Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 36

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 36
ustu ár hefur aflinn aukist á nýjan leik eins og sýnt er á 11. mynd. 2. Stærð síldarstofnsins Á síðari hluta 7. áratugarins bættust þessum síldarstofni nokkrir góðir árgangar og jókst þá stærð hrygningarstofnsins í Keltneska hafinu í nærri því 100.000 tonn. í byrjun 8. ára- tugarins hnignaði þessum stofni hratt vegna margra lélegra ár- ganga og aukinna veiða. Þetta er sýntá 12. mynd. Álitiðeraðþessi síldarstofn hafi árið 1976 verið um 20.000 tonn en hafi verið kominn í 44.000 tonn árið 1983. Fiskveiðidánarstuðlar voru 0.3- 0.4 þangað til 1968 en hækkuðu eftirþaðogíbyrjun 8. áratugarins voru þeir um 0.7. Hin síðari ár hafa fiskveiðidánarstuðlarnir verið 0.4—0.6. Þetta er einnig sýnt á 12. mynd. Ráðleggingar Alþjóðahafrannsóknaráðsins um leyfilegan hámarksafla úr þessum stofni miðastviðþað að aflinnfari ekki yfir 20% af stofnstærð. Reynsla fyrri ára sýnir að stofn- inum hefur hnignað ört ef veiðar hafa farið langt fram úr þessu marki. 3. Stjórn veiðanna Vinnunefnd Alþjóðahafrann- sóknaráðsins hefur gert úttekt á þessum síldarstofni árlega alltfrá árinu 1974. Þá varlagttil að leyfi- legur hámarksafli færi ekki yfir 25.000 tonn. Stjórnvöld sam- þykktu leyfilegan hámarksafla sem var þá 32.000 tonn. En aflinn varð aðeins 17.684 tonn. Næsta ár lagði Alþjóðahafrannsókna- ráðið til að leyfilegur hámarksafli yrði 19.000 tonn en stjórnvöld samþykktu að hann skyldi verða 25.000 tonn. Aflinn árið 1975 varð hins vegar 14.000 tonn. Sömu sögu var að segja á síldar- vertíðinni 1976-1977. Alþjóða- hafrannsóknaráðið lagði þá til að síldaraflinn yrði 6.500 tonn en stjórnvöld samþykktu 10.850 tonn og aflinn varð 6.000 tonn. Af þessu má Ijóst vera að stjórn- völd treystu sér ekki til að fylgja eftir ráðleggingum Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Þau sam- þykktu miklu hærri leyfilegan hámarksafla sem þó ekki náðist vegna þess hve síldarstofninurn hnignaði ört á þessum árum. Á tímabilinu 1978-1981 ráðlagði Alþjóðahafrannsóknaráðið að síldveiðar yrðu bannaðar í Kelt- neska hafinu. Enda þótt stjórn- völd samþykktu slíkt síldveiði- bann héldu veiðarnar áfram og varð afli oft talsverður á þessu tímabili. Augljóst er að þessar ólöglegu veiðar hafa tafið mjög fyriruppbyggingu stofnsins. Þetta kemur meðal annars fram í því að fiskveiðidánarstuðlar eru tiltölu- lega háir (12. mynd) jafnvel á því tímabili sem formlegt síldveiði- bann var ríkjandi þ.e.a.s. 1978- 1982. Satt að segja hefur aldrei verið gerð nein alvarleg tilraun til þess að framfylgja síldveiðibann- inu. Einu raunverulegu takmark- anir á síldveiðum á þessu svæði hafa sprottið af því að ekki hefur reynst unnt að selja alla síldina sem þarna veiddist. Þannig hafa markaðsaðstæður valdið því að síldveiðiskipum hefur verið út- hlutað daglegum skömmtum sem hafa farið eftir stærð báta eða vél- arstærð. Þessirdaglegu skammtar hafa verið það lágir að bátar hafa oft fengið stærri köst en leyfilegt hefur verið að koma með í land og hefur síld þá verið mokað í sjóinn aftur. Síldin á þessum slóðum er einkum veidd í flotvörpu og því ekki unnt að sleppa henni lifandi eins og hér er gert þegar um hringnótaveiðar er að ræða. Þessu til viðbótar skal þess getið að samkvæmt reglum Efnahags- bandalagsins er síldveiðisjó- mönnum greitt allgott verð fyrir síld sem ekki selst. Þessi síld er síðan úðuð með eitri og farið með hana til hafs og henni sökkt þar eftir að sjómenn hafa fengið verð sitt. Hér virðist um hreina hringa- vitleysu að ræða við stjórn síld- veiða. 84-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.