Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 28

Ægir - 01.02.1985, Blaðsíða 28
Ásgeir jakobsson: Um borð í Jóni forseta 2. grein Þar sem fleiri lesa upphafsorð á grein en þau síðustu, er vissara að koma leiðréttingu fyrir strax í upphafsorðunum. í fyrri greininni um Forsetann, komudag hans, prentaðist 22. og 23. desember í stað 22. og 23. janúar. PrentviII- an var að vísu augljós af textanum á undan, en það er samt rétt að ganga af henn i örugglega dauðri. Þá er og enn þess að geta sem gleymdist í fyrri greininni, að frá- sögnin er dregin út úr bókarhand- riti og stytt fyrir tímaritið, og þá ýmsu sleppt í lýsingum, einkum á vinnubrögðum og fiskislóðum. FYRSTI TÚRINN__________________ Það dróst í hálfan mánuð, að Forsetinn færi út í fyrsta túrinn, eins og skipshafnarskráin ber með sér; hluti skipshafnarinnar ekki skráður fyrr en 4. febrúar og skipið þá farið út þann dag eða næsta. Forsetamenn höfðu komið upp með allan búnað til veiðanna, því að hér var ekkert að hafa af togveiðiútbúnaði, en á einhverju hefur staðið, sem tafði að skipið héldi til veiða. Þess er áður getið, að Smith skipamiðlari hafði gert 1.000 sterlingspunda kröfu utan samn- ings sér til handa sem þóknun og Alliance menn, sem voru búnir að nota allt sitt lánstraust í samn- ingsbundnar greiðslur stóðu ráð- þrota, þegar þeir fengu þessa óvæntu kröfu rétt sem átti að fara að sleppa endum til heimsigling- ar. Það var ekki um annað að ræða en leita allra ráða til að greiða kröfuna, þótt hún væri röng, því að málaferli gátu orðið langvinn í Englandi og þetta nýja skip, nær allt í skuld, beið þá bundið við bryggju á meðan, og það hefði félagið ekki þolað. Sem kunnugt er af sögu Thors, var það vinur hans, Chr. Rassmussen, sem kom til hjálpar, þegar öll sund virtust lokuð. Þegar Smith hafði fengið sitt, sendi hann son upp með skipinu til að taka við síðustu samningsbundnu greiðsl- unni, 3 þúsund sterlingspundum, sem íslandsbanki lánaði Alliance. Smith hafði vitað Alliance menn komna í þrot og ætlaði sér að ná skipinu, það höfðu margir í Englandi ágirnd á þessum nýja og fallega togara, ekki sízt vegna þess að smíðaverð skipa hafði hækkað meðan For- setinn var í smíðum. Eilíft rifrildi Forsetinn hélt rakleitt suður fyrir land og austur undir Eyjar og var við Eyjar alla vertíðina, segir Thor, en þeir Bergur og Þórður orðuðu það svo, að þeir hefðu verið á Selvogsbanka og má segja að það sé hið sama og „við Eyjar", þar sem þeir voru austast á Bank- anum, og trúlega hafa þeir eitt- hvað reynt fyrir sér á Eyjamiðun- um, sem Englendingarnir stund- uðu. Erfiðleikarnir létu ekki á sér standa í þessum fyrsta túr og voru miklir alla þessa vertíð. Bergur Pálsson skóf yfirleitt ekki utan af hlutum í máli sínu- Hann orðaði það svo: „Það var eilíft andskotans rifrildi, það var von, þetta var ekkert net sem við vorum með, þrítvinningur í öllu trollinu nema pokanum og hann var ekki húðaður, svo vorum við með bert fótreipið, aðeins vafið a miðju og vængjum og keðja höfð til að þyngja það niður. Svo köst- uðum við blint í sjóinn, þekktum ekkert botnlagið." Þórður Sigurðsson sagði að þeir hefðu eitt sinn reynt fyrir sér á Eldeyjarbankanum, sem togaramenn fóru reyndar ekki að stunda fyrr en eftir 1930, og menn þá komnir með grandara- troll og stóra bobbinga. „Mér er þetta jafnminnisstætt og það hefði skeð í gær" sagði Þórður þótt meira en 60 ár væru þá um liðin. „Við höfðum legið alla nóttina við að slá undir nýju neti og köstuðum þarna úti a Eldeyjarbankanum um sex leytið um morguninn. Það voru ekki liðnar þrjár mínútur frá því trollið var komið í botn og búið að taka íblökkina, þegaralltvarpinnfast. Er við loksins náðum upp trollinu sást ekki tutla af netinu, ekki 76-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.