Jóni forseta í fyrsta kastinu. Alft voru þetta vanir sjómenn. EinS báðir unglingarnir, þeir höfðu verið á skútum fráfermingaraldri- En það eru náttúrlega alltaf mikil hlaup, köll og handapat í fyrstu meðan skipshöfn er að samhæf' ast. Á Forsetanum voru nógir vanir menn lærðir hjá enskinum til að vinna þau verk, sem kunnáttu þurfti til við að kasta trolli eða taka troll og svo varáöllumfyrstu íslenzku togurunum, Coot, For- setanum, Marzinum og Snorra. ÞórðurSigurðsson orðaði þetta svo: „Það gekk ágætlega að kasta í fyrsta kastinu. Þarna voru þaul- vanir menn, eins og þeir Bergur Pálsson, Páll Jónsson og Sigurður Hansson og svo bræðurnir, Kol- beinn og Halldór. Við hinir stóðum bara og horfðum á, eh það gerðum við nú ekki nema ' fyrsta kastinu." Margt var með öðrum hætti urh vinnubrögðin við að kasta trolH 1907 en síðarvarðásíðutogurun- um, engir grandrópar, engft bobbingar, engir kvartrópar, hlerarnir hífðir út á trollvírunum, pokanum kastað á höndum og einnig fótreipinu með keðjunni. Verk skipstjórans var þó svipað ogalla tíð á þessum skipum; hler- unum slakað á hleramörk og 78-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.