Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1985, Side 44

Ægir - 01.09.1985, Side 44
mannaskólann, en sjálfur haföi Jónas hönd í bagga með starfi beirra og fylgdist með því. Námsvísirinn reyndist strax hið þarfasta vinnuplagg við kennsluna og breytingu á skipulagi hennar. Síðan 1981 hafa orðið tals- verðar breytingar á kennslu. Námsvísirinn hefur verið endurskoðaður á hverju skóla- ári í Ijósi reynslu og breyttra viðhorfa. Eins og segir í 1 útgáfu: „enda er til þess ætlast að þessi námsvísir verði endur- skoðaður á næsta skólaári (1981-1982) og helst árlega hér eftir". Ekki hefur þó orðið af endurútgáfu námsvísis fyrr en nú. Strax haustið 1981 voru t.d. gerðar a11 róttækar breytingar á námsefni varðskipadeildar, sem haldin vará vorönn 1982. Að dómi nemenda og kennara í deildinni reyndist sú skipan ágætlega nema að námsskrá þótti stif og full mikið var færst í fang á ekki lengri námstíma. Lenging þeirrar deildar og stofnun sér skipstjóradeildar er því mikil nauðsyn. Helstu breytingar á skólastarf- inu frá 1. útgáfu eru að annir skólans eru nú afmarkaðri með skiptingu um áramót og kennsla hefur lengst um 2-3 vikur. Skólaárið hefst nú 1. september í stað 1. október áður og próf haustannar eru haldin fyrir jólafrí. Þetta er í samræmi við aðra framhalds- skóla og hefur með þessu feng- ist betri nýting á haustönn, en hvor námsönn er um 13 kennsluvikur auk prófa. Kennslu í tækjum hefur á 1. og 2. stigi verið skipt í þrjár deild- ir: 1. Ratsjárdeild og stofu með himintunglamóttakara og átta- vitum í turni. 2. Lórandeild með lóran- tækjum, kortaskrifara og radíómiðunarstöð í tækja- húsi. 3. Deild dýptar- og fiski- leitartækja á 1. hæð við hlið sjóvinnusalar. Allmörg tæki hafa bæst við í skólann á undanförnum árum; má hér nefna tvö ratsjártæki í turni, tvo dýptarmæla og er annar þeirra litamælir, tvö lór- antæki og lóranskrifari. Allar tækjadeildir eru búnar sam- líkjum (simulator). Árið 1985 var. tekin í notkun mjög full- komin ratsjá — tölvuratsjá (ARPA) tengd við samlíki og tölvu í tækjahúsi. Þar eru nú þrjú ratsjártæki tölvustýrð til æfinga fyrir nemendur í ratsjár- siglingum og ratsjárútsetn- ingum (plotti) ásamt siglingum með ströndum fram, bæði hér við land og í Ermarsundi. Auk þess er sérstakt ratsjártæki og stjórnskjár fyrir kennara. Á næstunni er ætlunin að auka kennslu og tækjakost í meðferð loftskeytatækja. Á vorönn árið 1983 hófst kennsla á 3. stigi í forritun og notkun tölva, en skólinn keypti átta Apple 2-e tölvur ásamt Vélskóla íslands og hafa skólarnir sameiginlega tölvu- stofu. Skólaárið 1983-1984 var einnig tekin upp kennsla á tölvur í 2. stigi. Kennsla í ensku hefur verið aukin á öllurn stigum á undanförnum fjórum árum. Þá hefur verið tekin upp kennsla í fiskmeðferð á haust- önn í 1. bekk. Með prentun námsvísis og útgáfu hans í minna °S aðgengilegra broti er ætlunin að hann verði bæði kennurum og nemendum aðgengilegri en 1. útgáfa var, en auk þess hefur verið bætt framan við námsvís- inn skólareglum og upplý5' ingum um stjórn skólans og rekstur. Nýtt frumvarp til laga um stýri' mannamenntun mun verða lagt fyrir næsta Alþingi (1985- 1986). í kjölfar nýrra laga verður að endurskoða bæð' námsskrá og prófreglugerð Stýrimannaskólans. Endurút- gáfa námsvísis nú getur mjög auðveldað það verk og gert það betur úr garði. Nauðsynlegt er að endurútgefa námsvísinn í lok hvers skóla- árs. í sambandi við almennar skólareglur, reglur um umgengni o.fl. var höfð hlið- sjón af námsvísi Vélskóla íslands og Iðnskólans í Reykja- vík. Endurskoðun og frágangur 2- útgáfu hefur aðallega hvílt á Benedikt H. Alfonssyni og undirrituðum, að viðhöföu samráði við fagstjóra í kennslu- greinum Stýrimannaskólans. Námsvísir, skólaárið 1985- 1986, ertilsölu íStýrimannaskól- anum og kostar 200 kr. eintakið- 528-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.