Ægir

Volume

Ægir - 01.02.1985, Page 36

Ægir - 01.02.1985, Page 36
ustu ár hefur aflinn aukist á nýjan leik eins og sýnt er á 11. mynd. 2. Stærð síldarstofnsins Á síðari hluta 7. áratugarins bættust þessum síldarstofni nokkrir góðir árgangar og jókst þá stærð hrygningarstofnsins í Keltneska hafinu í nærri því 100.000 tonn. í byrjun 8. ára- tugarins hnignaði þessum stofni hratt vegna margra lélegra ár- ganga og aukinna veiða. Þetta er sýntá 12. mynd. Álitiðeraðþessi síldarstofn hafi árið 1976 verið um 20.000 tonn en hafi verið kominn í 44.000 tonn árið 1983. Fiskveiðidánarstuðlar voru 0.3- 0.4 þangað til 1968 en hækkuðu eftirþaðogíbyrjun 8. áratugarins voru þeir um 0.7. Hin síðari ár hafa fiskveiðidánarstuðlarnir verið 0.4—0.6. Þetta er einnig sýnt á 12. mynd. Ráðleggingar Alþjóðahafrannsóknaráðsins um leyfilegan hámarksafla úr þessum stofni miðastviðþað að aflinnfari ekki yfir 20% af stofnstærð. Reynsla fyrri ára sýnir að stofn- inum hefur hnignað ört ef veiðar hafa farið langt fram úr þessu marki. 3. Stjórn veiðanna Vinnunefnd Alþjóðahafrann- sóknaráðsins hefur gert úttekt á þessum síldarstofni árlega alltfrá árinu 1974. Þá varlagttil að leyfi- legur hámarksafli færi ekki yfir 25.000 tonn. Stjórnvöld sam- þykktu leyfilegan hámarksafla sem var þá 32.000 tonn. En aflinn varð aðeins 17.684 tonn. Næsta ár lagði Alþjóðahafrannsókna- ráðið til að leyfilegur hámarksafli yrði 19.000 tonn en stjórnvöld samþykktu að hann skyldi verða 25.000 tonn. Aflinn árið 1975 varð hins vegar 14.000 tonn. Sömu sögu var að segja á síldar- vertíðinni 1976-1977. Alþjóða- hafrannsóknaráðið lagði þá til að síldaraflinn yrði 6.500 tonn en stjórnvöld samþykktu 10.850 tonn og aflinn varð 6.000 tonn. Af þessu má Ijóst vera að stjórn- völd treystu sér ekki til að fylgja eftir ráðleggingum Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins. Þau sam- þykktu miklu hærri leyfilegan hámarksafla sem þó ekki náðist vegna þess hve síldarstofninurn hnignaði ört á þessum árum. Á tímabilinu 1978-1981 ráðlagði Alþjóðahafrannsóknaráðið að síldveiðar yrðu bannaðar í Kelt- neska hafinu. Enda þótt stjórn- völd samþykktu slíkt síldveiði- bann héldu veiðarnar áfram og varð afli oft talsverður á þessu tímabili. Augljóst er að þessar ólöglegu veiðar hafa tafið mjög fyriruppbyggingu stofnsins. Þetta kemur meðal annars fram í því að fiskveiðidánarstuðlar eru tiltölu- lega háir (12. mynd) jafnvel á því tímabili sem formlegt síldveiði- bann var ríkjandi þ.e.a.s. 1978- 1982. Satt að segja hefur aldrei verið gerð nein alvarleg tilraun til þess að framfylgja síldveiðibann- inu. Einu raunverulegu takmark- anir á síldveiðum á þessu svæði hafa sprottið af því að ekki hefur reynst unnt að selja alla síldina sem þarna veiddist. Þannig hafa markaðsaðstæður valdið því að síldveiðiskipum hefur verið út- hlutað daglegum skömmtum sem hafa farið eftir stærð báta eða vél- arstærð. Þessirdaglegu skammtar hafa verið það lágir að bátar hafa oft fengið stærri köst en leyfilegt hefur verið að koma með í land og hefur síld þá verið mokað í sjóinn aftur. Síldin á þessum slóðum er einkum veidd í flotvörpu og því ekki unnt að sleppa henni lifandi eins og hér er gert þegar um hringnótaveiðar er að ræða. Þessu til viðbótar skal þess getið að samkvæmt reglum Efnahags- bandalagsins er síldveiðisjó- mönnum greitt allgott verð fyrir síld sem ekki selst. Þessi síld er síðan úðuð með eitri og farið með hana til hafs og henni sökkt þar eftir að sjómenn hafa fengið verð sitt. Hér virðist um hreina hringa- vitleysu að ræða við stjórn síld- veiða. 84-ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.