Ægir - 01.10.1985, Qupperneq 30
Vott hráefni
Ógerningur er að telja upp
allar þær fisktegundir eða teg-
undir úrgangs, sem nota má í vot-
fóður. Sem stendur er líklegt að
hagkvæmast sé að nota loðnu og
svo fiskúrgang að einhverjum
hluta. Almenn reynsla Norð-
manna er sú, að óheppilegt sé að
nota fiskúrgang eingöngu sem
vothluta fóðursins. Sennilega er
skýringin sú, að gæði úrgangsins
eru gjarnan mjög misjöfn, slógi er
t.d. mjög hætt við skemmdum og
úrgangur frá frystihúsunum hefut
oftast mjög hátt steinefnahlutfall-
Þráttfyrirþetta mætti nota mestan
hluta þess fiskúrgangs sem til
fellur hér á landi til fiska-
fóðurgerðar, en til þess þarf að
koma til mjög öflugt gæðaeftirlit
og öruggar geymsluaðferðir.
nægilega lágum. Það má þó
reikna með því, að veruleg breyt-
ing verði á þessu á komandi
árum.
Kröfur til fiskmjöls í fiskafóður.
- Hráefnið ferskt og órotvarið.
Þurrkað í gufuþurrkurum eða
við tiltölulega lágt hitastig.
— Þráavarnarefni blandað í
mjölið við framleiðslu.
Efnasamsetning mjölsins:
, . Lágmark Hámark
Prótein ........ 60%
Vatn............ 5% w%
F,ta ........... 10%
Aska....................... 76%
Salt ....................... 3%
Til þess að uppfylla kröfurnar
um lágmarkspróteininnihald
mjölsins verður að framleiða það
úr heilum fiski, og kemur þá
loðnumjöl helst til greina. Ekkert
mælir þó á móti því að nota mjöl
úr öðrum smáfisktegundum eins
og t.d. sandsíli, kolmunna og
spærlingi. Með endurbótum á
verksmiðjunum og betri skipu-
lagningu við mjölvinnsluna, ætti
því að geta verið nægilegt fram-
boð á fiskmjöli til fiska-
fóðurgerðar hérá landi.
Lýsi
Loðnulýs; er einkum notað
sem titugjafi í fiskafóður í Noregi.
Svo fremi sem loðnuveiðar verði
ekki bannaðar aftur hér, ætti að
vera nægilegt framboð á loðnu-
lýsi. Einnig hefur ágæt reynsla
fengist af lifrarlýsi. Að öllum lík-
indum mætti einnig nota gott
búklýsi ef skortur yrði á loðnu-
lýsi.
Rotvörn á votu hráefni ,
Vegna þess að vott hráefni
skemmist fljótt og fiskveiðar hér
við land eru árstíðabundnar
verður að rotverja mest af þv'
hráefni, sem ætlað ertil votfóður-
gerðar. Þartil á allra síðustu árum
Rækjuúrgangur
Rækjuúrgangur inniheldur auk
litarefnanna töluvert af prótein-
um og einnig bragðefni sem auka
fóðurtöku hjá laxfiskum. Það er
því æskilegt að nota rækjuúrgang
í fiskafóðurblöndur. Hér á landi
fellur til mikið magn af rækjuúr-
gangi, sem er nánast ekkert
nýttur. Erfiðlega hefur gengið að
þurrka rækjuúrgang án þess að
litarefnin skemmist og þess vegna
eru gerviIitarefni venjulega notuð
í þurrtoður. Hins vegar er bæði
hægt að frysta og sýra rækjuúr-
gang og varðveita hann þannig
án þess að litarefnin skemmist og
er því ekkert sem mælir á móti
notkun rækjuúrgangs í votfóður-
578-ÆGIR