Ægir - 01.09.1985, Blaðsíða 14
væddust á tímabilinu 1964-
1970. Þá var stofnuð ný vinnsla
árið 1970 af Kaupfélagi ísfirðinga
og eigendum sjö rækjubáta.
Rækjuverkendur hafa síðan verið
7 við Djúp, þar af fimm á ísafirði,
einn í Bolungarvíkogeinn í Súða-
vík. Annað atriði hefur breyst í
verkun rækjunnarfrá 1959. Fryst-
ing hefur algerlega tekið við af
niðursuðu.
Rækjusjómenn vid Djúp
Rækjusjómenn sem sérstakur
hópur sjómanna, var ekki fyrir
hendi á Isafirði fyrr en upp úr
1950. Mikil aukning varð í stétt-
inni eftir 1959, í kjölfar afkasta-
meiri vinnslutækja. Hámarki nær
svo fjöldi þeirra eftir að afli batn-
aði upp úr 1966. Síðustu ár hefur
þeim aftur fækkað, bátarnir hafa
jafnframt stækkað, og hinir minni
helst úr lestinni.
Rækjusjómenn eiga oftast báta
sína sjálfir. Bátarnir eru flestir af
stærðinni 12-30 brl. Tveir menn
eru á hverjum bát við rækjuveið-
arnar. Haldið er í róðra snemma
að morgni, og komið í land undir
kvöld.
Veiðisvæðin eru í innanverðu
ísafjarðardjúpi og í Jökulfjörðum.
rækjuveiðarnar eru mjög einang-
raðar frá öðrum sjávarútvegi. Á
ísafirði hafa eigendur rækjubáta
með sér félag sem nefnist: Smá-
bátaeigendafélagið Huginn, og
var stofnað 1964.
Úthafsveiðar
Frá 1979 hafa úthafsraskju
veiðar verið vaxandi veiðiskapur
að sumrinu. Hefur það haft ÞaU
áhrif að æ stærri bátar leita a
rækjuveiðar. Úthafsveiðarnar
hafa orðið styrkur fyrir vinnslun3'
því nýting framleiðslutækjanna
eykst. Hefur atvinnuvegudun
treyst sig í sessi með þessum vel
um, enda afli margfaldast á fáunl
árum.
Heimildir:
Ægir 1980: greinar Halldórs Her
mannssonar og Ásgeirs Jakobssonar-
Ægir 1951: grein Kristjáns Jónssonar-
Ægir 1985. Ritgerð Willy Carl van den
Hoonards um rækjusjómenn við ba
fjarðardjúp, geymd á Háskólabóka
safni; o.fl.
ÞVÍ EKKI ÍSLENSKA ISVEL?
★
★
★
★
★
★
★
★
★
□
o
'O
ísvél er framleiðir betri ís.
ísvél, íslensk hug- og handarsmíð.
ísvél sem er ódýrari.
ísvél sem fylgja betri greiðslukjör.
ísvél sem komin er á 10 ára reynsla.
ísvél sem hefur 1. flokks þjónustu.
ísvél sem kemst nánast alls staðar fyrir.
ísvél sem er hafin útflutningur á.
ísmark ísvél, framleiðsluafköst
0.5-100 tonn á dag, hvort sem er úr
fersku vatni eða sjó.
ISVELAR HF
Höfðabakka 3 Simi 91-83582
P.O. Box 4305
Reykjavík.
498-ÆGIR