Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 32

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 32
innbyrt aftur; belly, sem merkti á enskunni undirbyröiö á belgnum, færðist á allan belginn, lengi vel kölluðu þó togaramenn undir- byrði belly og yfirbyrðið batings, en svo varð það ríkjandi að lokum að nefna þetta belg- undir og yfirbyröi. Codline varð kodd- lína en síðan kolllína og var þá orðið rökréttara en hið enska; gils var notað óbreytt; bobbins urðu bobbingar; groundropes urðu grándrópar, en svo varð hitt enska heitið footropes meira notað og íslenzkað sem fótreipi; bolchlines urðu bolslínur; headline varð höfuölína; fishing- line varð fiskilína; quaterropes urðu kvartrópar; buntwing varð undirvængur og topwing yfir- vængur, en einnig toppvængur og flymeshes urðu flámöskvar (nýyrði rökrétt smíðað). Enskur- inn áttu mörg heiti á vírunum milli hlera og ross, eftir að sú breyting varð á trollunum (Vignon & Dahl); þessirvírarhétu bridles, sweepwires, spreadwir- es, en mest notuðu þeir cables, en það kölluðu íslendingarnir grandara og sóttu það orð í groundropes, en rossið fluttist óbreytt; towingblock varð togblökk; knockoutvarö slá útog knock out bar var þýtt úrsláttar- járn; otter boards eða doors varð hlerar; brackets hélzt sem brakket; bagvarð poki; stropvarb stroffa; pendant varð dauöi legg- urinnágrandaratrollunum; beck- ets varð millibobbingar en líka vasi á pokanum til að hífa hann útá, eftir að þau vinnubrögð fóru að tíðkast; fair-lead varð ferlaufa og er nú vandséð hvað lá að baki myndun þess heitis á þessum flötu litlu blökkum sem stóðu þvert út úr keisnum, sennilega hefur þetta afbakast úr enskunni, en þó má ímynda sér, að líkingin sé sótt í laufblað; í fyrstu held ég að blökkin hafi verið kölluð ferledd upp á enskuna. Eitt var það enska orð, sem ald- rei réðist neitt við en fór ítaugarn- ar á mönnum, vegna þess að framburðurinn var misjafn og orðið Ijótt og óíslenzkulegt; það var orðið messenger, sem menn báru fram messeindsér en líka messengír. Þetta var vír með krók á endanum, sem togvírarnir voru hífðir saman á, þegar búið var að kasta og vírarnir teknir í togblökk- ina, króknum var húkkaðáforvír- inn og hann hífður að afturvírn- um og vírarnir síðan hífðir saman í togblökkina. Mönnum leiddist þetta orð og reyndu ýmis íslenzk heiti, en ekkert dugði, orðið fylgdi síðutogurunum allt til enda. Orðið hlaupari var í ann- arri notkun, en orðið smali sýnist að hefði hæft þessu tæki, þa^ smalaði saman vírunum, en hvorki það orð né sendill né neitt annað orð vann bug á messeinds- érnum eða messengírnum. Þótt þannig væri flestu viðvíkj' andi veiðarfærinu og öðru þvl' sem sérlegt var á þessari skiþa' gerð íslenzkað eða lagað að íslenzkunni úr ensku máli, þa áttu menn auðvitað íslenzk gömul og góð orð yfir flest annað um borð í skipi, sem of langt er upp að telja, þótt hér megi nefna til skýringar kaðla, víra, lása, blokk eða blökk, talíur og svo flest í búnaði skipsins sjálfs, svo sem mastur, reiði, stýri, stjórn- borða og bakborða, fulla ferð/ hálfa ferð, en aftur á móti vat mest notað slóferö um hæga ferð, og slóa í stað þess að andaefa enda var þrengri merking í þvl fyrrnefnda; að slóa merkti aðeins að andæfa í vondu veðri, en íslenzka orðið hafði víðari merk- ingu, til dæmis andæfðu meno upp línu við dráttinn. Aldrei náð' vélsími að útrýma telegraffinu og aldrei áttaviti kompásnum. Ásgeir Jakobsson: Leiðrétting \ bókinni: „Saga af Aðalsteini Jónssyni og Alla ríka" er á bls. 11 7-118 sagt frá komu 1000 lesta togaranna þýzku 1960 og svo talið í þeirri frásögn, að það hafi fyrst verið gert um borð í tog- aranum Sigurði að snörla inn vörpubelginn þvert yfir skipið fyrirframan spil, en við þá aðferð leystist vandi manna við að taka trollið á þessum skipum, sem voru með mastrið of framarlega. Það var um borð í Víkingi AK 100, sem ofannefnd aðferð var fyrst notuð, samanbereftirfarandi yfirlýsingu skipstjórans og 1. vél- stjóra: „Við undirritaðir tókum við Víkingi AK-100 nýjum haustið 1960. Þá gerðum við okkur strax Ijóst að það væri þröngt á spilgrindinni og ill- mögulegt að snörla inn belg- - inn þar, og vegna þess hve mastrið var framarlega 3 dekkinu hefði belgurinn 3 trollinu þurft að vera óþarf' lega langur. Voru því stra* settar festingarfyrir kastblakk- ir í lunninguna fyrir framat1 spilið og stýriferliður settur framan á spilhornið og var snörlað með þessum útbún- aði í þau 12 ár, sem við vorum á skipinu. Hans Sigurjónsson (sign^ Sigurjón G. Þórðarson (sign^ 80-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.