Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 34
Jakob Jakobsson:
Síldarstofnar og stjórn
síldveiða í norðaustan-
verðu Atlantshafi
Framhald
SÍLDIN VIÐ VESTURSTRÖND
SKOTLANDS
1. Afli
Síldaraflinn á svæðinu vestan
Skotlands (skýrslusvæði Vla) var
að meðaltli um 60.000 tonn á ári
á tímabilinu frá 1946-1965 eins
og sýnt er á 9. mynd. Eftir það
jókst aílinn mjög hratt og var
kominn í u.þ.b. 250.000 tonn
árið 1973. Eftir það minnkaði
hann ört og var kominn niður í
50.000 tonn árið 19-77. Á tíma-
bilinu 1978-1980 voru síld-
veiðar bannaðar en leyfðar aftur
árið 1981, þá varð aflinn 51.000
tonn en 1982 varð hann 92.000
tonn. Skipta má síldveiðunum
vestan Skotlands í tvennt,
þ.e.a.s. sumarveiðar sem stund-
aðar eru vestan og norðan Suður-
eyja (Hebrideseyja) og vetrar-
veiða sem einkum eru stundaðar
í sundinu milli skoska megin-
landsins og Suðureyja.
2. Stærð síldarstofnsins
Síldarvinnunefnd Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins gerði fyrstu
úttekt á þessum stofni árið 1969.
Niðurstaða þeirrar úttektar var sú
að stofninn væri sennilega í
kringum 400.000 tonn, hann
væri ekki ofveiddur og gæti hugs-
anlega staðið undir eitthvað
auknum veiðum. Allt frá árinu
1974 hefur vinnunefnd Alþjóða-
hafrannsóknaráðsins sem fjallar
um síldarstofna gert árlega úttekt
á þessum stofni. Eftir á að hyggja
kemur í Ijós að á árunum 1976 og
1977 áleit nefndin að þessi síldar-
stofn væri mun stærri en síðar
kom í Ijós. Hins vegar virðist
úttekt nefndarinnar árið 1978
hafa átt við rök að styðjast en þá
var lagt til að síldveiðar yrðu
bannaðar.
Nýliðunin í þennan stofn hefur
verið miklum sveiflum háð. Það
er t.d. eftirtektarvert, að hrygn-
ingarstofninn á þessu svæði tvö-
faldaðist árið 1966, þegar hinn
sterki árgangurfrá 1963 varð kyn-
þroska. Næstu árin þar á eftif
bættust margir sterkir árgangar '
stofninn. Þessu skeiði lauk 1972,
þegar hinn geysisterki árgangut
frá 1969 bættist í stofninn-
Hrygningarstofninn var þá allt að
650 þús. tonn, eins og sýnt er a
10. mynd.
Eftir þetta góðæristímabil
breyttist stærð árganganna og
bættust stofninum þá margit
lélegir árgangar í röð. Nokkut
tími leið áður en fiskifræðingat
gerðu sér fulla grein fyrir þessari
gífurlegu breytingu sem hafð'
82-ÆGIR