Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1985, Blaðsíða 33

Ægir - 01.09.1985, Blaðsíða 33
^sgeir Jakobsson: Punktar úr togaralífinu Fyrstu togaraskipshafnirnar ur 5- bátt hefur á stangli hér í grein- UriUm um togarana 1907, verið §etið nokkurra manna, sem á p'm voru og það hefur komið am, a& hluti skipshafnanna voru menn af enskum togurum, en m®8inhluti skútumenn. i fámenninu á tíma fyrstu togar- anna þekktu skipstjórarnir til Pejrra manna sem þeir réðu eða heir gátu haft af þeim öruggar l'hurnir og þeir réðu almennt ekki S|n aðra menn en þá sem Pekktir voru að dugnaði. Þó voru ra* a þeirri aðalreglu margar undantekningar þegar á fyrstu '°gurunum. Skipstjórarnir tóku oft menn, ?em útgerðarmennirnir vildu að Jngju pláss, og sjálfir tóku þeir m borð vini og vandamenn og ngiinga tóku þeir oft í guðsþakk- ekl' ni ^a sjómanna- . jum, sem höfðu misst menn na í sjóinn og voru að berjast ram með barnahóp. Það má nrax hnna dæmi um þetta síðast e nda í fyrstu skipshöfninni á h0rsetanum. f^u^mundur Jónsson, sem þar r pláss aðeins 16 ára, var sonur ^ ‘kdsmetins skipstjóra í Vestur- num, Jóns Þórðarssonar frá r°ttu, en hann hafði látist fUogglega um [j0r5 , s|<utu sjnnj a irnm börnum í ómegð, nema V-U mundurvarlítillegafarinnað mna heimilinu. Jón Otti, bróðir rétt fmunciar' fékk svo pláss þá 'ermdur á Snorra Sturlusyni. Móðir jóns Tómassonar var ekkja en systir konu Ólafs útvegsbónda í Nesi. Jón sagðist aldrei hafa grennslast neitt um það af hverju hann fékk plássið þó hann væri aðeins 17 ára en taldi að það gæti hafa verið af því að hann var búinn að vera með Kolbeini á Kútter Georg, en ekki samt ólík- legt að einhverra annarra áhrifa hafi gætt. Þeir voru báðirbúnirað vera á skútum, Guðmundur og Jón og hafa eflaust getið sér strax gott orð. í sambandi við fyrstu togara- skipshafnirnar er nú að geta þess, að það er alls ekki víst, að skip- stjórarnir hafi getað valið sér menn að geðþótta sínum eins og síðar varð. Það andaði yfirleitt köldu hjá almenningi til togar- anna og ekki síst hjá sjómanna- stéttinni, bæði skútumönnum og árabátamönnum, þeir síðar- nefndu hötuðu togarana, sögðu þá spilla veiðarfærum árabát- anna og hirða fiskgöngur á árabátamiðun. Þetta var líka víða svo í verstöðvum að togararnir hirtu vorgöngur fisks og eyði- lögðu vorvertíð í mörgum útróðr- arstöðum hér og þar við strönd- ina, einkum þar sem fiskur gekk þröngt upp að ströndinni, svö sem inn ála inn á firði og víkur, því að togararnir eltu fisk uppi í landsteina. Þetta átti þó ekki við um Faxa- flóa þarsem mestvoru þó lætin út f togarana. Á árunum 1884 til 1895 eða í 12 ár, bæði ár meðtalin, voru aðeins 4 góð aflaár við Flóann og alger ördeyða síðustu 2 árin 1894 og 1895 og það gat ekki hafa verið sök togarana en hins vegar spilltu þeir veiðarfærum. Það var mjög ákveðin skoðun almennings og mikils hluta fiski- mannastéttarinnar að togarar væru hin verstu rányrkjuskip og það var síður en svo, að þessum skipum, sem áttu eftir að hleypa nýju lífi í höfuðstað þjóðarinnar/ væri fagnað af almenningi og menn spáðu einnig illa fyrir útgerð þeirra og voru ekkertginn- keyptir fyrir að ráða sig á þá. Það breyttist þó fljótt, eiginlega strax uppúr 1907, og togaraplássin urðu eftirsótt, barist um þau. Með nýjum mönnum, nýir siðir Það varð fljótlega fjölmargt, sem íslensku togaramennirnir löguðu til fyrir sér eftir aðstæð- um, þótt þeir sæktu allt í fyrstu um vinnubrögðin til Englend- inga. Hinar ýmsu breytingar fóru þó ekki fyrr að gerast en íslensk tog- arastétt var fullmótuð. Fyrstu íslensku togaraskipstjór- arnir, þeir Indriði, Halldór og Hjalti, voru allir skútumenn. Ind- riði og Hjalti hafa trúlega kynnst togveiðum Englendinga í Faxa- flóa, brugðið sér út með þeim í ÆGIR-517
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.