Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1985, Blaðsíða 44

Ægir - 01.09.1985, Blaðsíða 44
mannaskólann, en sjálfur haföi Jónas hönd í bagga með starfi beirra og fylgdist með því. Námsvísirinn reyndist strax hið þarfasta vinnuplagg við kennsluna og breytingu á skipulagi hennar. Síðan 1981 hafa orðið tals- verðar breytingar á kennslu. Námsvísirinn hefur verið endurskoðaður á hverju skóla- ári í Ijósi reynslu og breyttra viðhorfa. Eins og segir í 1 útgáfu: „enda er til þess ætlast að þessi námsvísir verði endur- skoðaður á næsta skólaári (1981-1982) og helst árlega hér eftir". Ekki hefur þó orðið af endurútgáfu námsvísis fyrr en nú. Strax haustið 1981 voru t.d. gerðar a11 róttækar breytingar á námsefni varðskipadeildar, sem haldin vará vorönn 1982. Að dómi nemenda og kennara í deildinni reyndist sú skipan ágætlega nema að námsskrá þótti stif og full mikið var færst í fang á ekki lengri námstíma. Lenging þeirrar deildar og stofnun sér skipstjóradeildar er því mikil nauðsyn. Helstu breytingar á skólastarf- inu frá 1. útgáfu eru að annir skólans eru nú afmarkaðri með skiptingu um áramót og kennsla hefur lengst um 2-3 vikur. Skólaárið hefst nú 1. september í stað 1. október áður og próf haustannar eru haldin fyrir jólafrí. Þetta er í samræmi við aðra framhalds- skóla og hefur með þessu feng- ist betri nýting á haustönn, en hvor námsönn er um 13 kennsluvikur auk prófa. Kennslu í tækjum hefur á 1. og 2. stigi verið skipt í þrjár deild- ir: 1. Ratsjárdeild og stofu með himintunglamóttakara og átta- vitum í turni. 2. Lórandeild með lóran- tækjum, kortaskrifara og radíómiðunarstöð í tækja- húsi. 3. Deild dýptar- og fiski- leitartækja á 1. hæð við hlið sjóvinnusalar. Allmörg tæki hafa bæst við í skólann á undanförnum árum; má hér nefna tvö ratsjártæki í turni, tvo dýptarmæla og er annar þeirra litamælir, tvö lór- antæki og lóranskrifari. Allar tækjadeildir eru búnar sam- líkjum (simulator). Árið 1985 var. tekin í notkun mjög full- komin ratsjá — tölvuratsjá (ARPA) tengd við samlíki og tölvu í tækjahúsi. Þar eru nú þrjú ratsjártæki tölvustýrð til æfinga fyrir nemendur í ratsjár- siglingum og ratsjárútsetn- ingum (plotti) ásamt siglingum með ströndum fram, bæði hér við land og í Ermarsundi. Auk þess er sérstakt ratsjártæki og stjórnskjár fyrir kennara. Á næstunni er ætlunin að auka kennslu og tækjakost í meðferð loftskeytatækja. Á vorönn árið 1983 hófst kennsla á 3. stigi í forritun og notkun tölva, en skólinn keypti átta Apple 2-e tölvur ásamt Vélskóla íslands og hafa skólarnir sameiginlega tölvu- stofu. Skólaárið 1983-1984 var einnig tekin upp kennsla á tölvur í 2. stigi. Kennsla í ensku hefur verið aukin á öllurn stigum á undanförnum fjórum árum. Þá hefur verið tekin upp kennsla í fiskmeðferð á haust- önn í 1. bekk. Með prentun námsvísis og útgáfu hans í minna °S aðgengilegra broti er ætlunin að hann verði bæði kennurum og nemendum aðgengilegri en 1. útgáfa var, en auk þess hefur verið bætt framan við námsvís- inn skólareglum og upplý5' ingum um stjórn skólans og rekstur. Nýtt frumvarp til laga um stýri' mannamenntun mun verða lagt fyrir næsta Alþingi (1985- 1986). í kjölfar nýrra laga verður að endurskoða bæð' námsskrá og prófreglugerð Stýrimannaskólans. Endurút- gáfa námsvísis nú getur mjög auðveldað það verk og gert það betur úr garði. Nauðsynlegt er að endurútgefa námsvísinn í lok hvers skóla- árs. í sambandi við almennar skólareglur, reglur um umgengni o.fl. var höfð hlið- sjón af námsvísi Vélskóla íslands og Iðnskólans í Reykja- vík. Endurskoðun og frágangur 2- útgáfu hefur aðallega hvílt á Benedikt H. Alfonssyni og undirrituðum, að viðhöföu samráði við fagstjóra í kennslu- greinum Stýrimannaskólans. Námsvísir, skólaárið 1985- 1986, ertilsölu íStýrimannaskól- anum og kostar 200 kr. eintakið- 528-ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.