Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1985, Side 6

Ægir - 01.10.1985, Side 6
Hjálmar Vilhjálmsson, Vilhelmina Vilhelmsdóttir og Svend-Aage Malmberg: Fjöldi og útbreiðsla fisk- seiða í ágúst 1985 Árleg könnun á fjölda og útbreiðslu fiskseiða við ísland, Austur-Grænland og í Græn- landshafi var gerð á rannsókna- skipunum Bjarna Sæmundssyni, 8/8—5/9 og Árna Friðrikssyni, 8- 27/8 1985. Þessum athugunum er einkum ætlað að veita fyrstu vísbendingu um árgangastærð þorsks, ýsu, loðnu og karfa auk þess sem jafnhliða fást upplýs- ingar um ýmsar aðrar fisktegund- ir. Aðferðir við öflun gagna og úrvinnslu voru með venjulegu sniði. Mælingar á sjávarhita og söfnun dýrasvifs fóru fram á fyrir- fram ákveðnum stöðum. Auk þess var mældur koltvísýringur a tveim djúpstöðvum úti af Sna?" fellsnesi og norður af Siglunesi og gerðar bergmálsmælingar á sma- loðnu og kolmunna. Ekki verður fjallað frekar um síðasttaldar athuganir í þessari skýrslu. Rannsóknasvæðið, sjórann- sókna- og togstöðvar, svo og leiö' arlínur skipanna eru sýndar a 1. mynd. Eins og í fyrra varð a sleppa suðurhluta Grænlands- hafs, þ.e. sunnan 63. gráðu n.br., og kemur það einkum niður á karfaseiðunum. Að öðru leyti var yfirferð með venjulegum hætti. Leiðangursstjórar á Bjarna Sæmundssyni voru Ólafur Ha1' dórsson og Vilhelmína VilhelmS' dóttir, en Hjálmar Vilhjálmsson 7. mynd. Leiðarlínur og stöðvar, ágúst 1985. 554-ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.