Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1985, Blaðsíða 28

Ægir - 01.09.1985, Blaðsíða 28
Sandfell h.f. Verslunarfyrirtæki í þjónustu sjávarútvegs. Sandfell h.f. á ísafirði er með stærstu innflutnings- og sölufyrir- tækjum á landinu með útgerðarvörur. Auk starfseminnar á ísafirði starfa tvö útibú í öðrum landshlutum. Á síðasta ári nam velta fyrir- tækisins 85 milljónum króna og fastir starfsmenn voru 18 talsins. Sandfell var stofnað árið 1964 af nokkrum útgerðar- og skip- stjórnarmönnum. Markmið þeirra var að færa nauðsynlega þjón- ustu í innkaupum fyrir sjávarút- veginn heim í hérað. Fyrirtækið hóf þegar innflutningá veiðarfær- um. Mest varflutt inn afbúnaði til línuveiða, net- og síldaveiða. Síldveiðunum lauk snögglega í lok sjöunda áratugarins og um sama leyti lögðust netaveiðar að mestu af frá norðanverðum Vest- fjörðum. Varð af þessum sökum nokkur samdráttur í rekstri fyrir- tækisins. Svarið við þessu var að víkka út starfsemina og hefja innflutning og verslun með matvörur og hreinlætisvörur. Síðan hefur Sandfell selt Vestfirðingum veið- arfæri og matvörur í bland. Mat- varan skiptist nokkuð jafnt til helminga milli innfluttrar vöru og innlendrar framleiðslu sem seld er í umboðssölu. Nær sú verslun yfir svæðið frá Patreksfirði norður um til ísafjarðar. Veiðarfæraverslunin er þó mikilvægasta iðja fyrirtækisins. Sandfell aðlagaðist fljótt nýjum háttum í vestfirskri útgerð þegar togveiðar urðu allsráðandi. Upp frá því varð búnaður til togveiða helsta verslunarvaran. Auk mikils innflutnings hefur Sandfell heild- söluumboð fyrir alla stærstu veið- _arfæraframleiðendur innanlands. í framhaldi af innflutningi á togbúnaði tók Sandfell upp þjón- ustu við flotann í sambandi við víra og línur hverskonar. Árið 1978 var svo stofnað sérstakt fyrirtæki, Vír h.f., utan um þá starfsemi. Hjá Vír starfa tveir menn allt árið. Undanfarin ár hefur Sandfell fært nokkuð út kvíarnar. Útibú var stofnað á Akureyri árið 1983- Þar hefur verið komið upp la8er af veiðarfærum og öðrum vörurn til fiskveiða. Pjónar það útibú Norðurlandi og einnig selur það nokkuð til Austfjarða. Tveggi3 ára reynsla af útibúinu gaf mjög góða raun, svo afráðið var að opna annað útibú í Vestmanna- eyjum nú í vor. Auk Vestmanna- eyja hefur það þjónað útgerðar- stöðum áSuðurlandi. Þannignasr þjónusta Sandfells nú til allra [andshluta, með höfuðstöðvar á ísafirði. Er Sandfell hreinræktað landsbyggðarfyrirtæki sem bygg1 hefur starf sitt á þjónustu við mikilvægustu atvinnugrein lands- hlutanna, sjávarútveginn. Fram- kvæmdastjóri Sandfells er Ólafur B. Halldórsson, og eru þær upp' lýsingar sem hér hafa verið tíund- aðar að mestu frá honum komnar. 512-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.